Lengi skildi ég orðið pabbadrengur um fullorðna menn á þann hátt að átt væri við mann sem hefði fengið auð og völd upp í hendurnar fyrirhafnarlaust vegna sterkrar stöðu föður síns. Nú heyrir maður þetta orð notað um börn stjórnmálamanna sama hversu sjálfstæð þau eru. Ef einhver styður sama flokk og faðir hans, hlýtur hann að vera „pabbadrengur“. Halda áfram að lesa
Ekki eins gult og það ætti að vera
Mér skilst að spákonan sem segir að gula ljósið nái ekki niður í klofið á mér sé komin í einhverja vafasama erótík. Ég ætti eiginlega að leita hana uppi, ég hafði óendanlega gaman af henni og eiginlega synd að ég skyldi ekki kynnast henni persónulega. Væri samt ekki til að láta hana spúla mig með garðslöngu. Halda áfram að lesa
Um mansal og opnun landamæra
Þegar ég tala um að opna þurfi landamæri skulu alltaf einhverji koma með hryðjuverkaógnina, Vítsengla og mansalsgríluna.
Það hefur fallið einn dómur í mansalsmáli (konan frá Litháen) og einn annar vegna milligöngu. Sú kona var sýnkuð af ákæru um mansal og ekki kemur fram að hún hafi haft nein tengsl við Vítisengla (án þess að ég sé að segja að þeir séu eitthvað ólíklegir til þess að stunda þessháttar starfsemi).
Fólk er reglulega stöðvað á Keflavíkurflugvelli vegna falsaðra skilríkja. Langflestir þeirra eru flóttamenn en ekki vélhjólagaurar. Þessir tveir hópar eiga það eitt sameiginlegt að bæði stjórnvöldum og almenningi finnst sjálfsagt mál að brjóta gegn mannréttindum þeirra. Hvaða fólk hefur verið stöðvað á Keflavíkurflugvelli vegna mansals?
Já ég vil opna öll landamæri. Þar fyrir skiptir vitanlega máli hvernig yrði staðið að því, ég er ekki að segja að sé hægt að gera það undirbúningslaust og ég held að það væri mjög óráðlegt að aðeins Ísland gerði það. Ég vildi sjá öll Evrópulöndin taka sig saman um það.
Það er útbreidd goðsögn að glæpum fjölgi með auknu flæði fólks á milli landa. Á íslandi fækkaði hegningarlagabrotum t.d. um 35% frá árinu 2001-2006. Allar þessar vitaskuldir eru stórhættulegar og það er ein af ástæðunum fyrir því að það er full ástæða til að fjölmiðlar fjalli almennilega um þessi vélhjólagengi. Við eigum bara heimtingu á því að vita hvað er satt og hverju er logið um starfsemi þeirra.
Yfirborðskennd umfjöllun
Umfjöllun um þessi samtök og önnur álíka er langoftast mjög yfirborðskennd. Allir vita að þetta eru „skipulögð glæpasamtök“ en allar upplýsingar vantar um það hvaða glæpi þeir hafa framið, hvaða aðferðum þeir beita og hvernig þeir réttlæta gjörðir sínar. Það eru sjaldan eða aldrei nefnd dæmi um dóma sem hafa fallið gegn meðlimum hreyfingarinnar eða á nokkurn hátt rökstutt að hreyfing sé á bak við þá glæpi. Þeir eru bara svona grýla sem allir vita að dreifa dópi og lemja mann og annan þótt fáir geti skýrt það neitt frekar.
Ég held að til þess að sé hægt að draga úr skipulagðri glæpastarfsemi þurfi fólk að vita eitthvað um það hvernig þessir menn hugsa. Svo er það nú bara svo að til er nokkuð sem kallast mannréttindi og þeirra á fólk að njóta hvort sem það á það skilið eður ei. Það er oft mjög súrt en ef við sviptum einn hóp mannréttindum af því að þeir eru ljótukallar þá má allt eins reikna með að yfirvaldinu finnist einhverjir vesalingar vera ljótukallar næst. Skúrkar hafa mannréttindi eins og aðrir. Þessvegna á að nota einhverjar aðrar aðferðir en kerfisbundin mannréttindabrot til þess að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að almennileg upplýsing, sem ekki einkennist af ýkjum og æsifréttamennsku geti verið lóð á vogarskálina.
158 netföng
Kynferðisbrotamál: Atvikum lýst í smáatriðum. Hvað stóð í sms-inu. Hver káfaði á hvaða líkamshluta og hvernig. Hvað var sagt og hver stóð, sat eða lá í hvaða stellingu við hliðina á hverjum. Halda áfram að lesa
Stórfurðuleg samsæriskenning
Það er tvennt sem ég skil ekki í þessari umræðu. Í fyrsta lagi, hvað er óeðlilegt eða rangt við það að hata þessa fígúru? Í öðru lagi, finnst einhverjum í alvöru trúlegt að feministar (sem flestir eiga það sammerkt að hafa ekki aðeins skiljanlega óbeit á kynferðisofbeldi, heldur að sjá merki þess í ólíklegustu hlutum) myndu senda barnungar dætur sínar heim með manni sem hefur talað um konur, kynlíf og nauðganir á þann hátt sem Giljagaurinn gerir?
Þessu tengt:
Ég kæri mig ekki um að skrá mig á „nauðgunarpressuna“ þar sem ég sé ekki að Pressan hafi hvatt til nauðgana. Hún gekk hinsvegar langt yfir strikið í ósmekklegheitum og friðhelgisrofi og því rökrétt að láta hana róa.
Forræðishyggjan blífur
„Eins og gjarnan tíðkast eru einhverjir sem mæla vændinu bót og segjast berjast fyrir rétti vændiskvenna.“ Og í lokin tekið skýrt fram að ekkert mark sé á því takandi þótt vændiskonur hafi skoðanir á þeim ákvörðunum sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Af textanum má ætla að þær hafi einfaldlega ekkert vit á sínum eigin málum