Fangelsismálastofnun hefur ekki svarað nokkrum spurningum sem ég sendi henni í gær og varða fréttir af því að refsifangi afpláni dóm utan fangelsis. Í dag hefur komið fram í fréttum að talsmenn stofnunarinnar muni ekki tjá sig um einstök mál svo ég á ekki von á þvi að fá fullnægjandi svör við þeim spurningum mínum sem varða Baldur Guðlaugsson. Ég mun því ekki spyrja frekar um mál Baldurs þótt það sé vissulega áhugavert, heldur óska ég svara þinna við nokkrum spurningum sem ekki varða ákveðna einstaklinga en tengjast upplýsingum sem Smugan hefur eftir þér um almennar reglur. Halda áfram að lesa
Fjölmiðlar vilja vera klikkaðir í máli Baldurs (og bara almennt)
Fréttir af því að Baldur Guðlaugsson sé farinn að vinna á lögmannsstofu verjenda sinna hefur vakið töluvert umtal á netmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sumir óska manninum til Helvítis en aðrir til hamingju. Halda áfram að lesa
Sukkjöfnunarkálbögglar
Mér tókst þokkalega upp með afgangasukkjöfnunarmáltíð gærkvöldins en uppistaðan í henni voru smjörbaunir og hvítkál.
Hvítkál er ekkert sérstaklega spennandi matur en það er hitaeiningasnautt og ódýrt, geymist lengi og bragðið er frekar hlutlaust. Það er fínt að nota það í súpur og pottrétti, eða skera það í fínar ræmur og steikja í smjöri eða ólívuolíu ásamt öðru grænmeti. Kál lyktar illa ef það er ofsoðið og verður þá slepjulegt áferðar og bragðverra en ef maður gætir þess að ofsjóða það ekki er það alveg ágætt. Það er líka sniðugt að nota það í kálböggla því það ofsoðnar síður ef maður klárar eldunina í ofni. Halda áfram að lesa
Fyrirspurn til Fangelsismálastofnunar vegna afplánunar utan fangelsis
Ég var að senda tölvupóst á Fangelsismálastofnun. Vonandi fæ ég svar fljótlega.
Ég beini hér með eftirfarandi spurningum til Fangelsismálastofnunar: Halda áfram að lesa
Sukkjöfnunaraðferðin
Mér hefur sennilega aldrei á ævinni liðið betur í hjartanu en í augnablikinu hef ég áhyggjur af því að ég verði svo áhyggjufull yfir orkuinntöku minni, að það endi með því að ég fari að elda eins og ég sé í vist hjá Grýlu og jólasveinunum. Það er gott að hafa lúxusáhyggjur. Halda áfram að lesa
Sukk
Ég er ekki feit og aldrei verið svo feit að ég myndi líta á það sem vandamál hjá einhverjum öðrum en sjálfri mér, en þrátt fyrir það er fátt sem ég óttast meira í lífinu en að fitna. Flestum sem þekkja mig finnst það ótrúlegt því ég lít hvorki út né hegða mér eins og anorexíusjúklingur. Ég hef aldrei neitað mér um neitt en fólk sem „passar línurnar“ virðist alltaf vera að láta eitthvað á móti sér. Halda áfram að lesa
Matreiðslufíkn 2
Ég viðurkenni að ég á það til að fara offari í eldhúsinu. Það er nefnilega þannig að sumir bregðast við kvíða með ofáti, fara á eyðsluflipp ef þeir reiðast eða drekka frá sér áhyggjur. Ég geri það nú ekki, en ef ég er ekki í fullkomnu jafnvægi, elda ég allt sem tönn á festir. Það hefur komið fyrir mig að vera allt í einu búin að setja upp hlaðborð þótt ég eigi ekki von á neinum í mat, jájá, þetta er náttúrulega bilun, ég er ekkert að neita því. Halda áfram að lesa