Nú er ríkisstjórnin búin að lofa því að ég muni greiða skuldir einhverra labbakúta sem tóku lán fyrir kampavíni og einkaþotum. Svo ætlar ríkisstjórnin að klóra yfir sitt eigið fjármálaklúður og Seðlabankans með því að taka fleiri lán sem ég á líka að borga. ÉG, sem á enga einkaþotu og ekki einu sinni eitt lítið dagblað, hvað þá fjölmiðlasamsteypu, á semsagt að borga rúmar 4,5 milljónir miðað við gengið í dag, vegna fjárhættuspils manna sem ég ber enga ábyrgð á. Synir mínir, sem 8 ára gamlir kunnu að spara með því að skoða kílóverð á osti og kjöti og eru búnir að tapa stórum hluta af sparifé sínu, vegna hagstjórnar Geirs Haarde, hagfræðings, eiga líka að taka á sig rúmar 4,5 milljónir hvor.
Bónusfáninn við hún
Bónusfáninn við hún
Jæja …
„Nokkur ungmenni“ hljóta að hafa verið sérdeilis afkastamikil í kastinu fyrst er svona mikið verk að þrífa húsið. Ég sá nú reyndar ekki betur en að flestir þeirra sem voru að kasta eggjum og grænmeti væru á þrítugsaldri og þetta voru tugir manns en ekki nokkrar hræður. En moggavefurinn er væntanlega alveg tilbúinn til að taka þátt í sögufölsun.
Þátttakan eykst með hverri viku og er það vel en ekki get ég séð að ráðamenn, hvað þá stjórn Seðlabankans taki það sérstaklega nærri sér þótt þúsundir manna hlusti á ræður á Austurvelli. Það þarf greinilega róttækari aðgerðir til að ríkisstjórnin og aðrir sem hlut eiga að máli, druslist til að axla ábyrgð á ástandinu.
![]() |
Þinghúsið þrifið |
Sammála
Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.
Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót. Halda áfram að lesa
Sammála
Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið. Halda áfram að lesa
Sum svín eru jafnari en önnur


