Það sem mér finnst athyglisverðast við nýju dauðasyndirnar er að það er í raun engin þörf fyrir þær. Þótt ég hafi almennt litlar mætur á kirkjulegu valdi, má Gregorius gamli páfi (eða var það ekki hann sem kom dauðasyndunum í tísku á 6. öld?) þó eiga það að hann náði að dekka nánast allt sem gerir mannskepnuna ógeðfellda með rexinu um dauðasyndirnar. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Tittlingaskítur
Kunnugleg andlit allsstaðar. Á vissan hátt er það notalegt. You wanna be where everybody knows your name. Aðallega er það þó sorglegt. Kannski 100 hræður, max, og ég þekki allavega 75 í sjón. Sumir eru í Félaginu Ísland-Palestína, sumir í Amnesty, fólk úr samtökum hernaðarandstæðinga, virkasta liðið frá Saving Iceland, kjarninn úr menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, nokkur vinstrigræn andlit sem ég þekki ekki úr neinni þessara hreyfinga en eru þá áreiðanlega í einhverjum friðar- eða náttúruverndarsamtökum sem ég hef ekki unnið með.
Útifundur vegna skálmaldarinnar á Gaza
Stöðvum fjöldamorðin
Rjúfum umsátrið um Gaza
Útifundur á Lækjartorgi, miðvikudaginn 5. mars, 12:15
Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd.
Kröfur dagsins eru: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza.
Ræðumenn verða Katrín Fjeldsted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína. Halda áfram að lesa
Álög
Enskumælandi fólk býr til peninga. Íslenskan nær hinsvegar ekki yfir þá hugmynd. Íslendingar þéna peninga með þjónustu, afla fjár með líkamsafli sínu, eða græða fé á sama hátt og skóga, með því að sá og uppskera. Hugmyndin um uppskeru án útsæðis, erfiðis og þjónkunar við aðra er einfaldlega ekki til í málinu. Þegar Íslendingurinn er kominn með þóknunina, aflann eða gróðann í hendurnar, tekur hann til við að eyða honum. Jafnvel að sóa honum. Íslendingar verja ekki fjármunum til daglegra þarfa eða nota þá, heldur eyða þeim.
Orð síast inn í undirvitundina, móta hugmyndir okkar um veruleikann og gera okkur að því sem við erum. Ég hef þénað, grætt og aflað, oftast minna en mig langar til að eyða. Sennilega er hrifning mín á orðsifjafræði stóra ástæðan fyrir því hve sjaldan mér hefur tekist að búa til peninga úr engu og verja þeim til að búa til ennþá fleiri peninga.
Allt er í heiminum táknrænt. Það þurfti reyndar nokkuð leiðinlegt óhapp til að ég áttaði mig á þessu en það var mjög heppilegt óhapp því nú er ég búin að finna út hvað ég þarf að gera til að verða ósiðlega rík (á íslenskan mælikvarða).
Ef ég neita að tala íslensku næst þegar við hittumst, þá er ég líklega að endurforsníða harða diskinn í hausnum á mér. Ég er ansi hrædd um að quick format virki ekki.
Borgarahreyfingin er fyrirlitlegt flokkskerfisskrípi og máttlaust í þokkabót
![]() |
Borgarahreyfingin býður fram |
Borgarahreyfingin er ekki nýtt stjórnmálaafl. Borgarahreyfingin er gamalt, þreytt, ónýtt stjórnmálaafl, semsagt hefðbundinn flokkur. Hún er þó sýnu fyrirlitlegri en aðrir flokkar að því leyti að hún hafði ekki einu sinni döngun til að móta sína eigin stefnu. Halda áfram að lesa |
Gömlu húsin við Laugaveg
Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir hefur mig ekki klæjað neitt sérstaklega í pólitíkina undanfarið. Ég hef þessa undarlegu tilhneigingu til að sofna yfir því sem öðrum finnst spennandi. Halda áfram að lesa
Til heiðurs Bobby Fisher
Ég hebbði nú haldið að tilgangurinn með því að hola einhverjum niður á Þingvöllum væri sá að heiðra minningu manns sem hefur lagt eitthvað sérlega markvert til íslenskrar menningar. Það er allavega þessvegna sem Einar og Jónas voru grafnir þar. Þeir voru þjóðskáld. Halda áfram að lesa
Ráð gegn ruslpósti
Ég kann ráð gegn ruslpósti. Almenningur sameinist um að safna öllum ruslpósti sem berst inn á heimilin í einn mánuð og sturta honum fyrir framan dyrnar hjá því fyrirtæki sem hefur sent mest af rusli. Næsta mánuð er svo annað fyrirtæki valið. Halda áfram að lesa
Dööö!
Af hverju er það stórfrétt að hlutfallslega færri Pólverjar en Íslendingar hafi fengið á sig kærur en hinsvegar ekki minnst orði á að Litháar og Bretar séu samkvæmt þessari könnun mun meiri glæpahundar en landinn? Hverjir frömdu alvarlegu glæpina og skiptir það í raun einhverju máli? Hvaða kjána dettur í hug að fjöldi ákærðra í svona litlu samfélagi segi eitthvað um glæpahneigð eftir þjóðerni? Halda menn t.d. að Bretar séu líklegri til að fremja morð en Íslendingar eða gæti þetta háa hlutfall glæpabreta kannski staðið í einhverju sambandi við þá staðreynd að langflestir þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum umhverfissinna í sumar (og voru sumir hverjir kærðir fyrir það eitt að dansa á Snorrabrautinni) voru Bretar?
Ég hef enga trú á því að Pólverjar séu löghlýðnari en Bretar en kannski halda þeir sem tóku að sér að setja fram og túlka niðurstöður þessarar einkar óvísindalegu rannsóknar að þeir séu að gera Pólverjum einhvern sérstakan greiða. Sennilega standa líkurnar á því að fólk brjóti af sér bara ekki í neinu sambandi við þjóðerni.
Smámál
Það er fullt sem skiptir svosem ekki nógu miklu máli til að ég sendi erindi út um allan bæ en mér finnst samt voða asnalegt að vita ekki. Til dæmis langar mig að vita hversvegna ferðamenn geta fengið vaskinn endurgreiddan en ekki ég? Halda áfram að lesa