Mér skilst að lögreglan hafi fjarlægt Ástþór og föruneyti hans. Þeir áttu auðvitað ekkert með það. Ástþór hefur alveg sama rétt á að mótmæla og annað fólk og hann má alveg ráða því hvar og hvenær. Að vísu var bæði bjánalegt og ósmekklegt af honum að velja þessa stund og þennan stað en lögreglan átti samt ekkert með að fjarlægja hann.
Ég skil lögguna alveg því ef þeir hefðu ekki stöðvað þessa uppákomu hefðu mótmælendur gert það og hugsanlega hefði komið til átaka. En löggan hafði samt ekki neinn rétt til þess að skipta sér af þessu. Reyndar, ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir, hefðu þeir átt að sjá til þess að Ásþór fengi að halda sinn fund óáreittur. Og þá hefði nú aldeilis orðið líf í tuskunum.
![]() |
Fjöldi manns á Austurvelli |

Lögreglan er í fjári erfiðri aðstöðu. Það þarf ekki leyfi fyrir svona fundum og í raun á hlutverk lögreglunnar að vera (eins og þeir hafa tönnslast á) að sjá til þess að mótmælendur fái að koma boðskap sínum áleiðis. Samkvæmt því ber lögreglunni að tryggja Ástþóri og félögum vernd og næði til að setja upp sinn ræðupall.