Lífsstíllinn

píslargangaDálítið undarlegt að kalla gönguferð á fögrum stað í góðu veðri, með hressingu í lokin, píslargöngu. Maður fær svona á tilfinninguna að menn hafi ekki alveg áttað sig á merkingu orðsins.

Reyndar lýkur víst göngunni með því að þátttakendur þurfa að hlusta á lestur úr skáldskaparhroða þeim er kallast Passíusálmar. E.t.v. á það að réttlæta nafngiftina á þessum labbitúr.

Já og eitt enn varðandi þessa frétt af píslargöngunni; margir hafa gert hana að „lífsstíl“, segir í blaðinu.

Mér hefur nú þótt orðið lífsstíll full mikið notað að undanförnu en þó tekur nú steininn úr þegar árleg gönguferð er flokkuð sem lífsstíll. Sennilega „lífsstíll aðila af þessari stærðargráðu“.