Fokk jú Steingrímur

Ef félagslegur þroski, ábyrgð og skilningur felst í því að sætta sig við að ríkið styðji iðnað erlendra, umhverfisspillandi stórfyrirtækja en láti þær greinar sem gætu aukið sjálfbærni okkar reka á reiðanum, þá vantar Ísland fleiri vanþroskaða, andfélgassinnaða, skilningslausa og ábyrgðarlausa bændur.

Ég lýsi hér með eftir umhverfisstefnu VG.

mbl.is „Þetta var fínn fundur“

Og hvað með það?

Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa nafnlaust á netinu þori ekki að standa við skoðanir sínar. Hvað þá með það? Verður staðreynd eitthvað ósannari eða sannfæring byggð á veikari grunni, ef það er hugleysingi sem heldur henni fram?

Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa um hitamál eða halda fram róttækum skoðunum undir nafni séu fyrst og fremst athyglisjúkir. Og hvað með það? Er athyglissjúkir eitthvað óskynsamari eða ómarktækari en aðrir?

Svar til Hlyns

Hlyni finnst afstaða mín til ofbeldis vera þversagnakennd og svarið útheimtir heila færslu. Flest af þessu hef ég nú svosem sagt einhversstaðar áður.

Ég er mótfallin ofbeldi Hlynur en þar fyrir verður fólk að hafa einhverja leið til að verja sig þegar á það er ráðist. Halda áfram að lesa

Bréf til nágranna minna

Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009

Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39

Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa

Það var málið

Þrátt fyrir síaukna andúð mína á lögreglunni og andstyggð á ofbeldi, finnst mér í ákveðnum tilvikum réttlætanlegt að lögregla beiti ofbeldi að vissu marki. T.d. til að yfirbuga vopnaðan mann sem ógnar öðrum eða stöðva einhvern í því að ganga í skokk á annarri manneskju. Halda áfram að lesa