Einhverntíma í síðustu viku heyrði ég (í fréttum RÚV) sagt frá könnun sem sýndi að mjög hátt hlutfall bandarískra telpna á grunnskólaaldri (mig minnir allt að 40% 10 ára stúlkna) töldu sig vera of feitar. Þetta hljómar skelfilega. Erum við virkilega búin að innræta börnum staðlaðar ímyndir um það hvernig fólk eigi að líta út, svo freklega að þau þjáist af óþarfa útlitskomplexum strax í grunnskóla? Á fréttinni var allavega ekkert annað að skilja. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Heilbrigðis- og velferðarmál
Styð forsjárhyggjuna
Ég reikna með að flestir vina minna og kunningja séu æfir yfir hugmyndinni um reyklaus veitingahús. Rökin sem ég hef heyrt fyrir því að leyfa fólki að blanda andúmsloft annarra með ýmum hættulegum og óþægilegum eiturefnum eru t.d. þeir sem reykja hljóta nú líka að hafa einhver réttindi, það er nóg af reyklausum stöðum, og fólk þarf ekki að fara inn á veitingahús eða ráða sig þar til vinnu frekar en það vill. Halda áfram að lesa
Fólksfækkun verður ekkert vandamál
Þótt offjölgun sé meira til umræðu hafa félagsfræðingar líka velt upp þeirri hugmynd að lægri fæðingatíðni muni leiða til þess að hlutfall vinnandi fólks miðað við börn og eldri borgara verði of lágt til að standa undir samfélaginu. Ein breytan er fólksfækkun, önnur sú að fólk lifir lengur og sjúklingar lifa sjúkdóma sína af. Sú þriðja er lengri æska, þ.e.a.s. auknar kröfur um menntun valda því að fólk fer seinna út á vinnumarkaðinn. Halda áfram að lesa
Heilbrigðisþjónusta á tölvutæku formi
Vinur minn varð svo óheppinn að veikjast alvarlega í nóvember. Til að byrja með gekk illa að greina sjúkdóminn og hann hefur því þurft að hitta marga lækna og fara í grilljón rannsóknir síðan. Það kostar auðvitað grilljón peninga og grilljón mínútur líka. Það er í sjálfu sér nógu slæmt hversu dýr sérfræðiþjónusta er en það sem mér blöskrar mest við reynslu félaga míns er það hversu litla þjónustu hann hefur í raun fengið fyrir alla þá peninga sem hann hefur þurft að punga út. Ef marka má reynslu hans er greinilegt að þrátt fyrir að læknar sendi öll gögn sín á milli, heyrir til undantekninga ef læknirinn er búinn að kynna sér sjúkrasöguna áður en sjúklingurinn mætir til hans og læknar virðast oft miklu þjálfaðri í því að sýna sjúklingnum samúð en að finna lausn á vandanum. Halda áfram að lesa
Sýróp með öllum mat?
Ég hef ánægju af mat, finnst gaman að elda og borða svo til allan mat og mikið af honum. Enginn á mínu heimili hefur átt við offituvandamál að etja, þrátt fyrir rjómasósur og steiktan fisk og ég hef talið það merki um skynsamlega samsetningu fæðisins, enda vissi ég ekki betur en að við neyttum fæðu úr öllum fæðuflokkum í nokkurnveginn réttum hlutföllum. Ég hef svosem aldrei talið hitaeiningar eða velt hlutföllum fjörefna sérstaklega fyrir mér, enda engin næringarvandamál hrjáð okkur –hélt ég. Halda áfram að lesa
Afnemum aumingjabætur
Hvernig stendur á því, að í öllum þeim loforðaflaumi sem vellur pólitíkusum vorum af vörum fram þessa dagana, heyrast ekki raddir þeirra sem ætla að leggja á það sérstaka áherslu að uppræta misnotkun á velferðarkerfinu okkar? Halda áfram að lesa
Er vímuleysi það eina sem skiptir máli?
Sonur minn er á 17. ári og hefur tekið sína gelgju út með því að hlusta á tónlist sem er mér ekki að skapi. Það finnst mér miklu betri kostur en að hann brjótist til sjálfstæðis með því að nota vímuefni og umgangast fólk sem ekki er til þess hæft að lífa í samfélagi manna. Því hef ég tekið því brosandi þegar hann fer á dauðarokktónleika í Hinu Húsinu. Hitt Húsið mun enda fylgja þeirri stefnu til hins ítrasta að banna vímuefnanotkun á staðnum enda er aldurstakmark á slíka tónleika 16 ára. Halda áfram að lesa
Reykurinn út af heimilinu og félagslífið með
Ég er nýflutt til Reykjavíkur eftir áralanga félagslega einangrun úti á landi hef ég síðustu vikurnar varið talsvert miklum tíma til að hitta gamla vini og kunningja. Ég verð vör við ákveðinn mun á því hvernig félagslegum samskiptum fólks er varið á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi en mér finnst einnig margt hafa breyst í þessum efnum á 10 árum. Það virðist t.d. vera orðið óviðeigandi höfuðborgarsvæðinu að banka upp á án þess að gera boð á undan sér og þegar ég hringi í vinkonur mínar og sting upp á því að þær komi við hjá mér og drekki með mér kaffibolla (án nokkurrra formlegheita) vill viðkomandi oftar en ekki hitta mig á kaffihúsi. Halda áfram að lesa