Að gæsast

gæsÉg get ekki gert upp við mig hvort mér finnst hroðalegra, nafnorðið „gæsun“ eða sögnin „að gæsa“. Það liggur í orðanna hljóðan að með slíkum athöfnum sé verið að gera einhverja að gæs – ekki beint viðeigandi rétt fyrir brúðkaup. Fyrir utan að „gæsaðar“ konur eru iðulega gagnkynhneigaðar og færi því betur á að karlmenn tækju að sér að „gæsa“ þær.

Orðskrípin „steggjun“ og „að steggja“ snerta svosem ekki hjartans hörpustrengi heldur en þó finnst mér einhvernveginn skárra að kalla karlmann stegg en konu gæs. Mín kynslóð ólst upp við þá hugmynd að það væri fremur jákvætt að vera steggur. Orðið gæs var hinsvegar notað um stúlkur sem voru lítt vandar að virðingu sinni í vali á bólfélögum og átti það jafnt við um fjölda og mannvirðingu þeirra sem þær hleyptu uppí til sín.

Merking orða breytist í tímans rás og kannski gæti ég vanist því að kalla konur sem ég kann vel við gæsir. Ég mun hinsvegar aldrei fella mig við „að gæsa“ konu eða taka þátt í gæsun. Vinkonur mínar verða sjálfar að bera ábyrgð á því ef þær gerast gæsir, eða láta gæsast.

Hvað sem því líður vil ég endilega láta beygja þessa sögn þannig:
gæsa -gæsti -gæst.

Vondar hugmyndir

Þegar fólk spyr „hvernig datt þér þetta í hug?“ í aðdáunartón, verður manni fátt um svör. Góðar hugmyndir standa nefnilega oftast í rökréttu samhengi við það sem á undan er gengið. Oft gæti það ært óstöðugan að brjóta allar forsendur til mergjar og það er sjálfu sér ekkert dularfullt við góðar hugmyndir. Halda áfram að lesa

Víst beita þeir valdi

logganVar það í Mogganum í gær eða fyrradag sem lögreglan birti yfirlýsingu um óánægju með einhliða umfjöllun fjölmiðla um framgöngu laganna varða austur á Kárahnjúkasvæðinu?
Í yfirlýsingunni kemur fram að valdbeiting geti reynst óhjákvæmileg en lögreglan beiti ekki valdi að nauðsynjalausu.

Sorrý löggimann en það eru bara til myndir sem sýna dæmi um vinnubrögðin ykkar. Við höfum séð myndir af því þegar lögreglan ræðst inn í tjöld á landi í almenningseign og dregur friðsamt fjölskyldufólk út með ofbeldi. Við höfum séð mynd af því þegar nautið hann Óskar Bjartmarz ræðst á, ekki mótmælanda, heldur myndatökumann sjónvarps. Að vísu eru ekki margar myndir til, því lögreglan hefur þá venju að handtaka fyrst myndatökufólk, en ekki þá sem taka þátt í beinum aðgerðum.

Ég efast ekki um að flest starfsfólk lögreglunnar er ósköp almennilegt fólk en innan um er einn og einn vitleysingur á páerflippi og því miður þá virðast þeir stundum veljast til þess að stjórna starfi lögreglunnar. Eða kannski er það kerfið sjálft sem er rotið?

Fólk er fífl

Í gær fór ég til Tanngarðs. Þurfti að bíða og fletti kjeeellingablaði á meðan. Rakst á grein þar sem því er haldið fram að ekkert sé athugavert við það þótt fólk gefi sig á vald kynferðislegum fantasíum um aðra en maka sína. Þetta sé „saklaust“, jafnvel hollt fyrir sambandið, enda standi ekki til að láta draumana rætast.

Mikið leiðist mér svona hræsni og sjálfsblekking. Ætli greinarhöfundur myndi ráðleggja barnaperrum að „leyfa sér að dreyma“ af því að það sé allt annað en að framkvæma? Nei ætli það. Hugsun er auðvitað ekki það sama og gjörð en hugsun er til alls fyrst.

Þetta er ósköp einfalt. Þegar maður veltir sér upp úr tilteknum hugsunum aukast líkurnar á því að maður taki næsta skref. Það skiptir engu hvort það er draumur um að fara í sumarfrí, gerast verðbréfasali eða stunda kynlíf, endurtekin hugsun breytir viðhorfum manns. Annað hvort álítur maður framhjáhald ásættanlegt eða þá að maður forðast bæði aðstæður og hugrenningar sem hvetja til þess. Þ.e.a.s. ef maður hefur döngun í sér til að horfast í augu við veruleikann.

Ástarbréf

Elskan. Það krefst meira hugrekkis að halda vöku sinni meðan aðrir í höllinni sofa en að stinga sig á snældu þegar einhver heimtar það.

Ég veit hvað brennur mest á þér í augnablikinu og satt að segja hef ég dálítið gaman af að pína þig með því að vekja spurningar en svara þeim ekki. Eins og ég sagði mun ég segja þér satt ef þú spyrð. Ég hef ekkert að vinna en heldur engu að tapa því þeir sem skipta mig máli munu ekki kippa sér upp við svarið og þeir sem kippa sér upp við það skipta mig ekki máli. Halda áfram að lesa

Forðið okkur háska frá

illvirkjunÞótt þrívíddardrullusokkarnir í stjórn Landsvirkjunar hafi nú þegar, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, unnið hálendi Íslands óbætanlegan skaða er ennþá hægt að afstýra miklum voða.

Ekki fylla lónið!

Auðvitað er grautfúlt að hafa lagt svona mikið fé og vinnu í framkvæmdir og ljúka þeim svo ekki, en það hlýtur samt að vera skárra að viðurkenna mistök sín á þessu stigi en að þurfa að svara fyrir þau þegar stíflan brestur.