Ást

Við Anna sáum Ást í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Það var gaman. Ég var sátt við leikinn, fannst leikmyndin æðisleg og verkið er skemmtilegt. Það er einhver Hugleikskeimur af því (Hugleiks leikfélagsins en ekki Dagssonar) sem gæti nú svosem skýrst af aldri höfunda, og ég fullyrði að fáum í salnum leiddist.

Reyndar þarf lítið til að gleðja mig í leikhúsi og ég býst við að harðari gagnrýnendur en ég gætu fundið stórkostlega galla á þessari uppfærslu. Ég hef heyrt fegurri söng og myndi ekki borga mig inn tvisvar en sýningin er alveg föstudagskvöldstundar virði.

 

 

One thought on “Ást

 1. —   —   —

  Vissirðu annars að leikfélagið er skírt í höfuðið á drengnum Dagssyni?

  Posted by: Elías | 3.11.2007 | 12:11:32

  —   —   —

  Jamm.

  Posted by: Eva | 3.11.2007 | 12:36:47

  —   —   —

  og vissiru að besti vinnur minn á heiðurinn af þessu öllu saman???
  🙂

  Posted by: Hulla | 3.11.2007 | 17:40:27

  —   —   —

  Jájá.

  Posted by: Eva | 3.11.2007 | 17:49:20

Lokað er á athugasemdir.