Ekki ólöglegur heldur bjánalegur

Nei Hörður, fundur Ástþórs og þjóðernissinnanna er ekkert ólöglegur. Það er bara mjög bjánalegt af þeim að efna til fundar sem hefur þann tilgang einan að fokka upp andspyrnuhreyfingunni á Íslandi og mann rennir í grun að hvítliðar séu að notfæra sér veikleika Ástþórs.Einkum og sér í lagi er þó hallærislegt af þessum hóp að nota slagorðið ‘sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér’, þegar tilgangur samtakanna virðist vera sá að sundra mótmælendum.Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi uppákoma setji stórt strik í reikninginn. Frekar að hún trekki að því það er alltaf gaman af  jólasveinum.

mbl.is Fundurinn ólöglegur?

One thought on “Ekki ólöglegur heldur bjánalegur

  1. ———————————————————–

    Mikið lifandis skelfing á þessi maður bágt.

    Lára Hanna Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:14

    ———————————————————–

    Er þetta ekki bein afleiðing af því að Hörður hefur handvalið sér þóknanlega ræðumenn.

    Landfari, 17.1.2009 kl. 15:04

    ———————————————————–

    Ég er á máli Landfara. Ef það fengju einhverjir aðrir en „Harðar einvala lið“ að tjá sig þarna, væri þetta ekki staðan. Hörður hefur í raun haft uppi fasíska stjórn á mótmælum sínum

    Diesel, 17.1.2009 kl. 15:07

    ———————————————————–

    Hvaða fólk hefur beðið um að fá að tala en ekki fengið það?

    Eva Hauksdóttir, 17.1.2009 kl. 16:24

    ———————————————————–

    t.d. Ástþór Magnússon og Eiríkur Stefánsson.

    Svo hef ég heyrt að Ásgerði Jónu Flosadóttur hafi verið meina að tala á einum fundinum. En hún átti að vera of tengd inní ákveðin flokk.

    Þannig að eingöngu meðlimir VG elítunnar hafa fengið að tala, í það minnsta 75%, svona fyrir utan barnið sem að gert var út í pólitískum tilgangi hérna um daginn.

    Ingólfur Þór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 17:51

    ———————————————————–

    Mér finnst oft fólk velta sér meira upp úr því hverjir eru að tala frekar en það sem þeir hafa að segja. Í hvaða flokki er þessi? Með hverjum er að hann þessi að spila? Ef ég álykta að þessi sé í VG/Framsókn/Samfó/Sjálfstfl.  þá kemur ekkert af viti úr honum!!

    En auðvitað má Ástþór Magnússon tjá sig eins og aðrir. Hinsvegar, ef Ástþór vill skipuleggja fjöldamótmæli þá þarf hann að tilkynna það til lögreglu. Það finnst mér vera rökrétt.

    Guðgeir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:28

    ———————————————————–

    Gunnar Waage hefur farið fram á það að fá að tala og alltaf verið synjað

    Diesel, 17.1.2009 kl. 20:31

    ———————————————————–

    Það er náttúrulega bara knánalegt, að ætla að fara í einhverja samkeppni við þá, sem eru búnir að boða fundi á hverjum Laugardegi kl. þrjú. Sundrung og samkeppni meðal okkar, almúgans er bara olía á eld yfirvalda, sem við viljum í burtu.

    Ef þessir kjánar halda að þeir hafi hylli fólksins, þá geta þeir t.d. boðað sín mótmæli kl. fimm á Laugardögum, og við sjáum til hve margir fara ekki heim, eftir hinn fundinn. Ég myndi bíða, og sjá til. Eða þeir gætu boðað sinn fund kl. þrjú á Sunnudögum, það myndu áreiðanleiga einhverjir mæta, ég myndi gera það, ef ég ætti heimangengt, og sjá til.

    En að boða fund, svona ofaní annann, bara til að sundra, og skemma er bara fíflalegt, of lysir best skipuleggjendum sjálfum.

    Börkur Hrólfsson, 18.1.2009 kl. 01:29

    ———————————————————–

    Börkur, hvaða skipuleggendum? Þeim sem ákveða að sumir séu jafnari en aðrir, eða þeir sem ekki er jafn jafnir og hinir og reyna að gera eitthvað í því?

    Landfari, 18.1.2009 kl. 01:39

Lokað er á athugasemdir.