Nauðgunarkærur sem tekjulind?

hammer-311342_640

Það er náttúrulega ekkert í lagi að hafa mök við 13 ára barn. Það er heldur ekkert í lagi að bjóða drukknum börnum í partý. Og jú það er hægt að ætlast til þess að fólk spyrji um aldur áður en það drífur sig í kynsvall með unglingum. En er þetta mál bara svo einfalt að strákurinn (varla vaxinn upp úr barnaskónum sjálfur) hafi sýnt gáleysi? Voru kannski fleiri sem sýndu gáleysi? Halda áfram að lesa

Af ýkjum feminista

ykjur

Fyrirsögnin á þessum pistli er röng. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að flestir feministar ýki neitt meira en gengur og gerist. Ég ákvað að nota þessa yfirskrift vegna þess að ég vil að sem flestir sem hafa áhuga á áhrifum kynferðis á það hvernig lífið leikur okkur, lesi hann og velti fyrir sér muninum á því sem talið er að rannsóknir sýni og því sem þær sýna raunverulega. Halda áfram að lesa

Þegar Þvagleggur sýslumaður gerðist aðalpersóna í fjölskylduharmleik

Sögurnar af óvenjulegum vinnubrögðum Þvagleggs sýslumanns, gætu eflaust fyllt heila bók. Flestir þekkja söguna af því hvernig Þvagleggur fékk viðurnefni sitt en ég hygg að einhverjir hafi gleymt sögu Helgu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Sú saga varpar ljósi á frumlegar hugmyndir Þvagleggs sýslumanns um refsivörsluástæður. Halda áfram að lesa

Kaþólska kirkjan biðst afsökunar

Kaþólska kirkjan biðst afsökunar. Þá hlýtur nú öllum að líða betur er það ekki?

Ónei! Það líður engum rassgat betur þótt kaþólska kirkjan biðjist afsökunar. Enda er opinber afsökunarbeiðni frá stofnun bara leiksýning til að róa fólk.

Stofnanir bera vissulega ábyrgð gagnvart þolendum starfsfólksins að því leyti að þeim er skylt að grípa til viðeigandi rástafana þegar upp kemst um óhæfu. Hinsvegar er það ekki stofnunin sem slík sem bregst skyldu sinni heldur eru það manneskjur.

Afsökunarbeiðni í eðli sínu persónuleg. Það er hreinlega ekki trúverðugt að ópersónuleg stofnun iðrist gjörða starfsmanna sinna. Þær persónur sem enn eru á lífi og brugðust á sínum tíma, ættu að biðja þolendurna afsökunar á sínu eigin skeytingarleysi. Allt í lagi að gera það opinberlega en þá líka augliti til auglitis. Þ.e.a.s. að því tilskildu að þeir sem í hlut eiga iðrist framkomu sinnar. Það er nefnilega heldur ekkert gagn í afsökunarbeiðni ef hugur fylgir ekki máli.

 Ummæli:

Fréttin á RÚV segir að kaþólski biskupinn hafi „fylgt dæmi páfa og beðist afsökunar“. Hann fylgdi líka dæmi páfa með því að hylma yfir níðingum:http://en.wikipedia.org/wiki/Deliver_Us_from_Evil_(2006_film)#Movie_claims

Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 29.06.2011 | 3:58:18

Takk báðir, fyrir
áhugaverð innlegg. Viðbjóðurinn virðist gjörsamlega botnlaus.

Posted by: Eva | 29.06.2011 | 7:18:51