Margir virðast ekki skilja hugmyndina á bak við mannréttindi. Allavega verður þess iðulega vart í umræðum á netinu að fólk telur algeran óþarfa að virða mannréttindi þegar einhverjir drullusokkar eiga í hlut. T.d. telja margir óþarft að vítisenglar njóti mannréttinda og í umræðunni um Breivik bar töluvert á því viðhorfi að hann ætti ekki annað skiið en pyndingar og dauðarefsingu. Halda áfram að lesa
Sigur stóru systur
Um mánaðamótin ágúst-september var gífurleg þörf fyrir vændisathvarf í Reykjavík. En svo upprætti stóra systir eftirspurn eftir vændi og nú er engin þörf lengur. Allavega lítil aðsókn í afmellunarmeðferð, ætli hið rausnarlega dónakallaframlag Kópavogsdónans fari ekki bara í að kynda tómt hús?
Eiga tilfinningarök rétt á sér?
Um daginn skrifaði Kristinn Theódórsson pistil um tilfinningarök í tengslum við vændisumræðuna og nú bætir Einar Karl Friðriksson um betur og ræðir tilfinningarök út frá nytemissjónarmiði. Halda áfram að lesa
Þar sem Smugan klikkaði á að taka fram að Farley er rugludallur
The Guardinan birtir niðurstöður nýjustu bullrannsóknar Melissu Farley og Smugan tengir á spekina. Halda áfram að lesa
Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir
Um daginn birti ég stuttan pistil þar sem ég dró saman aðalatriðin í umsögn minni um þingsályktunartillögu um forvirkar rannsóknarheimildir. Ég hef nú sent hana inn til birtingar. Hér er tengill fyrir þá sem hafa áhuga.
Búrkubann
Þetta er ágætt dæmi um lög sem sett eru til að vernda konur eða frelsa þær (að sögn) án þess að þær séu spurðar álits og sennilega í óþökk þeirra. En lögin beinast auðvitað ekki gegn þeim. Þær eru bara of kúgaðar til að hafa vit á því hvernig þær vilja klæðast.
Stráreður vikunnar
Einhvernveginn snerist umræðan um klámvæddu móðurástina upp í pælingar um soralegt ímyndunarafl Maríu Lilju sem stakk upp á hugsanleika þess að eldiviðardrumbarnir væru reðurtákn. Mér finnst kostulegt að fólk skuli velja að beina athyglinni að því smáatriði fremur en því sem málið snýst um, sem er einhverskonar daður við sifjaspell, leikur að hugmyndinni um fegurðarsamkeppni móður og dóttur, tilraun til að má út mörkin milli ástúðlegs sambands og erótísks, kannski fleira. Halda áfram að lesa