Nokkrar spurningar til Árna Þórs Sigmundssonar

Mig langar að fá svör Árna Þórs Sigmundssonar við nokkrum spurningum sem vöknuðu hjá mér við lestur þessarar fréttar

-Hvernig getur rannsókn á máli stúlkunnar verið lokið ef þið voruð ekkert að rannsaka hennar mál?
-Af hverju var hennar mál ekki rannsakað?
-Hvernig getur það verið ósaknæmt að greiða manneskju 300 kr á tímann fyrir yfirvinnu? Er búið að afnema lög um lágmarkslaun eða hvað?
-Telur lögreglan sér bera skyldu til að rannsaka málið ef upp kemur grunur um þrælahald eða aðra nauðung?
-Hafið þið einhverja sérstaka ástæðu til að ætla að það hafi verið tungumálavandræði fremur en blekkingar sem komu stúlkunni í þessa aðstöðu?

Og svo ein tvíliða spurning til blaðamanns DV:
-Lagðir þú þessar spurningar fyrir yfirmann lögreglunnar? Ef svarið er já, hverju svaraði hann? Ef svarið er nei, hversvegna gerðirðu það ekki?

Einnig má spyrja hvernig það komi heim og saman að lögreglan hafi mál stúlkunnar til rannsóknar eins og Árni Þór segir hér  og það sem hann segir núna, að þeir hafi verið að rannsaka starfsleyfi gistiheimilisins.

One thought on “Nokkrar spurningar til Árna Þórs Sigmundssonar

  1. ———————-

    Hér má ekki á milli sjá hver er heimskari: löggan eða snápurinn.
    öskr

    Posted by: Magga | 2.09.2011 | 20:32:43
    ———————-

    Ég hef persónulega haft kynni af þessum manni, Árna Þór Sigmundssyni. Það að hann skuli vera rannsóknarlögreglumaður þarfnast skýringar og rannsóknar.

    Posted by: Rétthugsun | 13.09.2011 | 11:16:45

Lokað er á athugasemdir.