Afsökunarbeiðni til Stefáns Snævarr

Íslendingar eru afskaplega þjóðernissinnaðir. Við erum stolt af okkar menningararfi og höfum, af landfræðilegum og menningarlegum ástæðum, líklega sterkari þjóðarvitund en margir aðrir hópar sem með misgóðum rökum skilgreina sig sem þjóð. Þjóðernishyggja á Íslandi er þó ekki hatursfull og fasísk eins og oft vill verða, hún er aðallega bara dálítið sveitaleg og í aðra röndina krúttleg. Halda áfram að lesa

Er Stefán Snævarr nazisti?

Stefán Snævarr boðar hann það sem hann kallar „gagnrýna þjóðernishyggju“ og varar við því sem hann kallar alþjóðarembu. Þar á hann við fjölmenningarsinna, þá sem vilja efla samvinnu þjóða og stefna að því að afnema þjóðríkið. Stefán Snævarr veit alveg hvað orðið þjóðernisstefna merkir en hann frábiður sér nú samt að vera kallaður nazisti. Hann hefur m.a.s. hótað að lögsækja mig fyrir að nota það orð. Verði honum að góðu, hann lögsækir þá líklega í leiðinni þá sem styttu nafn þýska þjóðernisstefnuflokksins „Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei“ í „Nazi Party“. Halda áfram að lesa

Nokkrar spurningar til Árna Þórs Sigmundssonar

Mig langar að fá svör Árna Þórs Sigmundssonar við nokkrum spurningum sem vöknuðu hjá mér við lestur þessarar fréttar

-Hvernig getur rannsókn á máli stúlkunnar verið lokið ef þið voruð ekkert að rannsaka hennar mál?
-Af hverju var hennar mál ekki rannsakað?
-Hvernig getur það verið ósaknæmt að greiða manneskju 300 kr á tímann fyrir yfirvinnu? Er búið að afnema lög um lágmarkslaun eða hvað?
-Telur lögreglan sér bera skyldu til að rannsaka málið ef upp kemur grunur um þrælahald eða aðra nauðung?
-Hafið þið einhverja sérstaka ástæðu til að ætla að það hafi verið tungumálavandræði fremur en blekkingar sem komu stúlkunni í þessa aðstöðu?

Og svo ein tvíliða spurning til blaðamanns DV:
-Lagðir þú þessar spurningar fyrir yfirmann lögreglunnar? Ef svarið er já, hverju svaraði hann? Ef svarið er nei, hversvegna gerðirðu það ekki?

Einnig má spyrja hvernig það komi heim og saman að lögreglan hafi mál stúlkunnar til rannsóknar eins og Árni Þór segir hér  og það sem hann segir núna, að þeir hafi verið að rannsaka starfsleyfi gistiheimilisins.

Mega lyjafræðingar vera ögrandi?

háskóli_íslands_2_jpg_475x712_sharpen_q95Jafnréttisnefnd fór á límingunum út af þessari mynd sem ku víst gera lítið úr konum. Ég hef ekki lesið auglýsingatextann, veit ekki hvað er verið að auglýsa fyrir utan það sem kemur fram á vefsíðu DV að auglýsingin sé frá félagi nema í lyfjafræði.

Það er ekki sérlega trúverðugt þegar fólk segist ekki sjá neitt ögrandi eða kynferðislegt við myndina. Ég efast um að lyfjafræðingar mæti almennt í vinnuna með sýnileg, rauð sokkabönd og rauðum nærbuxum undir píkusíðum slopp. „Ögrandi stelling“ finnst mér aftur á móti full langsótt. Getur kynþokkafull kona með rauð sokkabönd yfirhöfuð fundið sér einhverja stellingu sem ekki er annaðhvort ögrandi eða niðurlægjandi? Og afhverju eru konur sem nýta sér kynþokka sinn til að hafa áhrif á aðra og komast þangað sem þær ætla sér, ómerkilegri en þeir sem nota tengsl, peninga eða stöðu í sama tilgangi?

Halda áfram að lesa

Mannréttindi má ekki skerða

Mér gramdist nokkuð þegar Illugi Jökulsson tók fram í umfjöllun sinni um stjórnarskrárfrumvarpið að mannréttindi mætti skerða ef nauðsyn bæri til. Eftir öðrum skrifum hans að dæma, reikna ég með að hann eigi einfaldlega við að mannréttindi takmarkist af hagsmunum annarra svo sem gert er ráð fyrir í lögum en mér gramdist þetta samt, vegna þess að því miður hugsa ekki allir á þann hátt og því tel ég þetta orðalag dálítið varasamt. Halda áfram að lesa

Öfgar eru ekkert vandamál

Í gær átti ég samtal við mann sem finnst rosalega gott mál að svara „þessum öfgamönnum“ og á þá við grímulausa kynþáttahatara sem kalla sig þjóðernissinna.

Það sem ég hef við þetta fólk að athuga er ekki öfgastefna þess. Öfgar eru ekkert annað en það sem víkur frá norminu. Þar sem einhver breidd er í skoðunum hljóta öfgar alltaf að vera til. Halda áfram að lesa