Uppáhaldsmatur? (FB leikur)

Matur sem einhver annar eldar handa mér. Ég tjái ást mína með því að elda og tek því sem merki um umhyggju ef einhver eldar handa mér, jafnvel þótt viðkomandi meini ekkert með því hafi lag á að eyðileggja kornflex, hvað þá annað.

Ég er annars hrifin af gamaldags, íslenskum heimilismat. Kjötsúpa er snilld og steiktar fiskbollur með karrýsósu og hrossabjúgu með kartöflumús. Ef ætti að taka mig af lífi og ég fengi að velja síðustu máltíðina mína yrði það saltkjöt og baunir.

Ég elda matinn sem ég óslt upp við samt ekki nærri nógu oft. Er voða mikið með eitthvað fljótlegt. Pasta og steikt grænmeti. Ég er ekki mikið fyrir sterk kryddaðan mat en ég held að kæst skata og síld sé það eina sem ég hef smakkað sem ég myndi ekki láta mig hafa að borða í kurteisisskyni.

Rauður eða bleikur? (FB leikur)

Rauður kjóll. Bleik rúmföt. Rautt hár, bleikar geirvörtur (aarrrg… ekki öfugt)

Ég vil gjarnan hafa mjúka og dempaða liti í umhverfi mínu en klæðist yfirleitt sterkum litum. Líklega lít ég á útlit mitt sem tjáningu á karakter en umhverfi sem tjáningu á þörfum. Vertu bleikur við mig, sérstaklega ef þú vilt að ég fari úr rauða kjólnum.

Ætti maður bara að koma sér héðan strax?

Ég er hrædd um að grilljón grasrótarhreyfingar fari í framboð, í stað þess að mynda eina breiðfylkingu. Ég er hrædd um að atkvæði sem annars færu til VG og Samfylkingar dreifist á of mörg framboð og að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist aftur til valda.

Eins og ég hef annars slæmt álit á flokkakerfinu, held ég nú að það eina sem geti bjargað Íslandi frá því að missa sjálfstæðið (og þar með auðlindirnar) sé að grasrótin sameinist um að kjósa VG. Ég myndi mæla með því að skila auðu ef það væri ekki fyrir hættuna á því að sömu menn taki aftur til við að einkavæða, ljúga, stela og svíkja.

Líkar þér við manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu? (FB leikur)

Einar Valur og Freyja frænka klukkuðu mig fyrst.

Ég þekki hvorugt þeirra vel en bæði bjóða af sér góðan þokka. Freyja var uppáhaldsfrænka mín þegar ég var barn og Einar Valur er eini karlmaðurinn sem hefur barið mig

Sennilega hefði ég ekki svarað þessum lista ef mér líkaði ekki við spyrjandann, þótt það væri bara vegna þessarar spurningar. Ég er oft tortryggin gagnvart fólki en sé enga ástæðu til að særa fólk með sleggjudómum mínum svo ég hefði aldrei svarað svona spurningu neitandi. Finnst svoleiðis ‘hreinskilni’ bara ljót. Ég læt fólk ekki viljandi vita að mér líki ekki við það nema það hafi hegðað sér illa eða sé óhóflega uppáþrengjandi en ég ber tilfinningar mínar frekar mikið utan á mér svo ég hugsa að flestir finni það nú fljótt ef ég er neikvæð gagnvart þeim. 

Ef þú værir vaxlitur, hvaða litur værir þú? (FB leikur)

Ég væri vaxlitur, vissulega því þá væri erfitt að lita yfir mig og það finnst mér gaman.

Öll persónuleikapróf eru sammála um að ég sé rauð/appelsínugul.

Ef ég á að benda á fallega liti á litakorti, ekki til að mála heima hjá mér eða klæðast, heldur bara til að meta litinn sjálfan, er líklegast að ég bendi á svona kvöldbirtubláan. Annars er erfitt að lýsa lit með orðum.