Þessvegna kýs ég ekki Borgarahreyfinguna frekar en aðra flokka

Margir hafa undrast viðbrögð mín við Borgarhreyfingunni og ég get svosem skilið að fólk sem er samdauna þeirri hugmynd að fulltrúalýðræði sé æðsta birtingarmynd réttlætis og frelsis telji Borgarahreyfinguna vera beinlínis róttækt skref í átt til þátttökulýðræðis. Flestir virðast ekki skilja að rót þeirrar spillingar og valdníðslu sem var forsenda efnahagshrunsins, og sem allt okkar afar vonda viðskiptasiðferði hvílir á, er sjálft stjórnkerfið.

Halda áfram að lesa

Borgarahreyfingin er fyrirlitegt flokkskerfisskrípi og máttlaust í þokkabót

Borgarahreyfingin er ekki nýtt stjórnmálaafl. Borgarahreyfingin er gamalt, þreytt, ónýtt stjórnmálaafl, semsagt hefðbundinn flokkur. Hún er þó sýnu fyrirlitlegri en aðrir flokkar að því leyti að hún hafði ekki einu sinni döngun til að móta sína eigin stefnu.

Borgarahreyfingin varð til á þann hátt, að nokkrar hreyfingar voru búnar að funda, tuða og þrátta, án þess að komast neitt áfram í margar vikur. Lýðveldisbyltingin hafði mótað ágæta stefnu sem hefur lýðræði að leiðarljósi en hugmyndin með Lýðveldisbyltingunni var sú að komast á þing, ná fram markmiðum um stjórnkerfisbreytingar og leggja svo hreyfinguna niður um leið og því væri lokið, til að tryggja að hún yrði ekki að venjulegum flokki.

Fljótt kom í ljós að flestir vildu ekki leggja hreyfinguna niður. Þeir vildu í raun viðhalda flokkakerfinu af því að þeir vildu sjálfir komast á þing og fá völd. Þeir gengu þessvegna úr hreyfingunni og fóru að vinna með fólki sem vill viðhalda flokkakerfinu með öllu sínu valdabrölti og spillingu.

Þegar allar þessar grasrótarhreyfingar sáu fram á að þær hefðu ekki manndóm til að ljúka sinni málefnavinnu í tæka tíð fyrir kosningar, varð lendingin sú að taka stefnu Lýðveldisbyltingarinnar upp nánast óbreytta. Það eina sem breytist er að nú er enn einn, viðbjóðslegur, valdasjúkur stjórnmálaflokkur í boði, en hann hefur ekki einu sinni drullast til að vinna málefnavinnuna sína sjálfur, heldur fengið hana á silfurfati og virkjað í þágu flokkakerfisins, frá fólki sem ætlaði einmitt að rísa gegn flokkakerfinu.

Þetta hlýtur að vera einmitt rétta fólkið til að koma á lýðræði í landinu.

 

Umræður hér
://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/borgarahreyfingin-er-fyrirlitegt-flokkskerfisskrípi-og-máttlaust-í-þokkabót/52099983659/