Sammála

Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.

Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót.

Ég reyndi að höfða til hans betri manns, (þótt mig langaði sjálfa ekkert til að sitja uppi með óbermið) og talaði um hvað stráknum myndi líða illa ef hann yrði ekki boðinn. Sonur minn svaraði:

‘Ég skal bjóða honum ef þú getur nefnt mér eina góða ástæðu fyrir því hvernig það getur verið gott fyrir MIG.’

Ég gat það ekki. Þvert á móti fannst mér í hjarta mér bæði sjúkt og rangt að eyðileggja daginn fyrir barninu með því að neyða hann til að sýna óverðskuldaða tillitssemi. Ég sendi hann hinsvegar ekki með boðskort í skólann heldur hringdi ég í foreldra bekkjarfélaganna og bauð þeim sjálf.

Mér finnst nefnilega út í hött að nota skólann sem pósthús þegar það býður beinlínis upp á að einhver verði sár. Kennarar eiga hvorki að taka að sér að aflýsa afmælisveislum né standa í sálgæslu gagnvart þeim sem hafa komið sér út úr húsi.

 

mbl.is Ávítaður fyrir að hirða afmælisboðskortin af börnunum

One thought on “Sammála

  1. —————————————————————————-

    Alveg sammála þessu,- þ.e. að skólinn er ekki pósthús og ef ekki er ætlunin að bjóða öllum ( eða bara ákveðnu kyni) þá á ekki að senda boðskortin með ´´i skólann….

    Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:01

    —————————————————————————-

    Sammó þessum rökum,börn meiga nú fjandakornið velja sér vini,ekki eiga allir saman.

    Öll dýrin í skóginum eru nefnilega ekki alltaf vinir, ekki frekar en hjá þeim fullorðnu.

    That is LIFE !

    Riddarinn , 13.11.2008 kl. 16:32

    —————————————————————————-

    Auðvitað er það rétt að starfsfólk skóla á ekki að ráða neinu um afmælisveislur nemenda, en það er ekkert óeðlilegt við það að banna dreifingu boðskorta innan veggja skólans þegar einn eða örfáir af fjöldanum fá ekki að vera með.  Skólinn hefur hlutverki að gegna gagnvart öllum nemendum, líka þeim sem hafa komið sér út úr húsi með leiðindum af einhverjum toga.  Það er ákveðin vernd gegn sárindum að halda boðskortum utan skólastarfsins þegar svona dæmi koma upp, enda hægur vandi að afhenda þau utan skóla.

    núll (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:22

     

Lokað er á athugasemdir.