Um mansal og opnun landamæra

Þegar ég tala um að opna þurfi landamæri skulu alltaf einhverji koma með hryðjuverkaógnina, Vítsengla og mansalsgríluna.

Það hefur fallið einn dómur í mansalsmáli (konan frá Litháen) og einn annar vegna milligöngu. Sú kona var sýnkuð af ákæru um mansal og ekki kemur fram að hún hafi haft nein tengsl við Vítisengla (án þess að ég sé að segja að þeir séu eitthvað ólíklegir til þess að stunda þessháttar starfsemi).

Fólk er reglulega stöðvað á Keflavíkurflugvelli vegna falsaðra skilríkja. Langflestir þeirra eru flóttamenn en ekki vélhjólagaurar. Þessir tveir hópar eiga það eitt sameiginlegt að bæði stjórnvöldum og almenningi finnst sjálfsagt mál að brjóta gegn mannréttindum þeirra. Hvaða fólk hefur verið stöðvað á Keflavíkurflugvelli vegna mansals?

Já ég vil opna öll landamæri. Þar fyrir skiptir vitanlega máli hvernig yrði staðið að því, ég er ekki að segja að sé hægt að gera það undirbúningslaust og ég held að það væri mjög óráðlegt að aðeins Ísland gerði það. Ég vildi sjá öll Evrópulöndin taka sig saman um það.

Það er útbreidd goðsögn að glæpum fjölgi með auknu flæði fólks á milli landa. Á íslandi fækkaði hegningarlagabrotum t.d. um 35% frá árinu 2001-2006. Allar þessar vitaskuldir eru stórhættulegar og það er ein af ástæðunum fyrir því að það er full ástæða til að fjölmiðlar fjalli almennilega um þessi vélhjólagengi. Við eigum bara heimtingu á því að vita hvað er satt og hverju er logið um starfsemi þeirra.