Bjarni stóð sig vel

Aðdáendur Bjarna Ben tala nú um að hann hafi „staðið sig vel“ í Kastljósinu.

Ég get tekið undir það, að því gefnu að það að „standa sig vel“ merki:
– að taka þátt í verulega vafasömum viðskiptagjörningum og útmála svo sjálfan sig sem fórnarlamb fjölmiðla þegar þeir velta upp óþægilegum túlkunamöguleikum
– að hafna því að maður eigi aðild að viðskiptum sem maður hefur sjálfur undirritað
– að afneita því af fullkomnu samviskuleysi að nokkuð sé athugavert við atburðarás sem allt fólk með snefil af réttlætiskennd finnur skítalyktina leggja af langar leiðir
– að halda því fram af sannfæringu að tap upp á milljarða á milljarða ofan sé frábær árangur.

Ég hef séð hrekkjusvín í 8. bekk taka meiri ábyrgð á gjörðum sínum en tilvonandi forsætisráðherra Íslands. Margir virðast líta svo á að það að geta haldið uppi kjaftavaðli með buxurnar þungar af kúk, jafngildi því að „standa sig vel“. Heima hjá mér heitir það einfaldlega að kunna ekki að skammast sín.

Kristín Vala og örbylgjugrýlan

Í gær birti ég pistil þar sem ég gagnrýndi framsetningu vísindamanns í áhrifastöðu á því sem ég taldi í fyrstu að væri hugsað sem viðvörun við gervivísindum. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ póstaði á facebook, án nokkurrar gagnrýni, tenglum á greinar sem eiga að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna. Greinum sem hafa birtst á veftímaritum þar sem uppistaða efnis er einkar vafasöm „vísindi“ á borð við  nýaldarkenningar, skottulækningar og geimverufræði. Mér fannst bagalegt að engar athugasemdir fylgdu. Halda áfram að lesa

Mannfýlan Donald Pauley

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10150557117277963

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10150556207772963

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/179176105524317

Finnst ykkur þetta í lagi?

Á snjáldrinu keppast notendur við að deila tengli á grein sem á að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna.

Efni greinarinnar er tilraun grunnskólabarns á tveimur plöntum. Margir hafa endurtekið þessa tilraun með töluvert vísindalegri vinnubrögðum og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að örbylgjuhitað vatn hafi önnur áhrif á plöntur en vatn sem hitað er með öðrum aðferðum. Halda áfram að lesa

Af brennandi tittlingum og ÁTVR

Motoerhead_Shiraz_Rose_Vine_12_Vol_0_75_l-8234_0Samfélag sem einkennist af klámvæðingu, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi, þarf á siðvæðingu að halda. Og þar sem Íslendingar eru svo heppnir að eiga sér siðvæðingarfrömuði, er von til þess að þeim sé viðbjargandi. Ólíkustu aðilar hafa tekið að sér baráttu gegn klámi og öðrum dónaskap, þ.á.m. feministahreyfingin, Snorri í Betel og ÁTVR.

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að fyrirtæki eins og ÁTVR skuli hefja siðvæðinguna hjá sjálfu sér og nú þegar hefur siðanefndin afstýrt tveimur stórslysum; annarsvegar því að klámsíderinn Tempt 9 yrði markaðssettur á Íslandi og nú nýverið var rauðvíni með nafni hljómsveitarinnar Motörhead hafnað.

Halda áfram að lesa