Ætti maður bara að koma sér héðan strax?

Ég er hrædd um að grilljón grasrótarhreyfingar fari í framboð, í stað þess að mynda eina breiðfylkingu. Ég er hrædd um að atkvæði sem annars færu til VG og Samfylkingar dreifist á of mörg framboð og að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist aftur til valda.

Eins og ég hef annars slæmt álit á flokkakerfinu, held ég nú að það eina sem geti bjargað Íslandi frá því að missa sjálfstæðið (og þar með auðlindirnar) sé að grasrótin sameinist um að kjósa VG. Ég myndi mæla með því að skila auðu ef það væri ekki fyrir hættuna á því að sömu menn taki aftur til við að einkavæða, ljúga, stela og svíkja.

One thought on “Ætti maður bara að koma sér héðan strax?

  1. —————————————-

    Mér líður nákvæmlega eins. Og mér finnst það vont.

    Posted by: Kristín | 20.02.2009 | 8:47:17

    —————————————- 

    Það væri auðveldara ef VG myndu haga sér eins og fólk en ekki eins og hin svínin…

    Posted by: Gunnar | 20.02.2009 | 9:28:44

    —————————————- 

    Ég held að VG muni koma nokkuð vel út úr næstu kosningum. Mér finnst þeir hafa komið á óvart í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og þá sérstaklega Steingrímur og Ögmundur. Mér finnst báðir hafa staðið sig vel undir mjög erfiðum kringumstæðum.

    Posted by: Guðjón Viðar | 20.02.2009 | 9:38:47

    —————————————- 

    Smá leiðrétting á neðstu línunni. Það heitir „EinkaVINAvæðing en ekki einkavæðing.

    Posted by: Ási | 20.02.2009 | 12:41:18

     —————————————-

    Mér líður líka svona. En er ekki reynandi að mynda breiðfylkingu/kosningabandalag?

    Posted by: Margrét | 20.02.2009 | 21:10:01

Lokað er á athugasemdir.