Löggæsluenglar?

Lögreglan þarf að færa rök fyrir því hversvegna þessir vítisenglar sem voru boðnir í partý á Íslandi en meinað að mæta eru taldir „ógn við þjóðaröryggi og grundvallarreglu“. Eru þessir menn eftirlýstir? Hefur lögreglan rökstuddan grun um að þeir hafi í hyggju að stunda glæpastarfsemi hér á landi? Hvaðan kemur sú hugmynd að fólk sem kemur hingað á vegum samtaka til að taka þátt í skemmtun sé þar með að reyna að festa rætur hér?

Heyrst hefur margt ljótt um vítisengla. Ég efast ekkert um að meðlimir úr þessum samtökum hafa ofbeldisverk og önnur afbrot á samviskunni. Ég efast þó einnig um að nokkurntíma hafi verið gefin út opinber yfirlýsing um einbeittan brotavilja (án þess að ég vilji fullyrða það). Fram hefur komið að vítisenglar eru ekki á skrá yfir glæpasamtök og reglan „saklaus uns sekt er sönnuð“ á að sjálfsögðu að gilda um þessa menn sem aðra. Lögreglumenn eru ekki fulltrúar Gvuðs á jörðinni. Þeim ber að fara að lögum, hvort sem þeir hafa góða eða vonda tilfinningu fyrir fólki. Ég sé ekki betur en að þarna hafi verið framið mannréttindabrot.

Ást

Við Anna sáum Ást í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Það var gaman. Ég var sátt við leikinn, fannst leikmyndin æðisleg og verkið er skemmtilegt. Það er einhver Hugleikskeimur af því (Hugleiks leikfélagsins en ekki Dagssonar) sem gæti nú svosem skýrst af aldri höfunda, og ég fullyrði að fáum í salnum leiddist.

Reyndar þarf lítið til að gleðja mig í leikhúsi og ég býst við að harðari gagnrýnendur en ég gætu fundið stórkostlega galla á þessari uppfærslu. Ég hef heyrt fegurri söng og myndi ekki borga mig inn tvisvar en sýningin er alveg föstudagskvöldstundar virði.

 

 

Bliss

Birta: Óðinn, Satan, Gvuð, ég vissi ekki að við hefðum smekk fyrir þetta.

Eva: Kannski höfum við bara aldrei gefið því séns. Eða kannski er það hann. Eða kannski er ég bara svona ástfangin.
Birta: Bííííbíííbíbíbí… róleg á væmninni góða.
Eva: Þetta er ekki væmni.
Birta: Ok ekki ennþá kannski en það er samt alveg óþarfi að klístra kandýflossi í röddina og þú ert alveg að fara að segja eitthvað sætt upphátt.
Eva: Þú vilt kannski taka við og segja eitthvað gáfulegt?
Birta: Neinei, segðu bara eitthvað væmið en vertu þá ekki hissa þótt hann kalli þig kjútípæ eða eitthvað álíka. Kannski þessu sem byrjar á d.
Eva: Engin hætta, hann er búinn að lofa að segja ekki d-orðið.

Sápuóperan mælir með:
-Villibráðarhlaðborðinu í Perlunni.
-Einstöku púrtvíni.
-Creme Brulay.
-Félagsskap myndarlegs og skemmtilegs karlmanns sem kemur fram við þig eins og drottningu og getur haldið uppi áhugaverðum samræðum í marga klukkutíma, jafnvel þótt þið eigið engin sameiginleg áhugamál.
-Að reikna með möguleikanum á því að réttur sem ekki bragast vel hjá einum kokki, geti heppnast betur hjá þeim næsta.
-Að prófa allt sem er í boði, allavega einu sinni.
-Að sofna út frá Hendel, í fanginu á manni sem getur látið þér líða eins og gyðju þegar þú ert bæði grenjandi og á túr.
-Að vakna hjá manni sem finnst þú falleg með morgunhrukkur og úfið hár.
-Að reikna með möguleikanum á því sem er eiginlega of gott til að vera satt.

Vel að merkja; kjólar, kápur, peysur, nærföt, varalitur, skór: rautt virkar.

Dindill

Mér finnst Hilmir Snær afskaplega kynþokkafullur karlmaður. Samt sem áður kemur þessi „frétt“ mér á óvart og það kemur mér enn meira á óvart að hún skuli koma mér á óvart. Ég hef hingað til talið sjálfa mig hina mestu dindilhosu, hef séð allar þessar myndir en ef ég hefði verið spurð að því fyrir 20 mínútum hvort ég hefði séð dindilinn á Hilmi Snæ á hvíta tjaldinu, hefði ég svarað nei. Í fullri alvöru, ég bara get ekki rifjað upp þessar meintu typpasenur. Hversvegna ætli það sé? Mér detta í hug eftirfarandi skýringar: Halda áfram að lesa

Klirrrrrrrrrr

Andúð? Nei það var engin andúð. Bara þessi botnlausi helvítis sársauki. Hvað gengur fólki eiginlega til þegar það lýgur að manneskju sem ræður við nánast allt annað en það að vita ekki hvar hún hefur sína nánustu? Mér þætti gaman að vita það en þegar allt kemur til alls þarf ég ekkert að skilja það. Enda mannsskepnan ekki skiljanleg hvort sem er. Halda áfram að lesa