Kaþólska kirkjan biðst afsökunar

Kaþólska kirkjan biðst afsökunar. Þá hlýtur nú öllum að líða betur er það ekki?

Ónei! Það líður engum rassgat betur þótt kaþólska kirkjan biðjist afsökunar. Enda er opinber afsökunarbeiðni frá stofnun bara leiksýning til að róa fólk.

Stofnanir bera vissulega ábyrgð gagnvart þolendum starfsfólksins að því leyti að þeim er skylt að grípa til viðeigandi rástafana þegar upp kemst um óhæfu. Hinsvegar er það ekki stofnunin sem slík sem bregst skyldu sinni heldur eru það manneskjur.

Afsökunarbeiðni í eðli sínu persónuleg. Það er hreinlega ekki trúverðugt að ópersónuleg stofnun iðrist gjörða starfsmanna sinna. Þær persónur sem enn eru á lífi og brugðust á sínum tíma, ættu að biðja þolendurna afsökunar á sínu eigin skeytingarleysi. Allt í lagi að gera það opinberlega en þá líka augliti til auglitis. Þ.e.a.s. að því tilskildu að þeir sem í hlut eiga iðrist framkomu sinnar. Það er nefnilega heldur ekkert gagn í afsökunarbeiðni ef hugur fylgir ekki máli.

 Ummæli:

Fréttin á RÚV segir að kaþólski biskupinn hafi „fylgt dæmi páfa og beðist afsökunar“. Hann fylgdi líka dæmi páfa með því að hylma yfir níðingum:http://en.wikipedia.org/wiki/Deliver_Us_from_Evil_(2006_film)#Movie_claims

Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 29.06.2011 | 3:58:18

Takk báðir, fyrir
áhugaverð innlegg. Viðbjóðurinn virðist gjörsamlega botnlaus.

Posted by: Eva | 29.06.2011 | 7:18:51

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.