Gjöööörbreytt landslag

mbl.is 27 nýir þingmenn

Mikil bylting hefur orðið í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur umboð 23,7% kjósenda til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni á íslenskri náttúru og efnahagslífi.

Lufsa hans Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum rak hér um langt árabil efnahagsstefnu sem gerði okkur gjaldþrota auk þess að halda öllu sem máli skipti leyndu fyrir þjóðinni, fær 14,8%, samtals 38,5% atkvæða.

Halda áfram að lesa

Þessvegna kýs ég ekki Borgarahreyfinguna frekar en aðra flokka

Margir hafa undrast viðbrögð mín við Borgarhreyfingunni og ég get svosem skilið að fólk sem er samdauna þeirri hugmynd að fulltrúalýðræði sé æðsta birtingarmynd réttlætis og frelsis telji Borgarahreyfinguna vera beinlínis róttækt skref í átt til þátttökulýðræðis. Flestir virðast ekki skilja að rót þeirrar spillingar og valdníðslu sem var forsenda efnahagshrunsins, og sem allt okkar afar vonda viðskiptasiðferði hvílir á, er sjálft stjórnkerfið.

Halda áfram að lesa

Fokk og gyllinæð

Sumardagurinn fyrsti. Fokk og gylliniæð, mér líður hroðalega. Bara aðeins of mikill sársauki sem ég er búin að tengja við daginn. Ég ætla að fresta honum. Halda hann hátíðlegan í Hullusveit þann 30 apríl. Djöfull ætla ég að drekka mikið hvítvín í sumar. Halda áfram að lesa

Lýðræðið er pulsa

Fyrir nokkrum vikum setti listamaður upp á Háskólatorgi verk sem lýsir eðli þess lýðræðis sem við búum við.Þetta er myndband sem sýnir fólk að borða pylsur. Þú mátt velja hvaða meðlæti þú færð með pylsunni þinni af því að þú ert svo rosalega frjáls. Pylsan/pulsan er samt sem áður það eina sem er í boði. Þú horfir á pylsugerð og fólk borða pylsur svo lengi að þú kemst að raun um að hvorugt sé sérlega geðslegt, hvað þá skemmtilegt. Halda áfram að lesa

Kynþáttafordómar í praxís

Fín lausn fyrir þá sem ekki þola óþægilegan sannleika, vilja ekki horfast í augu við hræsni sína, að ganga bara út.

Þetta er auðvitað talandi dæmi um kynþáttahyggju. Kannski ekki kynþáttahatur í öfgafyllsta skilningi, heldur þá kynþáttahyggju sem alltaf og ævinlega tekur þægindi Vestrænna manna fram yfir öryggi og frelsi annarra. Réttur Evrópubúans til að komast hjá því að hlusta á mógðanir, skal æðri rétti arabans til ættjarðar, frelsis og jafnvel réttinum til lífs.

mbl.is Íslendingar gengu ekki út