Af hverju er vín svona dýrt?

Í landamærabúðinni í Þýskalandi er hægt að fá 5 lítra kassa af rauðvíni á 40 kr danskar. Það er líka hægt að fá dýrt vín en þetta ódýrasta er allsekkert það versta sem býðst.

5 lítra kassinn endist mér í 5-6 vikur og þegar áfengisneyslan kostar tíkall á viku, fer maður að líta á áfengiskaup sem hluta af eðlilegum heimilsrekstri. Ég reiknaði ekkert með því að halda þessum drykkjuskap áfram hér í Noregi en við fórum í vínbúð í dag í fyrsta sinn á árinu og þótt ég vissi að verðlagið væri lítið skárra en á Íslandi, gekk hreinlega fram af mér. Ódýrasti 3ja lítra kassinn var á 269 kr. sem samsvarar 256 dönskum. Það var tegund sem kostar milli 50 og 60 kr í Þýskalandi.

Ég geri ekki kröfu um að geta drukkið rauðvín daglega og leit alltaf á áfengiskaup sem lúxus á meðan ég bjó á Íslandi. Ég vissi að rauðvín er töluvert dýrara í Noregi en Þýskalandi en eftir að hafa vanist öðru finnst mér áfengisokur ekkert eins sjálfsagt og áður. Mig langar að vita í hverju þessi hroðalegi verðmunur liggur. Og líka af hverju fólk sættir sig bara við hann.

One thought on “Af hverju er vín svona dýrt?

  1. ————————————
    Ég skil ekki heldur þetta okur og leyfi mér að stórefast um að Íslendingar (og Norðmenn) lægju í því alla daga ef vín væri aðeins ódýrara.

    Posted by: Kristín í París | 16.02.2011 | 19:04:03

    ————————————

    Sumpart er vín dýrt af sögulegum og pólitískum ástæðum. Ríkið og sennilega því rúmlega helmingur norsku þjóðarinnar vildi hefta aðgengið og það er gert með háu áfengisgjaldi en svo er kaup sölumannanna hærra í Noregi en í Þýskalandi. Sama stefna var uppi í Svíþjóð en svo kom EB..
    Sjálfum finnst mér vín á Íslandi ódýrt í samanburði við aðra drykki: kók hálfur lítri kr 240 en bjór svipað. Er þó ekkert áfengisgjald á gosi en er um 500 kr á 70 cl flösku á Íslandi.

    Posted by: Einar Guðjónsson | 16.02.2011 | 19:38:40

Lokað er á athugasemdir.