Jæja. Það fer að styttast í Íslandsreisuna. Kem semsagt seinni part mánaðarins til að sækja búslóðina. Vildi helst sækja afkvæmin í leiðinni. Óþolandi að fólk skuli verða sjálfráða þegar mömmunar vita svona miklu betur hvað því er fyrir bestu. Hefði svosem einnig verið til í að sækja manninn sem ég elska en hann er því miður sjálfráða líka. Hugga mig við að hann á sennilega meira sameiginlegt með Bjarti en mér, þannig að ég yrði líklega þriðja hjól undir vagni hvort sem er. Halda áfram að lesa
Eitthvað um tré
-Hagkvæmt jú, ég býst við því en ég held nú samt að sambönd gangi ekki upp til lengdar nema fólk sé svolítið ástfangið, sagði hann.
-Nei, það er alveg rétt hjá þér að hagkvæmnissambönd ganga ekki upp til lengdar en ég sé nú ekki að þau gangi neitt frekar upp þótt maður sé ástfanginn. Ég er allavega nokkuð viss um að minn síðasti elskaði mig helling og ekki gekk það upp. Halda áfram að lesa
Hvað eru glæpasamtök?
Ég játa að mér finnst það óhugnanleg tilhugsun að Vítisenglar og álíka samtök nái fótfestu á Íslandi. Ég er hinsvegar líka meðvituð um að öll mín vitneskja um slík ‘gengi’ er til komin fyrir einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aldrei talað við neinn úr mótorhjólasamtökum á borð við Fáfni, hvað þá Vítisengil og veit í rauninni ekkert um það hvers vegna Vítisenglar ganga um (eða aka um) og berja mann og annan. Hverjir eru þeir og hvaðan koma þeir? Hvað eru þeir svona óánægðir með og hvað vilja þeir? Hvað er svona æðislegt við Helvíti? Hversvegna líta þeir á fórnarlömb sín sem óvini? Af hverju álíta þeir aðferðir sínar æskilegar? Halda áfram að lesa
Arg á elliheimili
Nú eru þessar kerlingabeyglur hættar að bjóða fólkinu kvöldkaffi.
-Af því þau vilja það ekki, var skýringin sem ég fékk. Ég bauð nú samt upp á kvöldkaffi og undarlegt nokk þá afþakkaði það enginn nema ein kona sem vill kaffi stundum og stundum ekki. Hið rétta er nefnilega að þau biðja ekki um það að fyrra bragði og sumum liggur svo rosalega á að komast í pásu til að baknaga vinnufélagana, að þær mega bara ekkert vera að einhverjum snúningum sem hægt væri að komast hjá. Halda áfram að lesa
Býlabyggð
Ég settist að lengst úti í Suðurjóskum hundsrassi í þorpi sem heitir Býlabyggð og er í næsta nágrenni við Hullusveit í Beykiskógi. Ekki svo að skilja að ég sé haldin nostalgíu gagnvart smáþorpum, heldur er ég á hagkvæmnisflippi. Fékk semsé vinnu í þorpinu og þar sem ég vil helst komast hjá því að kaupa bíl, ákvað ég að finna húsnæði í Býlabyggð. Halda áfram að lesa
Hefur löggi tillögu um það hvar eigi að skera niður?
Ég held að flestir geri sér fulla grein fyrir því að fjárveitingar til lögreglu eru of lágar miðað við það starf sem henni er ætlað að sinna. Hinsvegar eru fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, atvinnusköpunar, menningarinnar o.s.frv. líka of lágar.
Annars minnir mig að víða hafi verið kveinað undan lélegum fjárveitingum á meðan íslenska efnahagsundrið blómstraði.
![]() |
Lögreglumenn örþreyttir |
Þeir eru búnir að svara þessu
Það hafa engin skilyrði verið sett fyrir láninu heldur verða þau sett eftir þörfum. Ríkisstjórnin fær ‘ráðgjöf’ og ef hún fer ekki eftir ráðunum og finnur heldur ekki aðra leið til að borga, þá verða sett skilyrði, alveg eins og í öllum hinum löndunum sem hafa misst ríkisfyrirtæki, auðlindir og sjálfstæði sitt í klær amerískra stórfyrirtækja með milligöngu AGS.
Við þurfum samt ekki að hafa neinar áhyggjur því þetta reddast allt með hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði.
![]() |
Vill að AGS leggi spilin á borðið |
