Dindill

Mér finnst Hilmir Snær afskaplega kynþokkafullur karlmaður. Samt sem áður kemur þessi „frétt“ mér á óvart og það kemur mér enn meira á óvart að hún skuli koma mér á óvart. Ég hef hingað til talið sjálfa mig hina mestu dindilhosu, hef séð allar þessar myndir en ef ég hefði verið spurð að því fyrir 20 mínútum hvort ég hefði séð dindilinn á Hilmi Snæ á hvíta tjaldinu, hefði ég svarað nei. Í fullri alvöru, ég bara get ekki rifjað upp þessar meintu typpasenur. Hversvegna ætli það sé? Mér detta í hug eftirfarandi skýringar:

a) Spákonan sem heldur að gula ljósið nái ekki níður í klofið á mér hefur rétt fyrir sér. (Ég er sumsé of bæld til að viðurkenna aðdáun mína á blíðubrandi Hilmis Snæs fyrir sjálfri mér.)

b) Nefnd spákona er á algjörum villigötum og dindilhosueðli mitt mun sterkara en ég geri mér grein fyrir. Typpið á Hilmi Snæ hefur þannig valdið mér slíkri geðshræringu að ég hef hreinlega blokkerað minninguna til að hindra sjálfa mig í því að steðja heim til hans og heimta þjónustu.

c) Ég er of lítil áhugamanneskja um typpi almennt til að álíta þessar tillasenur nógu merkilegar til að leggja þær á minnið.

d) Mér finnst þetta tiltekna typpi bara ekkert eftirminnilegra en hver annar dindill.

Lesendum er velkomið að setja fram sínar eigin kenningar og ég hefði gaman af því að sjá hvaða skýring þykir líklegust. Já og svona í framhjáhlaupi; (þeir sem hafa betra minni en ég geta tekið spurninguna til sín) er typpið á honum annars eitthvað spes?

Æjá, það er kannski ekki neitt lögmál að minn smekkur í þeim efnum fari saman við smekk meirihlutans. Ég myndi birta sýnidæmi um æðislegt typpi en ég ætla nú allavega að ljúka fyrirhuguðu stefnumóti við typpishafann áður en ég bið hann að pósa.

 

One thought on “Dindill

  1. ———————————-

    Ég held að hann sé með rosalega venjulegan. Maður tekur meira eftir andlitinu.

    Posted by: Ásdís | 1.11.2007 | 17:50:37

    —    —  —

    mikið er ég fegin að það virðist ekki hafa verið Pegasus sem var valdur að færslunni fyrir neðan…

    Posted by: hildigunnur | 1.11.2007 | 20:57:13

    —   —   —

    Já ég er líka feginn : )

    Posted by: Pegasus | 2.11.2007 | 9:45:20

    —   —   —

    Neineinei, það mál hefur ekkert með Pegasus að gera.

    Posted by: Eva | 2.11.2007 | 10:04:21

    —   —   —

    Ég sá glitta í typpið á honum í gærkvöldi. Verð að segja, að afturendinn var áhugaverðari!

    Posted by: Anonymous | 2.11.2007 | 11:21:59

Lokað er á athugasemdir.