Birta: Mér lýst ekkert á þetta! Ég vil að þú hendir þessum helvítis síma í sjóinn.
Eva: Hættu þessari vitleysu.
Birta: Vitleysu! Hann var m.a.s. búinn að eiga við hann áður.
Eva: Hann hlóð símann fyrir okkur, svo við gætum notað hann strax. Og teiknaði á hann hjarta. Ég myndi nú bara kalla það ósköp sakleysislega umhyggju. Halda áfram að lesa
Ein lítil lexía
Einhverntíma ræddum við Anna möguleikann á því að bjóða upp á aflúðunarnámskeið fyrir alla þessa góðu, greindu og skemmtilegu menn, sem sakir lúðleika síns eru ófærir um að kveikja frygðarbál í kvenmannskauti. Í alvöru talað, það er ekki nóg að vera klár og skemmtilegur. Hvort sem maðurinn er illileg Önnutýpa eða fermingardrengur að mínum smekk er vesældarlegur líkamsburður, hárbrúskar út úr nösum, illa hirt hár og tennur og sniðlaus fatnaður bara fullkomið turnoff.
Þar sem umræddir menn hafa iðulega óraunhæfar hugmyndir um eigin ómótstæðileik, og ganga aukinheldur með þá flugu í kollinum að konur sem aldrei hafa sýnt þess nokkur merki að hafa áhuga á þeim, séu frávita af ást og losta í garð þeirra, gerum við okkur ekki neina von um að aðsókn yrði næg til að svara kostnaði.
Þetta er náttúrulega fötlun.
Það er samt eitt sem ég verð, ritræpu minnar vegna að koma á framfæri, þótt ég reikni ekki með að þeir taki það til sín sem eiga það (ég álít ekki heldur að Hálslón verði tæmt aftur þótt ég finni mig knúna til að krefjast þess).
Aldrei, aldrei, aldrei, fálma másandi í klofið á konu. Það virkar EKKI.
Jæja
Sá ótrúverðugi atburður hefur nú átt sér stað að ég hef kynnst manni sem slær sjálfri mér út í túlkunargleði.
Vítasukk
Ég er að hugsa um að setja á markað vítamínbætt súkkulaði. Auglýsingin gæti hljóðað svo:
Hollur morgunverður er nauðsynlegur í leik og starfi. Gefið börnunum bragðgóðan morgunverð. Vítasukk, næringarríkasta morgunsúkkulaði á markaðnum.
Svo má bæta um betur með karamellukvöldverði. Endanlegt markmið er að tryggja að aldrei fari neitt sem ekki inniheldur hvítan sykur og harða fitu í gegnum metlingarveg barna.
Manntafl
Ljúflingur: Má ég vera hjá þér?
-Auðvitað. Er eitthvað að?
Ljúflingur: Nei. Ég var bara einmana.
-Nú? er alkóhólik bits að halda laugardaginn hátíðlegan?
Ljúflingur: Hættu þessum hnýtingum. Hnýttu mig frekar niður og ríddu mér eða eitthvað.
-Nei elskan mín.
Ljúflingur: Ég veit þig langar.
-Það getur vel verið en ég fæ meira kikk út úr því að kvelja þig andlega. Halda áfram að lesa
Heiðurinn og gleðin
Ég hef engan áhuga á íþróttum en mig svíður í réttlætiskenndina þegar fólki er mismunað vegna kynferðis síns. Sjaldan hefur reynt jafn mikið á blöskurspan mitt og þegar ég heyrði stjórnarmann KSÍ lýsa því yfir í Kastljósinu að stelpurnar ættu nú bara að gera sig ánægðar með heiðurinn af því að fá að spila fyrir landsliðið. Af hverju í ósköpunum eru strákarnir þá ekki á sömu kjörum og fá greitt í heiðri og leikgleði?
Ég sá ekki þessa færslu fyrr en í dag. Finnst hún þess virði að lesa hana.
Gegn gegn-göngum
Ég verð að játa að mér finnst ólíklegt að það þjóni tilgangi að ganga gegn ofbeldi, slysum og öðru sem hvorki yfirvöld né almenningur hafa lagt blessun sína yfir. Kröfugöngur og mótmælaaðgerðir beinast yfirleitt að stofnunum og stjórnvöldum sem eiga völd sín undir velþóknun kjósenda eða fyrirtækjum sem eru háð neytandandum. Slíkar aðgerðir hafa þó minni áhrif en ætla mætti. Halda áfram að lesa
