Sjúkdómsvæðingin

Fjórir af hverjum 10 þjást af geðsjúkdómum segja þeir. Samkvæmt þessu getum við reiknað með að 25 þingmenn séu geðveikir.

Ég hef löngum haldið því fram að ég sé sú eina í minni fjölskyldu sem nálgast það að vera normal og rennir þessi viðamikla könnun stoðum undir þá tilgátu að ef einhver er ekki eins og ég, þá bendi það til þess að eitthvað mikið sé að þeim sama. Halda áfram að lesa

Hæ, viltu gefa viltu gefa 600 kall til auglýsinga og 44 kr til rannsókna?

Mér finnst ömurlegt að heyra fullfrískt fólk sem býr við almenna velmegun lýsa því yfir að það hafi ekki efni á að styrkja líknarstarf og önnur góð málefni. Átakið ‘Karlmenn og krabbamein’ er gott málefni og á skilið fjárstuðning. Mig setti þó hljóða þegar ég sá að einungis 2,2 af þeim 50 milljónum sem söfnuðust í fyrra runnu til rannsókna og heilar 30 milljónir runnu til átaksins sjálfs.

Halda áfram að lesa

Hreyfing er ofmetin

Þrátt fyrir trúleysi mitt vil ég að lífið þjóni tilgangi. Ég veit betur, en til þess að líða vel, þarfnast ég þeirrar blekkingar að ég skipti máli. Þegar mér mistekst að viðhalda blekkingunni verð ég óhamingjusöm um tíma. Ef óhamingjan endist lengur en viku, bregst aldrei að einhver gefi mér óumbeðið heillaráð og alltaf er ráðið alltaf hið sama; ‘hreyfðu þig meira’. Semsagt, þegar manni finnst valið standa á milli þess að vera Martin Lúter King eða ganga fyrir björg til að hreinsa heiminn af einu ömurlegu múgmenni, þá er nú góð lausn að fara út að skokka. Halda áfram að lesa

Hvað merkir orðið velferðarkerfi?

Eftir umræðuna um atvinnuleysi á facebook í gærkvöld, get ég ekki orða bundist. Það er engu líkara en að fólk skilji ekki hvað orðið velferðarkerfi merkir. Þeir eru jafnvel til sem tala með fyrirlitningu um Norræna velferðarkerfið og benda á að það sé ekki hægt að reka velferðarkerfi nema mylja undir stóriðju. Á fb síðu Heiðu B. Heiðars tjáir sig fólk sem telur að vandi atvinnulausra geti fyrst og fremst skrifast á þá sem misnota bótakerfið.

Án þess að ég ætli neitt að gera lítið úr því álagi sem fylgir fjárhagserfiðleikum, þá snýst velferðarkerfi ekki bara um bætur og niðurgreiðslur. Velferðarkerfi snýst um að skapa þær aðstæður sem þarf til að fólki líði vel. Það krefst útgjalda en þegar upp er staðið sparar það peninga að hafa sem hæst hlutfall af heilbrigðu, virku og hamingjusömu fólki, þessvegna er velferðarkerfi ekki bara mannúðarmál, heldur líka hagkvæmt.

Langvarandi atvinnuleysi hefur ekki bara fjárhagserfiðleika í för með sér, það er langtum alvarlegra en svo. Þegar maður hefur á tilfinningunni að hann sé eingöngu byrði á samfélagi sínu, að enginn hafi þörf fyrir starfskrafta hans og að eini áhugi stjórnvalda á velferð hans snúi að því að halda í honum lífinu, er eðileg afleiðing af því, það sem kallast má lært hjálparleysi. Fólk verður framtakslaust, það missir metnað sinn, sjálfsmat þess verður neikvæðara. Endalaus frítími en engir peningar til að njóta hans á þann hátt sem markaðurinn segir að sé við hæfi og takmarkaður félagsskapur (því allir sem áður töldust jafningar þínir eru í fullri vinnu) auka svo enn á einmanaleikann og eymdina. Þetta ástand getur leitt til alvarlegs þunglyndis, sem aftur er ein af orsökum aukinnar óreglu og glæpastarfsemi.

Þegar stjórnvöld sjá fram á langvarandi atvinnu leysi er nauðsynlegt að koma á einhverskonar atvinnubótavinnu. Laun fyrir vinnu þurfa að vera hærri en atvinnuleysisbætur, jafnvel þótt það séu störf sem ekki eru bráðnauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi, vegna þess að fólk sér yfirleitt lítinn tilgang í því að vinna nema það skili því meiri lífsgæðum.

Það er enginn skortur á verkefnum sem einhver þyrfti helst að vinna. Fólk á sjúkrahúsum, elliheimilum, fangelsum og fleiri stofnunum yrði himinlifandi ef einhver kæmi til að sinna félagslegum þörfum þess nokkra klukkutíma á viku. Það hefði sáralítinn aukakostnað í för með sér.

Í ársbyrjun 2009 heyrðust hugmyndir um að atvinnulausir fengju ókeypis aðgang að ýmsum menningarviðburðum sem annars krefjast fjárútláta þegar mörg sæti væru hvort sem er laus. Hvað varð um þær hugmyndir? Það væri velferðarmál sem ekki krefðist stórra útgjalda.

Af hverju geta læknar ekki framvísað þunglyndum, feitum og bakveikum sundskírteini eða aðgangskorti að líkamsræktarstöð í stað lyfja? Það væri velferðarmál.

Af hverju viðgengst það að hús standi auð á sama tíma og hópar af duglegu en skítblönku fólki dreymir um að koma á pólitískri félags- og menningarmiðstöð fyrir almenning? Það er engin slík miðstöð í Reykjavík, Friðarhúsið kemst líklega næst því og margir hópar hafa fengið afnot af því fyrir ákveðin verkefni en það er þörf fyrir miðstöð sem er stöðugt opin og aðgengileg. Það væri velferðarmál að bjóða grasrótarhreyfingum afnot af húsum sem standa auð.

Ókeypis strætóferðir fyrir þá sem ekki eiga bíl væru líka bæði umhverfis- og velferðarmál.

Það er eitt af sjúkdómseinkennum frjálshyggjunnar að hugsa velferðarmál fyrst og fremst út frá krónutölu og hvað stóriðjulausnina varðar, bendi ég á að Danir eiga engar auðlindir en halda samt uppi velferðarkerfi sem stendur hinu íslenska mun framar.

Næsta mánudag drepa íslenskir læknar 3 börn af þægindaástæðum

Þrátt fyrir almenna þekkingu á því hvernig börn verða til og gott aðgengi að getnaðarvörnum, flykkjast íslenskar konur í fóstureyðingu sem aldrei fyrr. Á Íslandi eru framdar meira en 900 fóstureyðingar árlega. Árið 2008 var 955 fósturm eytt eða 3-4 hvern virkan vikudag. Um 16% allra fóstra eru þannig fjarlægð úr móðurkviði oftast án þess að nein ástæða sé til að ætla annað en að þau séu heilbrigð og eigi góða möguleika á að lifa eðlilegu lífi. Hæst er hlutfall þeirra kvenna sem fara í slíka aðgerð á aldrinum 20-30 ára. Stöku sinnum er fóstri eytt af því að heilsu hennar er hætta búin og í örfáum tilvikum hefur konan orðið ólétt við nauðgun. Í um 97% tilvika er það þó af ‘félagslegum ástæðum’ sem verðandi mæður óska eftir því að fóstrið sé fjarlægt.

Halda áfram að lesa

Bráðaofnæmi – minn rass!

Bráðaofnæmi hvað? Hvað með ilmefni, skinnfatnað og annað sem einhver gæti hugsanlega haft bráðaofnæmi fyrir? Ef þetta snerist raunverulega um hættuna á bráðaofnæmi, hefði verið lítið mál að hengja upp tilkynningu með aðvörun. Það er augljóslega einhver önnur ástæða að baki þessari afskiptasemi heilbrigðiseftirlitsins. Hugsanlega bara hreinlætisfasismi. Í mörgum borgum Evrópu getur fólk tekið hunda með sér inn á krár og ýmsa staði þar sem hundar eru ekki umbornir á Íslandi, og ekki hef ég trú á að bráðaofnæmi gegn hundum sé neitt algengara hér en annarsstaðar. Halda áfram að lesa