Klirrrrrrrrrr

Andúð? Nei það var engin andúð. Bara þessi botnlausi helvítis sársauki. Hvað gengur fólki eiginlega til þegar það lýgur að manneskju sem ræður við nánast allt annað en það að vita ekki hvar hún hefur sína nánustu? Mér þætti gaman að vita það en þegar allt kemur til alls þarf ég ekkert að skilja það. Enda mannsskepnan ekki skiljanleg hvort sem er.

Ég þarf engar útskýringar, ekki lengur. Ég þarf bara eitt orð. Bara eitt einasta töfraorð. Já það er asnalegt. Mjög asnalegt. Galdur er ekki alltaf gáfulegur sjáðu til.

Svo ef þér raunverulega þykir það leitt þá veistu alveg nákvæmlega hvað þú þarft að gera til að laga það. Og á meðan þú gerir það ekki hlýt ég að álykta að þér þyki það ekkert verulega leitt.

Og hversvegna í fjandanum læt ég tilveru þína ennþá koma mér í uppnám?
Rassgat og alnæmi. Það tottar fisk.