158 netföng

Kynferðisbrotamál: Atvikum lýst í smáatriðum. Hvað stóð í sms-inu. Hver káfaði á hvaða líkamshluta og hvernig. Hvað var sagt og hver stóð, sat eða lá í hvaða stellingu við hliðina á hverjum.

Ef gerandinn (eða meintur gerandi) er þekktur er nafn hans birt áður en hann fær tækifæri til að hreinsa mannorð sitt. Landinn slefar af vandlætingargreddu og kaupir meira og meira af sama soramálinu.

Nýjasta afrekið í nauðgunarblaðamennsku er svo gróft brot gegn friðhelgi ákæranda, fylgt eftir með hreinsunum af kommentakerfum. Hvað verður það næst? Myndir af innanpíkuáverkum? Opinbert uppboð á sæðissýni nauðgarans (eða „hins meinta“)? Er nema von að fólki blöskri? Varla enda loga netheimar og fólk keppist við að aflæka Pressuna og loka á hana og aðra vefmiðla henni tengda.

Skandall á vegum opinberrar stofnunar: Netföng 158 [hugsanlegra] þolenda heimilsofbeldis send út um hvippinn og hvappinn, fáránlega stórt brot gegn friðhelgi fjölda manns og einu upplýsingarnar sem við fáum eru þær að til hafi staðið að vinna rannsókn „á vegum Háskóla Íslands“.

Halló gæjs, það eru margar rannsóknarstofnanir innan H.Í. og það eru þær, hver fyrir sig sem eiga heiðurinn af þeim rannsóknum sem þær vinna. Það hlýtur að virka eins þegar þær klúðra málunum. Hvernig gerðist þetta eiginlega? Var þetta kannski nemendaverkefni eða stóð ein af rannsóknarstofnunum H.Í á bak við þetta og þá hver þeirra? Hver afhenti hverjum listann? Hvar var persónuvernd? Hvaða reglur gilda um meðferð slíkra upplýsinga, hverjir hafa eða geta fenigð aðgang að gagnagrunnum og hvað klikkaði? Ok, það er kannski of snemmt að segja til um nákvæmlega hvað klikkaði en hvar í fjandanum er þessi yfirlýsing frá H.Í og framkvæmdastjóra lækninga á Lansanum?

Og það sem ég undrast mest; hversvegna segir enginn neitt, ekki fjölmiðlar, ekki bloggarar, enginn? Ég hef ekki einu sinni séð umræður um þetta á facebook. Var einhver heilög stofnun, eitthvert batterí sem þarf ekki að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum, að verki?

Finnst ykkur þetta í lagi?

2 thoughts on “158 netföng

  1. Tjah, þetta með netföngin eru nú bara mannleg mistök og líklega er sú manneskja sem er gerandinn, alveg miður sín yfir þessu. Ég sé ekki beint þörf á að ræða þetta mikið frekar, vona bara að fólk hafi almennt það siðferðisþrek að eyða listanum út hjá sér og ræða hann ekki við neinn utanaðkomandi.

  2. Mér finnst full ástæða til að ræða þetta. Eitthvað mikið hefur klikkað. Það á engin manneskja að fá öll þessi netföng í hendur nema með mjög skýrum leiðbeiningum um það hvernig á að fara með þau. Þú átt að geta leitað til geðdeildar, kvennadeildar eða hvaða annarrar deildar sjúkrahúss sem er án þess að eiga það á hættu að Pétur og Páll fái netfangið þitt seint.

Lokað er á athugasemdir.