Þetta samtal er tekið beint upp af einkamal.is, engu breytt, nema nöfnum, ekki einu sinni stafsetningu. Ég vissi að svona viðhorf væru við lýði en fólk sem flíkar þeim hefur haldið sig blessunarlega fjarri mér og það kemur hálfilla við mig að fá staðfestingu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Umræðan
Stokkhólmsheilkennið
Orðið „Stokkhólmsheilkennið“ er notað um tilhneigingu fórnarlamba mannræningja til að mynda tilfinningatengsl við drottnara sína og standa jafnvel með þeim. Það svosem ekkert annað en sláandi dæmi um meðvirkni, sami veikleiki og er að verki þegar fólk sættir sig við að búa við kúgun og frelsissviptingu af hendi fjölskyldumeðlima.
Píslarhetjan Saddam
Mér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu múslímar að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk. Halda áfram að lesa
Nú er hann dauður, dauður, trarallarallarara
Ég hef ekki snefil af samúð með Saddam Hussein, ekki heldur þótt hann hafi verið hengdur. Mín vegna má hann stikna í helvíti um eilífð. Það sem mér finnst athugavert við aftöku hans er hvorki það að hann eigi það ekki fullkomlega skilið að tapa lfítórunni né að mér finnist eitthvað óeðlilegra að menn leiki Gvuð í þessu tilviki en t.d. þegar þeir finna leið til að ráða niðurlögum sjúkdóms. Halda áfram að lesa
Biskupinn er brandari Gvuðs
Ég hef lengi haft ákveðnar efasemdir um dómgreind séra Karls Sigurbjörnssonar (titilinn „herra“ nota ég aðeins um þá sem ég ber virðingu fyrir) og undrast að maður sem svo greinilega vantar nokkrar blaðsíður í, skuli hafa valist til að gegna svo háu embætti. Halda áfram að lesa
Hversvegna beinar aðgerðir?
Vegna þess minn mæti, að meirihlutinn hefur ekki endilega rétt fyrir sér. Halda áfram að lesa
Það er hættulegt að eyða í sparnað
Þversagnir geta falið í sér mikinn sannleika. Klifun dagsins “eyddu í sparnað” virðist við fyrstu sýn vera þessháttar þversögn.
Eins og ég hef gaman af þversögnum í skáldskap, hef ég óbeit á auglýsingum sem hvetja fólk til að eyða í sparnað. Halda áfram að lesa
Fasismi dagsins
Ég er orðin hundleið á málfarsfastisum sem heimta að fólk eyði ómældum tíma í að læra flókin og forneskjuleg málkerfi í stað þess að sætta sig við eðlilega þróun tungumálsins.
Það er tímafrekt að vera Íslendingur í dag. Fyrir utan fulla vinnu þarf maður að horfa á 5-6 raunveruleikaþætti á viku, til að vera viðræðuhæfur um það sem er að gerast í samfélaginu. Svo þarf að fara í ræktina til að sporna gegn þeirri offitu sem eðlilega fylgir aukinni velmegun og framþróun í tækni og vísindum. Halda áfram að lesa
Er píkutalsaðferðin vísindaleg?
Ég veit ekki hver setti fram þá kenningu að klám hvetti til kynferðislegs ofbeldis en píkutal antiklámhunda drægi hins vegar úr því. Ég veit heldur ekki með hvaða rökum.
Ef nauðgarar ákveða að finna sér geðslegra áhugamál eftir að sjá alþingiskonur gera sér upp fullnægingu á sviði er það vel. Ef það heldur aftur af dónaköllum að heyra lítil börn lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir megi ekki dónast í þeim þá er sjálfsagt að nota þá aðferð. Halda áfram að lesa
Hvað er kynslóð?
Í nýlegri færslu skrifaði ég um kynslóð foreldra minna og kallaði hana “verðbólgukynslóðina”. Í sömu færslu talaði ég um að ég tilheyrði “firrtu kynslóðinni”, “kaldastríðskynslóðinni” og “diskókynslóðinni”. Halda áfram að lesa