Sannleikann eða kontór?

Þelamerkurskóli. Það var ágætur tími. Mér leið vel í skólanum. Eða allavega skár en heima hjá mér. Ég átti ekki nána vini en ég hafði félagsskap og naut þess.

Við tuskuðumst og keluðum, spiluðum hjónasæng og kossaspil. Fórum í kjánalega leiki eins og 5 mínútur undir sænginni og sannleikann eða kontór (sem var ekki kaupfélagskontórinn). Halda áfram að lesa

Sannleikann eða kontór?

Þelamerkurskóli. Það var ágætur tími. Mér leið vel í skólanum. Eða allavega skár en heima hjá mér. Ég átti ekki nána vini en ég hafði félagsskap og naut þess.

Við tuskuðumst og keluðum, spiluðum hjónasæng og kossaspil. Fórum í kjánalega leiki eins og 5 mínútur undir sænginni og sannleikann eða kontór (sem var ekki kaupfélagskontórinn). Halda áfram að lesa

Tilgangur lífins

Ekki svo að skilja að mér finnist tilgangur nauðsynlegur. Ég geri fullt af hlutum sem ekki þjóna sérstökum tilgangi en finn aldrei hjá mér neina hvöt til að leggjast í þunglyndi yfir tilgangsleysi þeirra. Stundum naga ég neglurnar. Stundum klára ég að lesa bók sem mér finnst ekkert áhugaverð þótt ég hafi nóg þarfara að gera. Stundum helli ég mér kaffi í bolla en drekk það svo ekki. Stundum skrifa ég bloggfærslu sem ég birti ekki.

Utangarðs

Merkilegir hugmyndakokteilar sem verða til í hausnum á manni í einhverju meðvitundarleysi.

Keli gaf mér alla fyrstu seríuna af þeim snilldarsjónvarpsþáttum „Six Feet Under“ í afmælisgjöf og nú er ég loksins búin að gefa mér tíma til að sjá þá. Þeir sýna líf fjölskyldu sem rekur útfarastofu svo dauði og greftrun koma heilmikið við sögu. Halda áfram að lesa

Utangarðs

Merkilegir hugmyndakokteilar sem verða til í hausnum á manni í einhverju meðvitundarleysi.

Keli gaf mér alla fyrstu seríuna af þeim snilldarsjónvarpsþáttum „Six Feet Under“ í afmælisgjöf og nú er ég loksins búin að gefa mér tíma til að sjá þá. Þeir sýna líf fjölskyldu sem rekur útfarastofu svo dauði og greftrun koma heilmikið við sögu. Halda áfram að lesa

Þingmenn eru líka fólk

Í Kastljóssþætti gærdagsins tók Jónína Bjartmartz Helga Seljan í nefið fyri óvandaðan fréttaflutning sem virðist ekki eiga við nein rök að styðjast. Helgi reyndi að klóra í bakkann með því að fá hana til að „viðurkenna“ að hún hefði leiðbeint tengdadóttur sinni. Óttalega var það nú vesæl nauðvörn.

Hvað með það þótt Jónína hafi gefið góð ráð? Er það bannað? Er það ósiðlegt? Mér þætti það hverri tengdamóður til vansa að neita að leiðbeina flóttamanni um refilstigu kerfisins og reyndar tel ég það siðferðilega skyldu hvers mannréttindasinna sem hefur til þess tök og þekkingu.

Ég trúi því ekki að nokkur góðgjörn manneskja leggi það að jöfnu við siðspillingu að sýna venslafólki samstöðu. Alþingismenn eiga alveg sama rétt á því og annað fólk að styðja sína nánustu svo framarlega sem þeir misnota ekki aðstöðu sína. Það væri að tala um þetta sem spillingarmál ef Jónína sæti ennþá í allsherjarnefnd en svo er ekki. Það væri líka hægt að flokka þetta sem spillingu ef nefndin hefði veitt stúlkunni ríkisborgararétt af einskærri greiðasemi við Jónínu og þá væru það meðlimir nefndarinnar sem væru sekir um spillingu.

Helgi Seljan kom illa út úr þessu viðtali. Hann átti það skilið.