Jæja …

„Nokkur ungmenni“ hljóta að hafa verið sérdeilis afkastamikil í kastinu fyrst  er svona mikið verk að þrífa húsið. Ég sá nú reyndar ekki betur en að flestir þeirra sem voru að kasta eggjum og grænmeti væru á þrítugsaldri og þetta voru tugir manns en ekki nokkrar hræður. En moggavefurinn er væntanlega alveg tilbúinn til að taka þátt í sögufölsun.

Þátttakan eykst með hverri viku og er það vel en ekki get ég séð að ráðamenn, hvað þá stjórn Seðlabankans taki það sérstaklega nærri sér þótt þúsundir manna hlusti á ræður á Austurvelli. Það þarf greinilega róttækari aðgerðir til að ríkisstjórnin og aðrir sem hlut eiga að máli, druslist til að axla ábyrgð á ástandinu.

mbl.is Þinghúsið þrifið

One thought on “Jæja …

  1. ——————————————————-

    já þetta er með ólikindum hversu oft það er verið að setja slæma mynd a unglingana, nátturulega alltaf best að kenna þeim um

    Þóra Mjöll Jensdóttir, 15.11.2008 kl. 19:50

    ——————————————————-

    Það væri nær að kasta eggjunum í Stjórnarráðið – nú eða steikja þau á pönnu til að seðja hungrið í kreppunni.

    Fátækt fólk hefur ekki efni á að henda mat í hús. Vonandi tók enginn af atvinnuleysisbótunum sínum í þágu málstaðarins.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 15.11.2008 kl. 21:47

    ——————————————————-

    Víst er þingið vandamál. Stjórnarandstaðan hefur ekkert staðið sig í því hlutverki að veita aðhald en auk þess er fjöldi manns búinn að fá nóg af því stjórnkerfi sem við búum við. Þeir sem kasta eggjum í alþingishúsið eru ekki bara að lýsa yfir óánægju með ríkisstjórnina, þetta er fólk sem vill byltingu.

    Fátækt fólk hefur heldur ekki efni á að drekka eða reykja en það gerir það nú samt. Forgangsröðin er vissulega óskynsamleg en allsstaðar í veröldinni eyðir fólk fyrst peningum til að sefa ástríðufyllstu þörf sína. Svo virðist sem útrás fyrir reiði í garð alþingis sé ofarlega í þarfapíramídanum hjá tugum Íslendinga.

    Eva Hauksdóttir, 16.11.2008 kl. 03:00

    ——————————————————-

    hvernig stjórnkerfi viltu í staðin? redda kosningar fjárhagsvandanum? stjórnvaldið er ekki í Alþingi það er í stjórnarráðinu. Af hverju voru ekki egg spæld utan á sjóðandi heitum Seðlabankanum. Það eru engar ódýrar lausnir til lengur, við hleyptum þessu öllu of langt. Ekki henda ábyrgðinni á Alþingi það erum við sem berum ábyrgðina sem kjósendur.

    Jón Þór Benediktsson, 16.11.2008 kl. 16:00

    ——————————————————-

    Nei kosningar redda ekki neinu enda er þessi stjórnarandstaða hundslöpp og hefur ekki unnið neitt sér til hróss. Mér finnst góð hugmynd að kasta eggjum í bæði Stjórnarráðið og Seðlabankann. Endilega láttu mig vita þegar þú skipuleggur slíka aðgerð og ég skal mæta og kasta eggjum með þér. Reyndar þætti mér enn betri hugmynd að flykkjast inn í Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og ráðuneytin og kippaskúrunum upp af sínum stóru rössum og henda þeim út. Það ætti ekki að vera svo dýr lausn, hún krefst bara samstöðu.

    Jú, það er alþingi sem ber ábyrgðina. Við getum ekki skellt skuldinni á kjósendur því þótt of margir hafi kosið spillingaröflin er ekki hægt að ásaka fólk fyrir að ganga út frá því að stjórnmálamenn segi satt og hafi hag almennings að leiðarljósi. Það á ekki að refsa kjósendum fyrir að hafa ekki séð í gegnum leynimakkið og einkavinamafíuna.

    Hvernig stjórnkerfi ég vil í staðinn? Ég er öfgasinnaður anarkisti, þ.e.a.s. ég vil ekki að nokkur maður fái svo mikið vald að hann geti skaðað aðra með því og ef einhver öðlast of mikið vald fyrir slysni á það ekki að þurfa að taka almenning meira en korter að kippa því af honum aftur.  Nánari útfærsla á að vera í höndum almennings hverju sinni.

    Eva Hauksdóttir, 16.11.2008 kl. 16:41

    ——————————————————-

    „Almenningur“ er mjög breitt hugtak.

    Á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla í hvert skipti sem embættismaður er settur af og annar tekur við?

    Hverjir munu ákveða hverjir hafa öðlast of mikið vald fyrir slysni? ?

    Öfgasinnaðir anarkistar? Eru þeir þá ekki orðnir dómarar?

    Þú verður að fyrirgefa, en tal þitt um að kippa einhverjum frá völdum á korteri leiðir huga minn aftur til frönsku stjórnarbyltingarinnar, þegar hausar fengu að fjúka í massavís og valdagírug klíka tók yfir stjórn landsins.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:43

    ——————————————————-

    Já ég sé bara ekkert því til fyrirstöðu að þjóðaratkvæðagreiðsla sé notuð við sem flest tækifæri. Hitt er svo annað mál að þegar embættismenn verða settir á eðlileg laun þá verður ekki lengur slegist um embættin.

    Það má fara ýmsar leiðir til að veita aðhald og skera úr um ágreiningsefni (eins og t.d. það hvort einhver hafi óhóflega mikið vald) sem eru öllu lýðræðislegri en leynifunda- og trúnaðarupplýsingamakk ríkisstjórnar Íslendinga. Opnir borgarafundir, þar sem vemjulegt fólk hefur atkvæðisrétt er t.d. ein leiðin.

    Nei, anarkistar eru ekki dómarar þótt flest okkar hafi ákveðnar skoðarnir. Þvert á móti eru anarkistar oftar en ekki mótfallnir því að einstaklingar hafi dómaravald, heldur eiga sem flest viðhorf að fá að takast á áður en ákvörðun er tekin í sameinginu. Hér má sjá eilítið um anarkisma.

    Ég er að vísu ekki hlynnt aftökum í bókstaflegum skilningi, en pólitískar aftökur eru löngu tímabærar. Það er þó nauðsynlegt að sem flestir sameinist um slíka byltingu, einmitt til þess að hindra að vald safnist á fáar hendur.

    Eva Hauksdóttir, 16.11.2008 kl. 20:54

    ——————————————————-

    Góður punktur hjá þér um leynifunda- og trúnaðarupplýsingamakkið, allt er betra en það! 

    Best ég fríski upp á vitneskju mína um anarkista.

    Kannski stafar ótti minn við byltingu af því að mér var sagt af miðli að ég hefði verið afhausuð af trylltum lýð í París í denn í fyrra lífi, þar sem ég var ekki mjög sómasamleg kona, sem sagt hofróða. Ég er ekki frá því að mig rámi í þetta……

    En ég hef þó reynt að bæta mig í þessu lífi. 

    Sammála þér um óeiginlegu aftökurnar!

    Bestu kveðjur.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 21:58

Lokað er á athugasemdir.