Sveltandi Íslendingar?

Myndin sem fylgdi frétt DV sýnir svanga Íslendinga í matarleit

Það er ömurlegt að samfélagsumræðan skuli vera á því plani að ef maður ætlar að gagnrýna vafasama meðferð gagna og túlkanir á þeim, skuli maður alltaf þurfa að taka fram að maður sé ekki að lýsa yfir hatri á einhverjum minnihlutahóp eða halda því fram að allt sé í himnalagi og allir búi við réttlæti. Ég tek því strax fram að ég efast ekki um að fátækt sé vandamál á Íslandi.

Engu að síður er þessi fréttaflutningur dæmi um arfavonda blaðamennsku. Þessi alþjóðlega könnun leiðir í ljós að 16000 Íslendingar telja sig ekki hafa nógu gott atlæti. Hún leiðir ekki í ljós að 16000 Íslendingar séu vannærðir. Sýnið mér nokkur hundruð Íslendinga sem eru undir kjörþyngd án þess að það skýrist af einbeittum megrunarvilja áður en þið segið mér að 5% þjóðarinnar búi við hungur.

Ég er ekki að segja að það hafi aldrei gerst á Íslandi á síðustu áratugum að einhver hafi dáið úr hungri en ég leyfi mér að fullyrða í þeim tilvikum eru fleiri breytur sem spila inn í, svosem óregla, heilabilun eða átröskun.

Uppfært: Efasemdir mínar um að hungursneyð ríki á Íslandi hafa vakið hörð viðbrögð.

Bent hefur verið á að margir nái ekki framfleyta sér án aðstoðar hjálparstofnana. En fréttin snerist bara ekkert um það hvort fólk þyrfti eða fengi aðstoð, heldur hvort það fengi nóg að borða. Fólk sem fær úthlutanir frá hjálparstofnunum er ekki sveltandi.  Ég er auðvitað ekki að segja að það sé viðunandi ástand, heldur er ég að efast um að 5% Íslendinga lifi undir hungurmörkum.

Aðrir hafa bent á rýrun kaupmáttar en það var heldur ekki umfjöllunarefnið heldur það hvort fólk fengi nóg að borða. Sá sem fær ekki nóg að borða grennist. Ef 5% þjóðarinnar væru að horfalla þá hlyti heilbrigðisþjónustan að hafa orðið þess vör. Mér finnst þessvegna líklegt að margir þeirra sem segjast ekki fá nóg að borða, eigi við að þeir fái ekki þann mat sem þeir vildu borða, frekar en að þeir séu sveltandi.

Hér má sjá hlutfall vannærðra í ýmsum löndum. Ekki er getið um neina vannæringu á Ísland á listanum en sem dæmi um lönd þar sem 5% þjóðarinnar eru vannærð má nefna Chile, Azerbaijan, Ghana, Egyðpaland o.fl.

Væri ekki nær að skoða þau fjölmörgu vandamál sem eru raunveruleg afleiðing fátæktar á Íslandi og sleppa þessu hungurklámi? Eða halda menn að það bæti eitthvað að ýkja vandann?

 

Eru sex máltíðir á dag töfratrix?

Önnur kenning sem ég hef margrekist á síðustu daga er sú að til þess að grennast sé best að borða oft og lítið í einu. Sex litlar máltíðir á dag, frekar en þrjár stórar. Sjálf borða ég 10 -12 sinnum á dag svona venjulega, (ég borða t.d. ávexti yfirleitt í þremur áföngum) en ef mér finnst ég orðin of feit borða ég ekki nema 3-4 sinnum. Sleppi semsagt kexi, nammi og ávöxtum nema þeir séu hluti af máltíð. Ég lofa því ekki að það virki til þess að léttast mikið en 1-2 kíló fjúka nokkuð auðveldlega með því að borða sjaldnar og sleppa sósum. Halda áfram að lesa

Heilbrigðisbull

Voðalega leiðist mér þessi þvæla.

1. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt. Ef þú finnur ekki hjá þér þörf fyrir morgunmat, slepptu honum þá bara. Taktu með þér nesti ef þú þekkir sjálfan þig að því að troða kleinuhring eða hverju sem tönn á festir í andlitið á þér um leið og þú finnur til hungurs. Halda áfram að lesa

Ríkisreknar hófsemdarbúðir?

Þetta er alveg ágætt framtak hjá Krónunni en því miður er það nú svo að nánast allar tilraunir til að stjórna neyslu almennings fara út um þúfur. Þeir sem innleiddu „nammidaga“ ætluðust til að fólk sleppti sælgætisáti hina dagana. Í staðinn varð laugardagsnammið að viðbót. Fínt að hafa þessi viðmið en ég efast um að þeir sem hingað til hafa rétt börnum sínum 400 gramma nammipoka með morgunsjónvarpinu séu neitt líklegir til að segja þeim að núna fái litla systir sem er fimm ára bara átta mola en stóri bróðir sem er átta ára fái þrjá til viðbótar. Halda áfram að lesa

Af hverju er það ekki sjúklegt?

Þegar ég var 12 ára fór ég í megrun. Ég var í heimavistarskóla og þekkti sjálfa mig nógu vel til þess að vita að ég myndi ekki standa við nein áform um að fá mér bara einu sinni á diskinn eða sleppa sósunni. Ég er gefin fyrir róttækar aðgerðir og mín lausn varð sú að sleppa því bara algjörlega að borða. Ég komst upp með það í tvo daga. Þá kom skólastjórinn til mín og spurði hvort ég væri veik. Hann var ósköp almennilegur en gerði mér grein fyrir því að hvort sem ég væri of feit eða ekki, liti hann á það sem merki um veikindi ef barn fengist ekki til að nærast og hann myndi því neyðast til að biðja foreldra mína að koma mér undir læknishendur ef ég borðaði ekki. Halda áfram að lesa