Þessvegna ætti Hanna Birna að segja af sér

hbk

„Konur eru konum verstar“, verða sennilega fyrstu viðbrögð margra við þessum pistli en þessi klisja er alltaf dregin fram þegar kona gagnrýnir konu. Ég veit ekki hvaða vitringur setti þá reglu að konum beri að sýna öðrum konum systraþel óháð því hvernig þær hegða sér, en ég sé ekkert kvenfrelsi í því að helmingur mannkynsins eigi að vera hafinn yfir gagnrýni. Halda áfram að lesa

Enginn grátkór þótt málefnin séu alvarleg

mfik

Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Fjölmörg samtök og hreyfingar hafa fagnað þessum degi á síðustu áratugum en MFÍK, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa haldið hann hátíðlegan allt frá 1953.  Samtökin voru stofnuð árið 1951 sem deild í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna.  Ég ræddi við eina af stjórnarkonum MFÍK, Margréti Pálínu Guðmundsdóttur. Halda áfram að lesa

Afsökunarbeiðni til DV

Höfundarréttarmál hafa verið töluvert í umræðunni síðustu árin enda hefur umhverfi höfundarréttar breyst töluvert með almennri netnotkun. Samband höfundar og neytanda er ekki svo einfalt að höfundur framleiði og neytandi neyti, heldur á höfundur í sumum tilvikum líf sitt undir því að neytendur dreifi verkum hans, án þess að greiðsla komi fyrir, svo þversagnakennt sem það nú er. Þetta á ekki síst við um greinaskrif og tónlist.

Halda áfram að lesa

Ég get að minnsta kosti meitt sjálfa mig

selfharm

Undanfarið hef ég beint sjónum mínum að unglingum sem skaða sjálfa sig, ýmist með hættulegum megrunaraðferðum eða með því að veita sjálfum sér áverka. Viðmælandi minn er 15 ára stúlka. Hún byrjaði að skera sig þegar hún var 13 ára og er með ör eftir skurði víða um líkamann. Halda áfram að lesa