Gullkorn listamannsins

Ef maður syngur á íslensku tekur fólk meira eftir textanum. Og það er mjög erfitt fyrir mig að segja eitthvað af viti svo mér finnst auðveldara að bulla bara eitthvað á ensku.

Eitthvað í þessa veruna sagði einn af Nilfisk strákunum í sjónvarpinu rétt í þessu.

Það þarf nú venjulega töluvert til að gera mig kjaftstopp en hafi þetta átt að vera kaldhæðni þá hitti hún ekki í mark því það var einmitt ekkert vit í textanum.

Ég er annars þó nokkuð hrifin af stöðnun. Finnst öll þessi frumlega tónlist álíka skemmtileg og ryksuga.

Slugsar í HÍ

images-3Í Mogganum í gær, færir Eiríkur Steingrímsson m.a. þau rök fyrir því að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands, að margir nemendur slugsi í náminu og mæti illa í tíma.

Nú leikur mér forvitni á því hvort slugsaháttur nemenda í háskólum sem leggja skólagjöld á stúdenta hefur verið rannsakaður, og ef svo er, hvort skólagjöld séu trygging gegn slíkri hegðun.

Lífsstíllinn

píslargangaDálítið undarlegt að kalla gönguferð á fögrum stað í góðu veðri, með hressingu í lokin, píslargöngu. Maður fær svona á tilfinninguna að menn hafi ekki alveg áttað sig á merkingu orðsins.

Reyndar lýkur víst göngunni með því að þátttakendur þurfa að hlusta á lestur úr skáldskaparhroða þeim er kallast Passíusálmar. E.t.v. á það að réttlæta nafngiftina á þessum labbitúr.

Já og eitt enn varðandi þessa frétt af píslargöngunni; margir hafa gert hana að „lífsstíl“, segir í blaðinu.

Mér hefur nú þótt orðið lífsstíll full mikið notað að undanförnu en þó tekur nú steininn úr þegar árleg gönguferð er flokkuð sem lífsstíll. Sennilega „lífsstíll aðila af þessari stærðargráðu“.

Allt bókfært í kerfinu

Ég hef óbeit á stöðumælasektum, enda er það argasta guðlast gagnvart honum Mammoni mínum að kalla yfir sig slíkan ófögnuð. Þó gerðist ég nýverið sek um slíkt guðlast og hef nú, auk friðþægingarfórnar til Mammons, greitt sekt mína innheimtumönnum bílastæðasjóðs.

Sektina borgaði ég í heimabankanum en sá þá mér til furðu að dagsetningin á greiðsluseðlinum stemmdi ekki við dagsetninguna á handskrifaða miðanum. Halda áfram að lesa

Tungl

Magnaðasta tungl ársins.

Fórum út og horfðum á það gyllt og gríðarstórt, snerta sjóndeildarhringinn og hoppa upp á himininn aftur.

Fyrr í dag fór ég með Byltinguna upp í Heiðmörk svo hann gæt bætt fyrir galdurinn sem verðir laganna klúðruðu fyrir honum síðustu nótt.

Söguleg fermingarveisla í millitíðinni.
Þetta var góður dagur.