Vinur hans hringdi. Ég held að samtalið hafi snúist um bíla og annað strákadót en þótt ég sæti í sama herbergi gæti ég ekki fyrir mitt litla líf rifjað það upp. Það eina sem fangaði athygli mína var þessi stutti bútur:
Halda áfram að lesa
Á réttum tíma
Þegar maður hættir að hafa áhyggjur af því að hlutirnir gerist annaðhvort of hratt eða of hægt, gerist allt á hæfilegum hraða.
Lofthræðsla
Ég hef aldrei séð þyrlu í návígi áður. Hvað þá stjórnbúnaðinn. Þetta eru varla færri en 60 takkar og mælar. Ég þorna upp í kokinu bara af því að horfa á þá. Trúi ekki því sem ég veit, að þessir hrærivélarspaðar geti lyft svona stóru tæki upp í háloftin. Eðlisfræðin er mun ótrúverðugri en galdur. Halda áfram að lesa
Mús
-Ég man sjaldan drauma en mig dreymdi mús í nótt, sagði hann. Ég fékk snöggan sting í hjartað, slíkur draumur hlaut að hafa merkingu en hún gat verið tvíræð.
-Varstu hræddur við hana? spurði ég.
-Nei, alls ekki. Hún var lítil og sæt og kúrði í hreiðri, sagði hann. Halda áfram að lesa
Allt í lagi
Í fyrradag reiknaði ég fastlega með að vera orðin geðdeildarmatur um helgina. Í dag er allt í lagi. Samt er ég ekkert „hætt þessari vitleysu“ og búin að finna mér fallegan fávita til að sódómast með. Það er alveg með ólíkindum hvað manni gengur miklu betur að glíma við geðbólgur ef maður á kærasta sem hegðar sér ekki eins og fáviti. Halda áfram að lesa
Handa Braga
Þetta kvæði orti ég við lag sem vinur minn samdi þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Það er samið við lag eftir Björn Margeir Sigurjónsson
Út yfir gröf og dauða
-Geturðu talað við dáið fólk? spurði stúlkan áhugasöm.
-Ég nenni nú ekki einu sinni að tala við lifandi fólk. Af hverju ætti ég að vilja tala við þá sem eru dánir? sagði ég.
-Bara til að gá hvað þeir segja, sagði hún. Halda áfram að lesa