Ég þekki konu sem hélt að hún væri að verða geðveik. Hún gat ekki sett óhreinar nærbuxur í taukörfuna, heldur þvoði þær í höndunum jafnóðum og það er bara frekar bilað. Á endanum tók hún sér tak og komst yfir þetta því hún vildi ekki láta gamalt áfall stjórna lífi sínu. Halda áfram að lesa
Prinsessan sem spann
-Þú mátt það ekki, sagði kóngurinn.
-Nei, það máttu ekki, át drottningin upp eftir honum.
-Það er hættulegt fyrir ungar prinsessur, sagði kóngurinn
-Já, það er nefnilega stórhættulegt, sagði drottningin.
En mærin kærði sig kollótta og gerði það samt. Halda áfram að lesa
Af hverju er vín svona dýrt?
Í landamærabúðinni í Þýskalandi er hægt að fá 5 lítra kassa af rauðvíni á 40 kr danskar. Það er líka hægt að fá dýrt vín en þetta ódýrasta er allsekkert það versta sem býðst.
5 lítra kassinn endist mér í 5-6 vikur og þegar áfengisneyslan kostar tíkall á viku, fer maður að líta á áfengiskaup sem hluta af eðlilegum heimilsrekstri. Ég reiknaði ekkert með því að halda þessum drykkjuskap áfram hér í Noregi en við fórum í vínbúð í dag í fyrsta sinn á árinu og þótt ég vissi að verðlagið væri lítið skárra en á Íslandi, gekk hreinlega fram af mér. Ódýrasti 3ja lítra kassinn var á 269 kr. sem samsvarar 256 dönskum. Það var tegund sem kostar milli 50 og 60 kr í Þýskalandi.
Ég geri ekki kröfu um að geta drukkið rauðvín daglega og leit alltaf á áfengiskaup sem lúxus á meðan ég bjó á Íslandi. Ég vissi að rauðvín er töluvert dýrara í Noregi en Þýskalandi en eftir að hafa vanist öðru finnst mér áfengisokur ekkert eins sjálfsagt og áður. Mig langar að vita í hverju þessi hroðalegi verðmunur liggur. Og líka af hverju fólk sættir sig bara við hann.
Af hverju svona dýrt?
Í landamærabúðinni í Þýskalandi er hægt að fá 5 lítra kassa af rauðvíni á 40 kr danskar. Það er líka hægt að fá dýrt vín en þetta ódýrasta er allsekkert það versta sem býðst. Halda áfram að lesa
Sniðugur dómari Pétur
Þá er fallinn dómur í nímenningamálinu. Sniðugur dómari Pétur. Dæmir ekki nógu svívirðilega til að von sé til þess að almenningur verði bandbrjálaður en þó þannig að nímenningarnir séu sekir. Um eitthvað. Nánar tiltekið ‘brot gegn valdstjórninni.’ Dómskerfið er ólíkindatól og maður átti svosem allt eins von á því að þau yrðu fundin sek um valdaránstilraun svo það liggur við að maður segi bara hjúkket! þótt auðvitað hefði maður helst viljað að þessu yrði bara vísað frá. Halda áfram að lesa
Þetta er bara svona
Þegar maður flytur á milli landa verða ótrúlegustu smáatriði að vandamálum. Þetta er lítið mál þegar maður á fjölskyldu í nýja landinu sem er búin að komast að öllu sem skiptir máli en töluvert flóknara þegar maður stendur einn. Að sumu leyti er maður bara eins og krakki. Veit ekki hvert á að snúa sér til að leysa einhver smámál. Veit ekki hvað er eðlilegt og líður oftar en ekki frekar heimskulega. Halda áfram að lesa
Hetjupar
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/111692752239846