Hræsnarar

Og ráðherrar VG (reyndar ekki Ögmundur held ég) ætla að taka þátt í því að lesa passíusálmana á föstunni. Hvurslags uppátæki eiginlega er það?

Nær væri þeim að leggja niður þjóðkirkjubáknið og hætta að niðurgreiða þetta fokdýra félagsstarf forréttindahóps.

Þetta voru þrjú f-orð í röð og ég tók ekki eftir því fyrr en ég var búin að skrifa þau.

„These banks are so sound, that nothing like that is likely to ever happen“

Davíð Oddsson öðlaðist mikil völd af ástæðu. Ekki endilega þeirri ástæðu að hann væri flestum hæfari til að fara með völd, heldur þeirri að hann er sannfærandi, jafnvel þegar hann bullar. Davíð gengur vel að svara fyrir sig, koma sér hjá því að svara og svara einhverju öðru en hann er spurður um.

Þessi kona er einhver dásamlegasti gullmoli bloggheima. Ég bendi þeim sem féllu fyrir veruleikafirringar kombakki Davíðs í gær að kíkja á þessa færslu.

mbl.is Rannsókn sett til hliðar

Þar féll eitt vígið enn

Ég brást ókvæða við Borgarahreyfingunni. Ekki málefnunum, sem eru stórfín. Ekki heldur því að vinstri sinnað fólk skuli stofna pólitískan flokk sem mun verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda eftir nokkrar vikur. (Ekki svo að skilja að vinstri stjórn með alla sína forræðishyggju sé æskileg, tilhugsunin er bara aðeins minna ógeðsleg en endalaus einkavæðing, stóriðja og leynimakk.) Að sjálfsögðu er hverjum sem er heimilt að stofna stjórnmálaflokk og enginn hefur rétt til að gagnrýna neinn fyrir það. Halda áfram að lesa

Öskudagur

Ég ætla að vera Jesús á Öskudaginn. Semsagt með hárið slegið, í náttslopp og inniskóm. Ég ætla ekki í vinnu enda þrífst Jesús ekki í Nornabúðinni.

Borgarahreyfingin er fyrirlitegt flokkskerfisskrípi og máttlaust í þokkabót

Borgarahreyfingin er ekki nýtt stjórnmálaafl. Borgarahreyfingin er gamalt, þreytt, ónýtt stjórnmálaafl, semsagt hefðbundinn flokkur. Hún er þó sýnu fyrirlitlegri en aðrir flokkar að því leyti að hún hafði ekki einu sinni döngun til að móta sína eigin stefnu.

Borgarahreyfingin varð til á þann hátt, að nokkrar hreyfingar voru búnar að funda, tuða og þrátta, án þess að komast neitt áfram í margar vikur. Lýðveldisbyltingin hafði mótað ágæta stefnu sem hefur lýðræði að leiðarljósi en hugmyndin með Lýðveldisbyltingunni var sú að komast á þing, ná fram markmiðum um stjórnkerfisbreytingar og leggja svo hreyfinguna niður um leið og því væri lokið, til að tryggja að hún yrði ekki að venjulegum flokki.

Fljótt kom í ljós að flestir vildu ekki leggja hreyfinguna niður. Þeir vildu í raun viðhalda flokkakerfinu af því að þeir vildu sjálfir komast á þing og fá völd. Þeir gengu þessvegna úr hreyfingunni og fóru að vinna með fólki sem vill viðhalda flokkakerfinu með öllu sínu valdabrölti og spillingu.

Þegar allar þessar grasrótarhreyfingar sáu fram á að þær hefðu ekki manndóm til að ljúka sinni málefnavinnu í tæka tíð fyrir kosningar, varð lendingin sú að taka stefnu Lýðveldisbyltingarinnar upp nánast óbreytta. Það eina sem breytist er að nú er enn einn, viðbjóðslegur, valdasjúkur stjórnmálaflokkur í boði, en hann hefur ekki einu sinni drullast til að vinna málefnavinnuna sína sjálfur, heldur fengið hana á silfurfati og virkjað í þágu flokkakerfisins, frá fólki sem ætlaði einmitt að rísa gegn flokkakerfinu.

Þetta hlýtur að vera einmitt rétta fólkið til að koma á lýðræði í landinu.

 

Umræður hér
://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/borgarahreyfingin-er-fyrirlitegt-flokkskerfisskrípi-og-máttlaust-í-þokkabót/52099983659/

Spegill

Elías: Ég held að ég viti hvað triggerar þetta karlhatur í þér.

Eva: Nú?

Elías: Ég þekki þig sennilega betur en nokkur annar og ég sé mynstur. Held ég.

Eva: Jæja, og ætlarðu að segja mér?

Elías: Kannski. Ef þú verður ekki örg yfir því að ég sé að sálgreina þig. Halda áfram að lesa