Ég held að sé heilmikið til í þessu. Launamunurinn stafar frekar af mismunandi vali (og ómeðvitaðri stýringu í kynbundnar greinar) en kerfisbundinni mismunun.
Samt ein athugasemd. Af hverju ætti að jafna þetta með því að fá fleiri konur til að velja verkfræði og fleiri karla til að vinna á leikskólum? Af hverju í fjandanum eru verkfræðingar meira metnir en ljósmæður? Við erum komin upp úr þeim þankagangi að pabbinn eigi að njóta meiri réttinda á heimilinu en mamman af því að hann lagði sig í lífshættu á sjónum á meðan hún bograði fyrir þvottalaugunum með 4 smábörn í eftirdragi. Er ekki bara kominn tími á að við göngum ögn lengra og hættum að láta eins og það sé eitthvað ómerkilegt við að sinna börnum, sjúkum og öldruðum, þrífa skítinn undan öðrum og vinna þá undirbúningsvinnu sem nauðsynleg er til að gera öðrum fært að nýta hæfileika sína?
Og annað, flest áhættusöm störf eru mestmegins mönnuð karlmönnum. Það er ekkert ósanngjarnt eða óeðlilegt við að áhætta sé metin til launa. Flest störf sem krefjast mikillar skuldbindingar eru karlastörf og það er ekkert óeðlilegt við að fólk fái umbun fyrir mikla bindingu. Sá launamunur sem skýrist af þessum þáttum er ekki ósanngjarn, ekki frekar en sá launamunur sem skýrist af lengra og erfiðara námi. Eitt hlutverk er þó flestum meira skuldbindandi og er ekki metið til launa, það er hlutverk foreldris en víðast hvar taka mæður á sig meiri bindingu gagnvart börnum en feður. Það er heldur ekkert réttlátt að líta framhjá því að við komumst ekki af án fólks sem vinnur við matvælaiðnað og þrif. Ef eitthvað væri sanngjarnt og eðlilegt við okkar hagkerfi, þá væru ríkustu menn heims þeir sem vinna við námagröft, slökkviliðsmenn og önnur áhættusöm störf sem og læknar, hjúkrunarfólk, þeir sem sinna þrifum og sorphirðu og margra barna mæður. Það er samt ekki þannig. Þeir ríkustu eru fólk sem við gætum komist af án. Mismunin á vinnumarkaðnum er ekki aðeins bundin kyni, heldur ekki síður brjálæðislegum hugmyndum okkar um það hvað teljist virðingarvert og hvað ekki. Og kannski er tilhneigingin til að meta manngildi fólks út frá tekjum þess ekki minna vandamál.
Þú segir „Af hverju í fjandanum eru verkfræðingar meira metnir en ljósmæður?“
Ekki að ég geri lítið úr því námi sem ljósmæður þurfa að ganga í gegnum, en sá námshæfileiki sem verkfræðingar þurfa virðist vera sjaldgæfari og er því meira metinn. Auk þess sem allt varðandi umönnun barna er ílla launað vegna þess að það er offramboð af börnum í heiminum, og „kerfið“ gerir ekki mikið til að hvetja frekari barneignir – á meðan það er of litið framboð af verkfræðingum til að búa til samfélagslega umgjörð utan um allt fólkið (þetta á kannski ekki eins mikið við á íslandi vegna fámennins en er engu að síður ástæðan fyrir þeirri hefð að borga verkfræðingum vel (það hefur alltaf verið skortur á verkfræðingum)
„Sá launamunur sem skýrist af þessum þáttum er ekki ósanngjarn, ekki frekar en sá launamunur sem skýrist af lengra og erfiðara námi.“
Þarna svarar þú eiginlega fyrri spurningu – þótt „erfitt“ sé kannski soldið huglægt og að vissulega sé nám ljósmæðra ekki auðvellt – þá er geta (og kannski vilji) til að stunda verkfræði sjaldgæfari.
Þannig að offramboð á börnum er skýringin á því ljósmæður eru lítils metnar. Jájájá. Og væntanlega offramboð á sjúklingum og offramboð á skít sem veldur því að önnur kvennastörf eru lítils metin. Athyglisverð kenning.
Hvað hefurðu fyrir þér í því að sá námshæfileiki sem þarf til að læra verkfræði sé sjaldgæfari og í hverju felst sá hæfileiki?
þú ert nú aðeins að snúa útúr Eva
Fólksfjölgun er augljóslega stærsta vandamál mannkyns, og hvatinn til að eignast börn er ekki mikill
Og þangað til við finnum einhverja eilífðarpillu þá er náttrl oframboð af sjúklingum by defenition, þannig að þessi útúrsnúningur þinn meikar ekki einu sinni sens
Veit ekki með skít, en síðast þegar ég vissi virkuðu skólpræsikerfi ágætilega í vestrænum löndum (þökk sé verkfræðingum)
Bottom line er að verkfræðingar eru sjaldgæfari en ljósmæður (hvort sem það hefur með hæfileika, eða vilja til að fara í slíkt nám)
Þannig var „launakerfið“ í sovétríkjunum, stjórnandi gufuhamars fékk hærri laun en verkfræðingur. Verkamenn sögðu: Þeir þykjast borga okkur laun og við þykjumst vinna. Launamismunur kom til dæmis fram í því að lítið var sagt við verkfræðinginn ef hann mætti ekki, því hann var annarstaðar í svartri vinnu. Það er orðið aðkallandi að greiða fólki sæmileg laun fyrir að ala upp börn, það er eina lausnin.
Og já , bara svo það misskiljist ekki (get náttrl lítið gert í því ef þú reynir að misskilja viljandi) – en það er enginn að setja eigið fjármagn í barneignir, allur peningur til slíks brúks kemur frá ríkinu – á meðan fjárfestar bíða í röðum eftir verkfræðingum til að vinna verkefnin sín.
Það er ástæðan fyrir að launamismunurinn er á þessu tveimur störfum, sem dæmi
Fyrirgefðu – gleymdi að svara síðustu spurningu þinni…
Ég man ekki hvernær það var ekki skortur á verkfræðingum … verkfræðideild háskólans er stanslaust að kvarta yfir að fáir fáist til að læra raungreinar og alltof margir fara í félagsgreinar, og á atvinnu markaðnum er offramboð af fólki með háskólagráður í félagsgreinum – á sama tíma og ár eftir ár er kvartað yfir skorti á verkfræðingum (og tölvunarfræðingum)
Sá hæfileiki sem verkfræðinám krefst er abstrakt stærðfræðikunnátta, og einhverra hluta vegna eru fáir sem leggja á sig að kunna slíkt á proffessional level-i ( hvort sem það stafar af því að fólki leiðist slíkt nám eða hafi ekki hæfileika til þess að stunda það, veit ég ekki)