Víst beita þeir valdi

logganVar það í Mogganum í gær eða fyrradag sem lögreglan birti yfirlýsingu um óánægju með einhliða umfjöllun fjölmiðla um framgöngu laganna varða austur á Kárahnjúkasvæðinu?
Í yfirlýsingunni kemur fram að valdbeiting geti reynst óhjákvæmileg en lögreglan beiti ekki valdi að nauðsynjalausu.

Sorrý löggimann en það eru bara til myndir sem sýna dæmi um vinnubrögðin ykkar. Við höfum séð myndir af því þegar lögreglan ræðst inn í tjöld á landi í almenningseign og dregur friðsamt fjölskyldufólk út með ofbeldi. Við höfum séð mynd af því þegar nautið hann Óskar Bjartmarz ræðst á, ekki mótmælanda, heldur myndatökumann sjónvarps. Að vísu eru ekki margar myndir til, því lögreglan hefur þá venju að handtaka fyrst myndatökufólk, en ekki þá sem taka þátt í beinum aðgerðum.

Ég efast ekki um að flest starfsfólk lögreglunnar er ósköp almennilegt fólk en innan um er einn og einn vitleysingur á páerflippi og því miður þá virðast þeir stundum veljast til þess að stjórna starfi lögreglunnar. Eða kannski er það kerfið sjálft sem er rotið?