Hér er nú eitt nýlegt dæmi um afrek Útlendingastofnunar og má þó leiða líkur að því að fæst slíkra mála séu nokkurntíma kærð. Hvað varð annars um þennan mann? Ég hef kannski ekki fylgst nógu vel með en hafi eitthvað meira af honum frést hefur það farið fram hjá mér.
Eitt lítið rannsak
Ég hef velt því fyrir mér undanfarið hversvegna virðist ekki vera samræmi á milli lesturs og viðbragða á þessari vefbók. Halda áfram að lesa
Lygaþvælan um Paul Ramses
Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.
Sex orða meme handa allskonar fólki
Meme-æðið greip mig. Dásamlegt ljóðform. Þótt það sé líklega ekki hugsað sem ljóðform. Húsmæður á heljarþröm náðu mér ekki niður af reiðinni sem hefur heltekið mig síðustu daga en það gerði meme. Örljóð um lífshlaup maura, það þarf í alvöru ekki meira en 6 orð. Sá sem telur sig þekkja yrkisefnið dregur slíkar ályktanir á eigin ábyrgð. Halda áfram að lesa
Engin pólitík hér framvegis
Ég hef megna andúð á því fyrirkomulagi að almenningur geti, án nokkurrar ritstýringar beintengt hvaða þvælu sem vera skal við einn stærsta fréttamiðil landsins. Halda áfram að lesa
Nokkrar spurningar til Útlendingastofnunar
Því betur sem ég skoða mál Pauls Ramses, því meira ógeði fyllist ég. Á mótmælafundi í dag komu fram upplýsingar sem ég hef ekki séð í fjölmiðlum. Ég vil af því tilefni beina eftirfarandi spurningum til Útlendingastofnunar.
Sex orða meme handa Birni
Yfirklórið gengur fram af mér. Enginn þarf að óttast um líf sitt vegna kosningaþáttöku nei, í landi þar sem 1500 manns féllu á innan við tveimur mánuðum! Þá eru ótaldir þeir sem hverfa, sæta pyndingum og öðrum ofsóknum. Þetta er svona álíka gáfulegt og að tala um friðarferlið í Ísrael-Palestínu. Og það sem er nú kannski aðalmáli hér; umsóknin var ekki tekin fyrir. Menn eru að komast að þessu niðurstöðum eftir að hafa sent hann úr landi.
Það væri annars gaman að heyra múkk frá Jónínu Bjartmarz, sem hefur nú áður látið málefni flóttafólks til sín taka.
Hér er meme handa Birni:
Lítilla sanda, runkaði sér yfir reglugerðum.
Hittumst við Skuggaráðuneytið kl 12. Það þarf samt harðari aðgerðir en að veifa skilti.