Hollinn skollinn pílarollinn

Orðið hljóð er eitt af merkilegustu orðum íslenskunnar. Það táknar bæði hávaða og þögn og felur þannig í sér tvær fullkomlega gagnstæðar merkingar.

Þó er það ólíkt refhvörfum (oxymoron) að því leyti að þegar orðið er notað á aðeins önnur merkingin við, ólíkt orðum eins og ljúfsár og svarthvítur, sem fela í sér báðar merkingarnar í senn. Þversögnin sem refhvörfin búa yfir er því ekki til staðar, önnur merkingin er algerlega lögð til hliðar nema þá að um orðaleik sé að ræða.

Lengi hélt ég að hljóð væri eina orðið af þessu tagi sem til er í nútíma íslensku en mér yfirsást annað orð sem er sama eðlis. Það er orðið feðraveldi.

Feðraveldi táknar annarsvegar samfélag þar sem konur eru húsþrælar og útungunarvélar, minna virði en búpeningur og njóta hvorki sjálfræðis né annarra mannréttinda. Þar sem konur eru eign föður síns og síðar maka eða bræðra ef hvorki faðir né maki er til staðar.

En feðraveldi merkir einnig samfélag þar sem konur búa við sömu lagalegu réttindi og karlmenn, sömu skilyrði til heilsuverndar, menntunar og pólitískrar þáttöku að svo miklu leyti sem það er á færi kerfisins að tryggja þau. Þar sem kynjamismunun er beinlínis ólögleg. Þar sem konur ráða því sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn. Þar sem kynfrelsi kvenna þykir svo sjálfsagt að mörgum finnst alveg koma til greina að útvega 11 ára börnum getnaðarvarnapillu án samráðs við foreldra. Þar sem konur nota nekt í sjálfstæðri listsköpun og fara hálfnaktar í kröfugöngur. Þar sem einstæðum mæðrum er útveguð sérstök fjárhagsaðstoð svo þær geti lokið grunnnámi. Þar sem fleiri konur en karlar ljúka háskólanámi. Þar sem konur sem sækjast eftir háum embættum þykja „flottar konur“. Þar sem konur í atvinnurekstri njóta sérstakra styrkja umfram karlmenn og eiga forgang í ýmis störf ef þær teljast jafnhæfar karli sem sækir um starfið. Þar sem konur hafa gegnt og gegna embættum lögreglustjóra, sýslumanna og bæjarstjóra, háskólarektors, ríkissaksóknara, hæstaréttardómara, þjóðleikhússstjóra, biskups og ráðherra; jafnvel forsætisráðherra. Þar sem kona hefur gegnt embætti forseta og góðar líkur eru á að næsti forseti verði kona.

Feðraveldi merkir þannig í senn samfélag þar sem konur eru kúgaðar og samfélag þar sem konur eru a.m.k. jafn frjálsar og karlmenn.

Er til orð yfir þetta stílbragð? Yfir orð sem hefur tvær fullkomlega andstæðar merkingar; orð eins og hljóð og feðraveldi? Væri t.d. hægt að nota orðið skollaleikur? Það vísar á ref og hefur þannig ákveðna tenginu við refhvörf.

11 thoughts on “Hollinn skollinn pílarollinn

  1. „vegna þess að það voru karlmenn sem vildu eingöngu karlmenn í herinn“??? Ægilega ljótt af ljótu körlunum að vilja hlífa konum við lífhættu en snýst þetta eitthvað um það, snýst þetta ekki um það hvort konur eru líklegri þolendur ofbeldis eða ekki? Í þessu tilviki er það ekki raunin. Ég hef reyndar ekki séð að þær konur sem komast til valda séu neitt meiri friðarsinnar en karlar, eigum við að tala um Margaret Tatcher?

    Það er margt sem bendir til þess að kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi gegn körlum sé betur falið en það sem oftast er kallað „kynbundið“ ofbeldi en ég hef þetta reyndar eftir feministum eins og svo margt annað sem aðallega er byggt á getgátum. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/07/12/heimilisofbeldi_gegn_korlum_othekkt_staerd/ http://www.visir.is/konur-lemja-karla-lika/article/2010260718498 Munurinn er sá að ég tek fram að um líkindi sé að ræða.

    Já, það eru meiri líkur á að karl beiti konu kynferðislegu ofbeldi en öfugt, það er á allra vitorði og hvað? Ýmsar aðrar tegundir ofbeldis bitna á karlmönnum og það að karlar séu oftar gerendur í ofbeldismálum en konur merkir ekki að konur séu oftar þolendur. Þannig að ofbeldi er ekki kynbundið, allavega ekki í þeirri merkingu að annað kynið verði fyrir því.

  2. Ekki veit ég um orð yfir þessa orðanotkun, en mig langar til að benda á að þegar karlmenn benda á hið kerfislæga og menningarlega óréttlæti sem er falið í sifjamálum (meðlög, forræði, almenn umgengni við börn sín) og nefna í því sambandi orðið “mæðraveldi”, þá vilja sumir aðilar, hverra -ismi ég ætla ekki að nefna hér, nota orðið “feðraveldi” þar líka.
    Sem sagt, ef konur búa við ofríki karla, lagalega og/eða menningarlega, þá er það feðraveldið, og ef karlar búa við ofríki kvenna, lagalega og/eða menningarlega þá er það líka feðraveldi.

    Þetta orð er að sjálfsögðu gildishlaðið, körlum í óhag, og Guð forði þessum -istum að taka upp orð sem er gildishlaðið í hina áttina.

    Takk fyrir góð skrif, Eva.

  3. Einhver af þessum 17-19 aldar occult-istum (man ekki hver, en kannski veist þú það?) sagði: “öll hugmyndafræði endar í þversögn”

    Ég held að feminismi sé að vissu leiti að sýna mörg þess merki að vera kominn á endastöð

  4. Einhverra hluta vegna gleymir þú alveg að taka kynbundið ofbeldi og svokallaðan óútskýrðan kynbundinn launamun með í reikninginn. Einnig yfirsést þér að nefna að feðraveldi er líka samfélag þar sem konur eru unnvörpum seldar mansali, því einhverra hluta vegna virðast ekki nægilega margar konur hafa sjálfsprottinn áhuga á því að láta svipta sig mennsku og mannréttindum. Allt er þetta auðvitað bannað með lögum en viðgengst með þöglu samþykki, þrátt fyrir ákvæði um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Á meðan misræmi ríkir milli feðraveldis de jure og feðraveldis de facto að því er varðar mansal, kynbundið ofbeldi og óútskýrðan kynbundinn launamun svo dæmi séu nefnd er feðraveldi samfélag þar sem konur búa við jafnrétti að lögum, en ekki í reynd. Feðraveldið tekur sjálfskipuðum útvörðum hins vegar ævinlega fegins hendi, sérstaklega ef þeir eru konur.

  5. Ofbeldi er ekki kynbundið. Ekkert bendir til þess að konur í vestrænum samfélögum verði frekar fyrir ofbeldi en karlar.

    Ég hef ekki séð nein sannfærandi gögn um óútskýrðan launamun. Kynbundinn launamunur eldri kynslóðar stafar að nokkru leyti af því að konurnar eru verr menntaðar en það er að snúast við. Hjá yngri kynslóðinni stafar launamunur kynjanna annarsvegar af mismiklu vinnuframlagi og hinsvegar af því að kvennastörf eru oft illa launuð. Það er sannarlega ástæða til að breyta því en ég efast um réttmæti þess að skrifa það á “feðraveldi” í samfélagi þar sem feður ráða nákvæmlega engu. Til að svara því hvort kynjamismunun viðgangist raunverulega þarf að skoða yngstu aldurshópana sérstaklega, ég veit ekki til þess að það hafi verið gert. Hitt veit ég að það er ólöglegt að mismuna fólki í launum eftir kyni fyrir sama starf og ekkert hefur komið fram í mörg ár sem bendir til annars en að það sé almennt virt.

    Mansal hefur ekkert með feðraveldi að gera. Ekki frekar en aðrir glæpir. Karlar lenda í klónum á þrælahöldurum ekkert síður en konur. Konur í kynlífsánauð koma frekar til Vesturlanda en karlar og börn sem búa við ánauð, vegna þess að það er ekki hægt að selja þjónustu þeirra nema flytja þær á staðinn. Það er hinsvegar hægt að selja þér þjónustu þræls sem vinnur á sykurekru án þess að flytja hann sjálfan til þín.

  6. “Ofbeldi er ekki kynbundið. Ekkert bendir til þess að konur í vestrænum samfélögum verði frekar fyrir ofbeldi en karlar.” – nú skil ég ekki, var ég að vakna upp í breyttum heimi – gerðist eitthvað á meðan ég svaf? Við hvað áttu?

  7. Ég á við nákvæmlega það sem ég segi og ef konur hafa einhverntíma verið í meiri hættu en karlar á að verða fyrir ofbeldi, þá er mjög langt síðan. Karlar eru í meiri hættu á að verða fyrir líkamsárásum og vopnuðum ránum, þeir eru í meiri hættu á að sæta líkamlegu ofbeldi í fangelsum, þeir eru í mun meiri hættu á að vera sendir nauðugir á átakasvæði á stríðstímum. Þeir eiga síður á hættu kynferðislegt ofbeldi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart körlum er að öllum líkindum betur falið en kynferðisofbeldi gegn konum, við vitum í raun ekkert hversu algengt það er og það sama gildir um heimilsofbeldi.

  8. Ég hef unnið úr gögnum vegna launakannana og það eru allar breytur sem skýra geta mismun, s.s. menntun, vinnuframlag, o.s.frv. teknar út áður en endanleg niðurstaða er fengin. Gögnin eru unnin úr launakerfum svo engin hætta er á að fólk „svindli“ eða skrái rangar upplýsingar, þannig að þessar kannanir eru marktækar. Það er því klárlega kynbundinn launamismunur á Íslandi.

  9. http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=10724 „Samkvæmt rannsókninni fengu konur um 70% af launum karla. Tvo þriðju til þrjá fjórðu má skýra með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi. Það sem útaf stendur virðist skýrast af því að hjónaband og barneignir hafa mismunandi áhrif á laun karla og kvenna.“

    M.ö.o. það er enginn „óútskýrður“ kynbundinn launamunur til staðar. Launamunurinn stafar m.a. af því að konur leggja meira til heimilis og barnauppeldis en karlar. Er það „feðraveldi“ eða er það sjálfstætt val kvenna? Ef ég hefði ekki verið einstæð, hefði ég svo sannarlega þegið að verja minni tíma til skúringa og klósettþrifa og meiri tíma til að hugsa um börnin mín, blómin mín, prjóna mér kjóla, blogga og steikja kleinur. Í dag heitir það að vera útvörður feðraveldisins. Það er sérdeilis andfeminisk afstaða að vilja frekar þiggja ástargjöf sem felst í tíma til að sinna sjálfri sér og börnunum sínum en að hirða upp blóðug dömubindi og vínglös útklínd af varalit af almenningsklósettum þar sem karríerkonurnar grenja hver á annarrar öxlum yfir því hvað sé erfitt að standa undir öllu álaginu af því að þurfa að færa rök fyrir máli sínu þegar þær berjast gegn persónufrelsi okkar hinna. Afsakið mig meðan ég æli.

  10. ————————————
    Sigurjón on May 11, 2012 at 3:05 said:

    Ekki veit ég um orð yfir þessa orðanotkun, en mig langar til að benda á að þegar karlmenn benda á hið kerfislæga og menningarlega óréttlæti sem er falið í sifjamálum (meðlög, forræði, almenn umgengni við börn sín) og nefna í því sambandi orðið “mæðraveldi”, þá vilja sumir aðilar, hverra -ismi ég ætla ekki að nefna hér, nota orðið “feðraveldi” þar líka.
    Sem sagt, ef konur búa við ofríki karla, lagalega og/eða menningarlega, þá er það feðraveldið, og ef karlar búa við ofríki kvenna, lagalega og/eða menningarlega þá er það líka feðraveldi.

    Þetta orð er að sjálfsögðu gildishlaðið, körlum í óhag, og Guð forði þessum -istum að taka upp orð sem er gildishlaðið í hina áttina.

    Takk fyrir góð skrif, Eva.

    Kv. Sigurjón.
    ————————————

    Nafnlaus on May 11, 2012 at 4:14 pm said:
    Einhver af þessum 17-19 aldar occult-istum (man ekki hver, en kannski veist þú það?) sagði: “öll hugmyndafræði endar í þversögn”

    Ég held að feminismi sé að vissu leiti að sýna mörg þess merki að vera kominn á endastöð

    ————————————

    Guðrún Ægisdóttir on May 11, 2012 at 5:13 pm said:
    Formælandi, t.d.

    ————————————

    HK on May 12, 2012 at 11:06 am said:
    Einhverra hluta vegna gleymir þú alveg að taka kynbundið ofbeldi og svokallaðan óútskýrðan kynbundinn launamun með í reikninginn. Einnig yfirsést þér að nefna að feðraveldi er líka samfélag þar sem konur eru unnvörpum seldar mansali, því einhverra hluta vegna virðast ekki nægilega margar konur hafa sjálfsprottinn áhuga á því að láta svipta sig mennsku og mannréttindum. Allt er þetta auðvitað bannað með lögum en viðgengst með þöglu samþykki, þrátt fyrir ákvæði um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Á meðan misræmi ríkir milli feðraveldis de jure og feðraveldis de facto að því er varðar mansal, kynbundið ofbeldi og óútskýrðan kynbundinn launamun svo dæmi séu nefnd er feðraveldi samfélag þar sem konur búa við jafnrétti að lögum, en ekki í reynd. Feðraveldið tekur sjálfskipuðum útvörðum hins vegar ævinlega fegins hendi, sérstaklega ef þeir eru konur.

    ————————————

    eva on May 12, 2012 at 12:39 pm said:
    Ofbeldi er ekki kynbundið. Ekkert bendir til þess að konur í vestrænum samfélögum verði frekar fyrir ofbeldi en karlar.

    Ég hef ekki séð nein sannfærandi gögn um óútskýrðan launamun. Kynbundinn launamunur eldri kynslóðar stafar að nokkru leyti af því að konurnar eru verr menntaðar en það er að snúast við. Hjá yngri kynslóðinni stafar launamunur kynjanna annarsvegar af mismiklu vinnuframlagi og hinsvegar af því að kvennastörf eru oft illa launuð. Það er sannarlega ástæða til að breyta því en ég efast um réttmæti þess að skrifa það á “feðraveldi” í samfélagi þar sem feður ráða nákvæmlega engu. Til að svara því hvort kynjamismunun viðgangist raunverulega þarf að skoða yngstu aldurshópana sérstaklega, ég veit ekki til þess að það hafi verið gert. Hitt veit ég að það er ólöglegt að mismuna fólki í launum eftir kyni fyrir sama starf og ekkert hefur komið fram í mörg ár sem bendir til annars en að það sé almennt virt.

    Mansal hefur ekkert með feðraveldi að gera. Ekki frekar en aðrir glæpir. Karlar lenda í klónum á þrælahöldurum ekkert síður en konur. Konur í kynlífsánauð koma frekar til Vesturlanda en karlar og börn sem búa við ánauð, vegna þess að það er ekki hægt að selja þjónustu þeirra nema flytja þær á staðinn. Það er hinsvegar hægt að selja þér þjónustu þræls sem vinnur á sykurekru án þess að flytja hann sjálfan til þín.

    ————————————

    Ásdís Paulsdóttir on May 12, 2012 at 2:50 pm said:
    “Ofbeldi er ekki kynbundið. Ekkert bendir til þess að konur í vestrænum samfélögum verði frekar fyrir ofbeldi en karlar.” – nú skil ég ekki, var ég að vakna upp í breyttum heimi – gerðist eitthvað á meðan ég svaf? Við hvað áttu?

    ————————————

    eva on May 12, 2012 at 2:57 pm said:
    Ég á við nákvæmlega það sem ég segi og ef konur hafa einhverntíma verið í meiri hættu en karlar á að verða fyrir ofbeldi, þá er mjög langt síðan. Karlar eru í meiri hættu á að verða fyrir líkamsárásum og vopnuðum ránum, þeir eru í meiri hættu á að sæta líkamlegu ofbeldi í fangelsum, þeir eru í mun meiri hættu á að vera sendir nauðugir á átakasvæði á stríðstímum. Þeir eiga síður á hættu kynferðislegt ofbeldi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart körlum er að öllum líkindum betur falið en kynferðisofbeldi gegn konum, við vitum í raun ekkert hversu algengt það er og það sama gildir um heimilsofbeldi.

    ————————————

    Guðrún C. Emilsdóttir on May 12, 2012 at 5:11 pm said:
    Ég hef unnið úr gögnum vegna launakannana og það eru allar breytur sem skýra geta mismun, s.s. menntun, vinnuframlag, o.s.frv. teknar út áður en endanleg niðurstaða er fengin. Gögnin eru unnin úr launakerfum svo engin hætta er á að fólk “svindli” eða skrái rangar upplýsingar, þannig að þessar kannanir eru marktækar. Það er því klárlega kynbundinn launamismunur á Íslandi.

    ————————————

    eva on May 12, 2012 at 7:33 pm said:
    Takk fyrir upplýsingarnar Guðrún. Þið sjáið þá væntanlega hvaða fyrirtæki það eru sem mismuna fólki eftir kynferði. Hafa þau fyrirtæki verið rannsökuð? Hversu mikill er þessi óútskýrði kynbundni launamunur? Hversu mikill þarf hann að vera til að teljast marktækur? Hefur þetta verið skoðað með tilliti til aldurshópa og ef svo er, er þetta kynslóðabundið?

    ————————————

    Guðrún C. Emilsdóttir on May 12, 2012 at 8:50 pm said:
    Kannanirnar eru fullunnar hjá óháðum fyrirtækjum eins og t.d. Capacent og upplýsingarnar fara þangað. Það væri því hægt að sjá hvaða fyrirtæki eru að standa sig verst, en það er ekki gefið upp, þ.e. það er ekki hægt að hringja til þeirra og fá uppgefið hverjir það eru. Hægt er svo að fá sérskýrslu fyrir sitt fyrirtæki og svo er hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett hvað það gerir til að eyða þennan mun. Ég er reyndar hætt að vinna í því fyrirtæki þar sem ég sinnti þessum málum, en þegar ég hætti stóð fyrir dyrum að gera átak í þessum málum hjá stjórnvöldum með einhvers konar jafnréttisvottun fyrirtækja. Veit ekki hversu langt það er komið í dag (hætti fyrir tæpu ári síðan). Launamunur er misjafnt eftir stéttarfélögum, en á síðasta ári var hann 10,6% hjá VR, 13,2% hjá SFR og er hærri hjá BHM, en ég fann ekki töluna (held að hún sé í kringum 20%). Það sem er ógnvænlegt er að hann er að aukast aftur á milli ára, eftir að hafa farið lítillega lækkandi 3 ár á undan. Það hefur líka komið í ljós að karlar hafa hækkað eitthvað aðeins í launum á meðan konur standa í stað. Hvert fyrirtæki fyrir sig getur skoðað hvernig þetta skiptist með tilliti til aldurshópa, en ég man því miður ekki hvernig það kom út í mínu fyrirtæki. Minnir þó að launamunurinn hafi verið mestur í aldursflokknum 35-45 ára eða í stærsta hópnum.

    ————————————

    eva on May 12, 2012 at 10:56 pm said:
    http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=10724 “Samkvæmt rannsókninni fengu konur um 70% af launum karla. Tvo þriðju til þrjá fjórðu má skýra með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi. Það sem útaf stendur virðist skýrast af því að hjónaband og barneignir hafa mismunandi áhrif á laun karla og kvenna.”

    M.ö.o. það er enginn “óútskýrður” kynbundinn launamunur til staðar. Launamunurinn stafar m.a. af því að konur leggja meira til heimilis og barnauppeldis en karlar. Er það “feðraveldi” eða er það sjálfstætt val kvenna? Ef ég hefði ekki verið einstæð, hefði ég svo sannarlega þegið að verja minni tíma til skúringa og klósettþrifa og meiri tíma til að hugsa um börnin mín, blómin mín, prjóna mér kjóla, blogga og steikja kleinur. Í dag heitir það að vera útvörður feðraveldisins. Það er sérdeilis andfeminisk afstaða að vilja frekar þiggja ástargjöf sem felst í tíma til að sinna sjálfri sér og börnunum sínum en að hirða upp blóðug dömubindi og vínglös útklínd af varalit af almenningsklósettum þar sem karríerkonurnar grenja hver á annarrar öxlum yfir því hvað sé erfitt að standa undir öllu álaginu af því að þurfa að færa rök fyrir máli sínu þegar þær berjast gegn persónufrelsi okkar hinna. Afsakið mig meðan ég æli.

    ————————————

    Bjarni on May 12, 2012 at 11:45 pm said:
    Rétt hjá þér Eva, ástæðan fyrir þessu er sú að karlmenn eru allment ofbeldisfullari en konur og sýna allar þessar fullyrðingar þínar fram á akkúrat það, eða er það ekki? “Karlar eru í meiri hættu á að verða fyrir líkamsárásum og vopnuðum ránum, þeir eru í meiri hættu á að sæta líkamlegu ofbeldi í fangelsum” Semsagt þeir eru í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi og þá frá öðrum karlmönnum. Ofbeldi gagnvart konum, í hvaða mynd sem það er skoðað, er allment framið af karlmönnum líka -en ekki af öðrum konum.

    “Þeir eru í mun meiri hættu á að vera sendir nauðugir á átakasvæði á stríðstímum” -það er rétt en ekki er það vegna þess að femínistar vilja senda karlkynið út í stríð heldur er það vegna þess að það voru karlmenn sem vildu eingöngu karlmenn í herinn. Ef það væri ekki fyrir femínisma væri það ennþá þannig -en núna eru konur alltaf að verða algengari og algengari á því sviði.

    Kynferðuslegt ofbeldi á körlum veit ég ekki mikið um, en á sama tíma get ég ekki alveg skilið hvernig þú getur gagnrýnt femínista fyrir að vera alltaf með “ályktanir” og ekki “staðreyndir” um kynferðisofbeldi gagnvart konum -og svo segjir þú sjálf þetta: “Þeir eiga síður á hættu kynferðislegt ofbeldi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart körlum er að öllum líkindum betur falið en kynferðisofbeldi gegn konum, við vitum í raun ekkert hversu algengt það er og það sama gildir um heimilsofbeldi”. Hvaðan færðu það að kynferðisofbeldi gagnvart körlum sé að öllum líkindum betur falið en kynferðisofbeldi gagnvart konum?

    Eitt vitum við og það er að líkamlega er allment mun erfiðara fyrir konu að fremja kynferðisglæp gagnvart karlmanni, en það er annað þegar kemur að kynferðisglæpum gagnvart börnum. “Erlendar rannsóknir sýna að u.þ.þ. 10-30% stúlkna og 5-15% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í flestum tilfellum eru karlmenn gerendur, eða í 95% tilfella gegn stúlkum og 80% tilfella gegn drengjum.” ég veit svosem ekki nákvæmlega hversu áreiðanlegar þessar heimildir eru, en þetta er tekið af persona.is, skrifað af tveim íslenskum sálfræðingum -og þú kannt örugglega að meta það að þetta eru sálfræðingar en ekki kynjafræðingar? En samkvæmt þessu er kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum líka í lang flestum tilfellum framið af karlmönnum. Svo þolir þú ekki “fórnalambafemínista” eins og þú kýst að kalla þá… mér sýnist þeir vera hálf nauðsynlegir.

    ————————————

    eva on May 13, 2012 at 1:05 am said:
    “vegna þess að það voru karlmenn sem vildu eingöngu karlmenn í herinn”??? Ægilega ljótt af ljótu körlunum að vilja hlífa konum við lífhættu en snýst þetta eitthvað um það, snýst þetta ekki um það hvort konur eru líklegri þolendur ofbeldis eða ekki? Í þessu tilviki er það ekki raunin. Ég hef reyndar ekki séð að þær konur sem komast til valda séu neitt meiri friðarsinnar en karlar, eigum við að tala um Margaret Tatcher?

    Það er margt sem bendir til þess að kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi gegn körlum sé betur falið en það sem oftast er kallað “kynbundið” ofbeldi en ég hef þetta reyndar eftir feministum eins og svo margt annað sem aðallega er byggt á getgátum. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/07/12/heimilisofbeldi_gegn_korlum_othekkt_staerd/ http://www.visir.is/konur-lemja-karla-lika/article/2010260718498 Munurinn er sá að ég tek fram að um líkindi sé að ræða.

    Já, það eru meiri líkur á að karl beiti konu kynferðislegu ofbeldi en öfugt, það er á allra vitorði og hvað? Ýmsar aðrar tegundir ofbeldis bitna á karlmönnum og það að karlar séu oftar gerendur í ofbeldismálum en konur merkir ekki að konur séu oftar þolendur. Þannig að ofbeldi er ekki kynbundið, allavega ekki í þeirri merkingu að annað kynið verði fyrir því.

    ————————————

    Guðrún C. Emilsdóttir on May 13, 2012 at 4:31 am said:
    Mér sýnist þú mistúlka skýrsluna Eva.

    1. Þú vísa í eina af mörgum könnunum sem skýrslan tekur mið af eftir árum. Þessi skýrsla sem þú ert að vitna er í er frá 2001 framkvæmd af Jafnréttisráði.

    2. Í þeirri rannsókn er úrtakið takmarkð. Gögnin koma bara frá Kjararannsóknarnefnd og eru meðaltöl.

    3. Þegar sagt er að launamunur virðist skýrast af því að hjónaband og barneignir hafi mismunandi áhrif á laun karla og kvenna, þýðir það einmitt að kynbundinn launamunur er til staðar. Karla fá hærri kaup út á það að vera giftir og með börn heldur en konur í sömu aðstæðum.

    4. Þetta snýst ekki um það að meina konum að vera heima hjá börnum ef þær vilja. Hins vegar eiga þær að hafa raunverulegt val og ef þær velja að vinna, þá eiga þær að sjálfsögðu að fá sömu laun og karla fyrir sömu vinnu.

    5. Þetta er hins vegar hluti af niðurstöðum skýrslunnar sem byggja á könnunum sem gerðar hafa verið gegnum tíðina (vegna þess hversu plássfrek skýrslan er þá er þetta aðeins hluti textan – sem tel vera mikilvægastur): “Niðurstöður fyrir mat á launajöfnum fyrir konur annars vegar og karla hins vegar með GLS-RE líkani eru birtar í töflu 10 en niðurstöður úr FE líkani eru birtar í töflu 11. Í þeim töflum má sjá að samkvæmt GLS-RE líkaninu hafa karlar með háskólapróf 11,3% hærra tímakaup en þeir karlar sem ekki hafa háskólapróf meðan matið úr FE líkani gefur að karlar með háskólapróf hafa 4,5% hærra tímakaup en karlar ekki með háskólapróf. Áhugavert er að sjá hve ólík áhrif þættir sem tengjast fjölskylduaðstæðum hafa á konur og karla.
    Þannig spáir FE líkanið jákvæðum áhrifum þess að vera í samvist og hafa skráð börn á heimili á tímakaup karla. Að vera í samvist hefur einnig jákvæð áhrif á tímakaup kvenna en skráð börn á heimili hefur neikvæð áhrif á tímakaup kvenna. Því yngri sem börnin eru því meiri neikvæð áhrif hafa þau á reglulegt tímakaup kvenna. Stúdentspróf eða sambærileg menntun virðist ekki hafa nein eða lítil merkjanleg áhrif á reglulegt tímakaup karla og er aðeins neikvætt fyrir konur í FE líkani. Þá veitir háskólapróf rúmlega 4,5% hærra
    tímakaup miðað við grunnskólapróf fyrir karla, á meðan það er 3,1% hærra fyrir konur. Að hafa mannaforráð hefur svipuð áhrif til hækkunar á laun karla og kvenna eða um 11% meðan karlar á svokölluðum pakkalaunum hafa 9,4% hærri laun en karlar ekki á pakkalaunum en konur á pakkalaunum hafa 4,9% hærri laun en konur ekki á pakkalaunum. Hafa ber í huga að einstaklingar á pakkalaunum eru launamenn sem fá föst laun mánaðarlega án þess að fá greitt sérstaka fyrir
    yfirvinnu á viðmiðunarárinu (áætlað að yfirvinna sé hluti af föstum launum). Hugsanlega geta verið fleiri konur sem vinna enga yfirvinnu á árinu og eru ekki með yfirvinnu sem hluta af föstum launum.

    ————————————

    eva on May 13, 2012 at 8:39 am said:
    Og er ekki ástæðan fyrir þessum launamun foreldra einmitt sú að mæður eru líklegri til að velja hlutastörf, hafa síður áhuga á yfirvinnu en feður og taka frekar frí vegna barna og “nýtast” því atvinnurekandanum verr? Ef svo er, hvert er vandamálið þá? Er eitthvað óeðlilegt við að atvinnurekandi vilji greiða hærri laun út á það að geta reiknað með manni í vinnu hvenær sem þörf er á því og er hann eitthvað að níðast á mér ef ég vil frekar hafa svigrúm til að sinna börnunum mínum en nokkra þúsundkalla út á meiri bindingu? Erum við að tala um að pakkalaun karla og kvenna fyrir sömu störf eða eru konur á pakkalaunum að vinna allt önnur störf þar sem minni ábyrgð og minni yfirvinna er inni í “pakkanum”? Munurinn á launum háskólafólks skýrist væntanlega af því að kvennastörf eru minna metin en karlastörf (eða þá því að konur sækja síður í þær greinar sem eru metnar til hárra launa) en ekki því að greidd séu mismunandi laun fyrir sömu vinnu. Það er út af fyrir sig athyglisvert að kvennastörf skuli vera minna metin en karlastörf og full ástæða til að endurskoða það en mér finnst sú mismunun gagnvart einhleypum sem kemur fram í þessari skýrslu mun forvitnilegri en meint kynjamisrétti. Ég hélt satt að segja að fordómarnir og misréttið sem einhleypir verða fyrir næði ekki til launa. En ætli sé beinlínis verið að hygla karlmönnum mikið og konum lítið fyrir barneignir og refsa einhleypum? Ætli þetta skýrist ekki frekar af einhverjum fylgibreytum sem atvinnurekandinn sér sem hagsmunamál? Og hvað með útlendinga? Eru fleiri konur en karlar af erlendu bergi á vinnumarkaði og ef svo er getur verið að launamunur beri frekar vott um rasisma en sexisma?

    Ég er ekki að segja að engin mismunun eigi sér stað en þetta með kynbundna launamuninn er farið að hljóma meira eins og mantra en sannleikur. Ef er raunverulega verið að greiða mismunandi laun fyrir sömu vinnu, af hverju eru þau mál þá ekki kærð? Sú staðreynd að það fréttist aldrei af kærum á hendur vinnuveitanda sem mismunar fólki í launum eftir kyni, gerir þessa kenningu ótrúverðuga og ef það er rétt sem mig grunar að þarna sé fólk að hanga á einu hálmstrái í endalausri viðleitni sinni til að útmála konur sem fórnarlömb, þá er það vafasöm greiðasemi.

    ————————————

    Nafnlaus on May 13, 2012 at 11:03 am said:
    Bjarni

    Þetta er algengt viðhorf frá feministum: að af því að stór meirihluti gerenda séu karlmenn þá sé eðlilegt að kenna sirka 50% mannkyns um það.

    Í fyrsta lagi þá eru gerendur ofbeldis, bara nokkrar prósentur, og það væri þá í anda “slutshaming” að kenna restinu af mannkyninu sem fyrir tilviljun eru líka karlar, um allt sem miður fer í þeim venn hringi?

    Spurningin var hvort það hallaði á konur sérstaklega þegar kemur að ofbeldisglæpum, og nei, það gerir það bara alls ekki – það gerir það bara ef fólk handvelur hvað það telur vera alvarlega glæpi og hvað ekki (þá eftir pólitískri óskhyggju)

    Hvað varðar nauðganir, þá lenda fjölda stráka í því að vakna af áfengisdauða með einhverja konu sem þeir þurfa að henda af sér – nánast enginn karlmaður kærir slíkt, og margir líta varla á það sem nauðgun – á meðan vandfundin er sú kona sem myndi ekki líta á slíkt sem nauðgun.

    Á meðan upplifunin varðandi misnotkun er jafn misjöfn á milli kynja og raunin er, þá eru þær rannsóknaraðferði sem kynjafræðingar nota, (spurningalista-kannanir) algjörlega bitlausar (allavega hvað varðar þennan hallærislega Feminíska meting á milli kynjanna) og segja ekkert um tíðni nauðganna

    ————————————

    eva on May 13, 2012 at 11:08 am said:
    Athyglisvert annars á bls 8-9 “Þótt launamunur kynjanna hafi minnkað með árunum þá
    hefur óútskýrði launamunurinn aukist sem gæti gefið til kynna aukningu á launamismunun, en að
    túlka þann mun sem eiginlega launamismunun hefur hlotið talsverða gagnrýni. Í mörgum tilfellum er
    ekki víst að um raunverulega launamismunun sé að ræða eða hvort munurinn stafi af því að það vanti
    breytur í líkanið auk þess sem tengsl á milli breyta sem fyrir eru í líkaninu geta haft áhrif á
    niðurstöður.”

    ————————————

    Bjarni on May 13, 2012 at 12:11 pm said:
    Já snýst þetta ekki um það? eða í hvaða tilgangi varstu þá að segja að karlmenn séu líklegri til að verða sendir nauðugir út í stríð ef það má ekki benda þér á að það er jú akkurat hlutur sem femínistar vilja ekki? svona í ljósi þess að femínistar eru alltaf vondi kallinn í þínum augum.

    Vá Eva, allar þessar vondu konur sem hafa komist til valda á móti öllum þeim vondu körlum sem hafa komist til valda. Hvað viltu að ég komi með einn karlmann á móti Margaret Tatcher? Ég held að við getum afgreitt þessa umræðu sem kláraða þangað til að fleyri konur komast til valda svo hægt sé að hafa allmennilegann samanburð.

    Mér finnst frekar fyndið hvernig þú getur hafið eithvað upp eftir femínistum, -svona þegar það hentar þér. Annars þá efast ég ekkert um að ofbeldi gegn körlum sé algengara en það virðist, alveg eins og ég efast ekki um að ofbeldi gagnvart konum sé algengara en það virðist, ég vildi bara sjá það skrifað hvaðan þú hefðir þetta svona svo ég gæti bent þér á kaldhæðina í því.

    Og nei, munurinn er ekki sá að “þú bendir á að um líkindi séu að ræða” vegna þess að ég veit ekki betur enn að femínistar séu lang oftast að benda á akkúrat það svo þar er ekki mikill munur. Ofbeldi er alltaf tvíþætt -þolendur og gerendur. Og ef við skoðum það útfrá því sjónarhorni (eins og á auðvitað að gera) –ER OFBELDI KYNBUNDIÐ.

    Nafnlaus on May 13, 2012 at 12:15 pm said: Edit
    http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=397921103581904&id=111283862245631

    Þetta er greinilega alveg nauðsynleg jákvæð mismunun – þegar töluverður meirihluti háskólanema eru konur

    ————————————

    eva on May 13, 2012 at 3:15 pm said:
    Ég skil ekki alveg þessa umræðu. Þegar ég segi að ofbeldi sé ekki kynbundið og nefni sérstaklega ofbeldi sem bitnar miklu oftar á körlum en konum, er það allt í einu orðið eitthvert sérfeminiskt issjú að vera því mótfallinn. Ég hef ekki heyrt það fyrr að andstaða við hernað sé bundin við feminista og með svipaðri rökfærslu kæmust menn væntanlega að þeirri niðurstöðu að þeir sem ekki kenna sig við feminisma að vera sérdeilis hlynntir nauðgunum og öðru ofbeldi gegn konum.

    Það er rangt hjá þér að feministar séu alltaf “vondi kallinn” í mínum augum, feministar hafa hinsvegar mjög oft tekið að sér hlutverk heimska kallsins og þegar forræðishyggja og heimska fara saman verða til vond trúarbrögð.

    Þú þarft ekki að telja upp neina kalla á móti M. Tatcher, þú ert greinilega ekki að ná pointinu, ég er að benda á að valdhroki, hernaðarhyggja og annað sem klínt hefur verið á “feðraveldið” er ekkert einskorðað við karlmenn. Konur verða sömu skepnurnar þegar þær fá völd.

    Feministar eru reyndar ekki þeir einu sem halda því fram að ofbeldi gegn körlum sé falið og þú hefur eflaust einhverja hæfileika sem þú hefur vald á en kaldhæðni er ekki einn þeirra.

    ————————————

    Guðrún C. Emilsdóttir on May 13, 2012 at 3:28 pm said:
    Vegna síðustu færslu: Skýrsluhöfundar eru í gegnum alla skýrsluna að reyna að horfa hlutlausum augum á gögnin – sem er mjög gott og þeir eru bara að benda á möguleika, en segja hvorki af né á. Það sem er hins vegar staðreynd og þeir segja í þessari skýrsu er að óútskýrður launamunur hefur aukist – hver svo sem ástæðan er. Svo þurfa aðrir að fara í dýpri greiningar.

    Það hafa verið kærð mál vegna mismunar á launum, en fara kannski ekki mjög hátt, nema ef um stjórnendastöður er að ræða. Sjá t.d.: http://www.bhm.is/frettir/nr/528
    og http://www.rettarheimild.is/Felagsmala/KaerunefndJafnrettismala/nr/3778

    Málin eru því miður oft leyst á annan hátt, t.d. með tilfærslu í starfi, uppsögn, eða “duldar” hótanir um uppsögn. Það er líka til í dæminu að stjórnendur hafi ekki vitað af muninum, hann hafi óvart orðið, t.d. ef sinn hvor starfsmaðurinn í launadeild hefur skráð launaforsendur. Þegar það kemur svo upp þá er það einfaldlega lagað og því fer kæran ekki lengra.

    Hvað varðar fyrri færslu, þá eru spurningarnar eðlilegar og geta alveg átt við ef þú ert fylgjandi því að meta eigi starfshæfni út frá feðraveldinu, þ.e. að það sé “eðlilegt” að móðirin sé heima og fari heim vegna veikinda barna, en faðirinn skaffi. Ég er ekki sammála því. Vil að báðir aðilar njóti þess að sinna sínum börnum og alveg eins að báðir aðilar fái þau laun sem þeim ber.

    ————————————

    Bjarni on May 13, 2012 at 10:36 pm said:
    Ok núna skil ég ekki alveg þessa umræðu. Hvernig í ósköpunum varð það allt í einu eithvað sérfemenískt issjú, er það vegna þess að ég er ekki sammála þér vil ekki að þú haldir fram einhverju sem á ekki við rök að styðjast? Allavega ekki án þess að svara þér. Annars þá finnst mér magnað að þú hafir viðurkennt að kynferðislegt ofbeldi sé kynbundið.

    „Ég hef ekki heyrt það fyrr að andstaða við hernað sé bundin við feminista og með svipaðri rökfærslu kæmust menn væntanlega að þeirri niðurstöðu að þeir sem ekki kenna sig við feminisma að vera sérdeilis hlynntir nauðgunum og öðru ofbeldi gegn konum. „ Wtf?? Hvernig í ósköpunum lestu það útúr orðum mínum??

    Ég veit vel að femínistar eru ekki þeir einu sem halda því fram að ofbeldi gegn körlum sé falið, alveg eins og þeir eru ekki þeir einu sem halda því fram að ofbeldi gegn konum sé eflaust algengara en það virðist.

    Ég er víst að ná poitinu þínu, held að þú sért hinsvegar að kjósa að sveigja framhjá mínu. Ég sagði aldrei að konur yrðu ekki sömu skepnurnar þegar þær fá völd, ég persónulega tel það bara ansi líklegt en við höfum engar sannanir fyrir því er það? Og mannskepnan er víst ekki nógu langt þróuð til að geta sannað eða afsannað þessa kenningu þína. Samkvæmt þér þá á maður nefninlega ekki að tala í getgátum –svo jú, ég held að ég sé nú barasta nokkuð góður í því að þefa upp fnykinn af kaldhæðni hér og þar.

    ————————————

    eva on May 13, 2012 at 10:37 pm said:
    Ég vil bara fá réttar upplýsingar (þar sem úlfurúlfuráhrifin hafa yfirtekið alla skynsamlega umræðu um kynjamismunun virðist það útilokað) og helst vildi ég að konur fengju frið fyrir þessari viðbjóðslegu fórnarlambsvæðingu og forræðishyggju sem einkennir alla feminiska umræðu. Ég er fylgjandi því að konur sem velja sér það að sinna börnunum sínum njóti fullrar virðingar fyrir það. Ég hef aldrei heyrt neinn halda fram því viðhorfi að konur eigi ekki að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu enda bendir tölfræðin ekki til þess að nein brögð séu að mismunun á grundvelli kynferðis.

    eva on May 13, 2012 at 10:51 pm said: Edit
    Ég hef bara ekki haldið fram neinu sem á ekki við rök að styðjast. Kynferðislegt ofbeldi bitnar að öllum líkindum oftar á konum. Það er á allra vitorði og hefur lengi verið og ég hef aldrei sagt neitt annað. Þar fyrir verða karlar líka fyrir kynferðisofbeldi þótt við vitum ekki hversu algengt það er og flestar ef ekki allar aðrar tegundir ofbeldis bitna verr á körlum. Þar með er ofbeldi ekki kynbundið.

    Ég sé bara því miður ekki að þú hafir eitt eða neitt point nema þá helst það að standa í innantómu þrasi um ekki neitt.

    ————————————
    Bjarni on May 13, 2012 at 10:52 pm said:
    Nafnlaus:

    Hvernig í ósköpunum er það í anda slutshaming? Og hvenær var ég að kenna 50% mannkyns um það sem miður fer í þeim vettfangi?? Og af þeim óteljandi rannsóknum sem hafa verið gerðar um þetta tiltekna málefni útum allan heim eru mjög fáar þeirra gerðar af kynjafræðingum. Samt benda þær allar á það sama… hmmm, ótrúlegt!
    „Spurningin var hvort það hallaði á konur sérstaklega þegar kemur að ofbeldisglæpum, og nei, það gerir það bara alls ekki – það gerir það bara ef fólk handvelur hvað það telur vera alvarlega glæpi og hvað ekki (þá eftir pólitískri óskhyggju)“
    Nei, það var ekki spurningin. Eva sagði að ofbeldi væri ekki kynbundið, þessi Ásdís hér fyrir ofan segjir að ofbeldi sé víst kynbundið og ég er henni sammála. Ég var hinsvegar aðalega að gagnrýna Evu fyrir að „skamma“ femínista fyrir að tala í getgátum, -en vitna síðan í femínista svona þegar það hentar henni.
    Og hvað, er ég semsagt þar og með að handvelja hvað ég tel vera alvarlega glæpi eftir pólítískri óskhyggju? Og gætiru þá verið svo vænn/væn að benda mér á nákvæmlega hvernig ég er að gera það í þessum samræðum?
    Hvaðan hefuru það annars að það sé svona rosalega algengt að konur kæri einhvern fylleríisdrátt sem nauðgun? Þú hefur væntanlega séð einhverjar rannsóknir sem benda á hversu algengt það er?
    „Á meðan upplifunin varðandi misnotkun er jafn misjöfn á milli kynja og raunin er, þá eru þær rannsóknaraðferðir sem kynjafræðingar nota algjörlega bitlausar og segja ekkert um tíðni nauðganna“ Hvað áttu eiginlega við? Hvernig er upplifunin svona misjöfn? Og hvernig væri þá hægt að gera rannsóknir sem eru marktækar að þínu mati?

    ————————————

    eva on May 13, 2012 at 11:05 pm said:
    Það skiptir bara ekki nokkru einasta máli hver þín “skoðun” er. Þú getur skoðað opinberar tölur frá hvaða Evrópulandi sem er og niðurstaðan er alltaf sú sama; karlmenn eru þolendur í stórum meirihluta ofbeldisglæpa (fyrir utan það að vera í öllum menningarsamfélögum líklegri til að sæta pólitískum ofsóknum og pyndingum). Það getur vel verið að konur séu meiri grenjuskjóður en karlar sitja oftar uppi með áverka og örkuml. Það má bara ekki tala um það vegna þess að einhverjar konur í hópi feminista vilja fá vinnu við að halda áfram að tala okkur konur niður og takmarka frelsi okkar.

    ————————————

    Nafnlaus on May 14, 2012 at 9:56 am said:
    “Hvernig í ósköpunum er það í anda slutshaming? Og hvenær var ég að kenna 50% mannkyns um það sem miður fer í þeim vettfangi??”

    Það að halda því framm að ofbeldi gegn körlum sé minna alvarlegt en ofbeldi gegn konum, af því að gerendur eru oftar karlar, er sú hugmynd að friðsælir karlmenn “komi sér einhvernvegin í þau vandræði” að verða lamdir “af því að þeir eru karlmenn (þrátt fyrir að lítil prósenta karlmanna séu ofbeldismenn) – það er mjög svipað og slutshaming (hugmyndin um að fórnarlamb komir sér í aðstæður með atferli sínu) – og þá sérstaklega í ljósi þess að karlmenn verða frekar fyrir ofbeldisglæpum á heildina litið en konur.

    Ég sagði ekki að þú hefðir sagt “50%” en lógíkin þín er sú sama og hjá þeim sem segja slíkt

    “Og af þeim óteljandi rannsóknum sem hafa verið gerðar um þetta tiltekna málefni útum allan heim eru mjög fáar þeirra gerðar af kynjafræðingum. Samt benda þær allar á það sama… hmmm, ótrúlegt!”

    Ef ég skil þig rétt, þá ertu að tala um kynferðisofbeldi og rannsóknum á því eingöngu? – punkturinn minn varðandi það var að í glæpum þar sem sjaldan eru áverkar , og nánast aldrei vitni, þá þarf að spyrja fólk, og að reyna að greina hversu mikið kynbundin sá ákveðni glæpur er, er ómögulegt með þeim tækjum sem við höfum

    “Nei, það var ekki spurningin. Eva sagði að ofbeldi væri ekki kynbundið, þessi Ásdís hér fyrir ofan segjir að ofbeldi sé víst kynbundið og ég er henni sammála.”
    Ég segi “hvort það halli á konur” varðandi þessa glæpi – sé ekki hvernig þú getur snúið þannig útúr að það þýði ekki það sama og “kynbundið” (þ.e. kynbundinn halli)

    “Ég var hinsvegar aðalega að gagnrýna Evu fyrir að „skamma“ femínista fyrir að tala í getgátum, -en vitna síðan í femínista svona þegar það hentar henni.
    Og hvað, er ég semsagt þar og með að handvelja hvað ég tel vera alvarlega glæpi eftir pólítískri óskhyggju?”

    Fyrri og seinni setning þín hér eru algjörlega non-sequitur og rökvilla sem kallast “begging the question”
    En annars er ekkert að því að tileinka sér sumt en ekki annað í ákv hugmyndafræði – það kallast gagnrýnin hugsun – að halda því fram að vegna þess að Eva gagnrýnir feminista þá megi hún aldrei nokkurntímann vera sammála þeim er of heimskulegt fullyrðing til að svara.

    Annars var ég ekkert beint að skipta mér að því hvað þú sagðir við Evu – ég tók bara þetta eina dæmi – hvernig syndir lítillar prósentu karlmanna er yfirfært á þá alla og litið á karlmenn sem einhverskonar tifandi tímasprengjur af feministum – Að nauðganir séu í allt að 90% tilfella framdar af einhverjum sem fórnarlambið þekkir, á sama tíma og kemur fram frá lögreglu að 30% ákæra ná ekki að halda áfram í réttarkerfinu, vegna þess að gerandi fynnst ekki. það er fullt af slíkri þversagnakenndri tölvfræði til varðandi þetta málefni, sumt er svona af því að erfitt er að rannsaka málaefnið, en þessvegna einmitt er mjög varasamt að taka tölfræðina of alvarlega og leggja af stað í hræðsluáróður um að líklegt sé að vinir þínir nauðgi þér, og að 1 af hverjum 5 karlmnönnum séu nauðgarar, sem dæmi.

    Þegar ég tala um að feministar handvelji ákv tegund glæpa, þá á ég við að látið er sem nauðganir séu fleiri heldur en til dæmis barsmíðar – á síðustu 10 árum hafa verið framdar á milli 250 -350 nauðganir (tölur frá hagstofu) á meðan það hafa verið um 1100-1500 barsmíðar – konur verða frekar fyrir nauðgunum, en karlar frekar fyrir barsmíðum – ef maður les blöðin og vefmiðla mætti ætla að þessi hlutföll væru öfug. Það geta verið allskonar ástæðar fyrir þessum tölum, en það er engin ástæða fyrir feminista að láta sem konur séu í sérstakri hættu á að vera fórnarlömb ofbeldisglæpa – slíkur metingur er hallærislegur og hjálpar ekki neitt

    “Hvaðan hefuru það annars að það sé svona rosalega algengt að konur kæri einhvern fylleríisdrátt sem nauðgun? Þú hefur væntanlega séð einhverjar rannsóknir sem benda á hversu algengt það er?”

    Þú ert að snúa útúr – ég talaði ekkert um tíðni nauðganna á því stigi – en það vita allir sem hafa kynnt sér afbrotafræði að glæpir dreyfast á normal kúrvu, þar sem flestir kærðir glæpir eru miðlungs alvarlegir og fæstir mjög alvarlegir, eða minniháttar. Það má hinsvegar ekki nefna við feminista að það geti verið stigsmunur á nauðgunum (það er stigsmunur á morðum, og öllum glæpum btw) Punkturinn minn var að erfitt er að greina tíðni kynferðisglæpa kynbundið, með spurningalistum, þegar huglægt mat er svona misjafnt á milli kynjanna, varðandi hvað er brot á þeirra rétti að þeirra mati.

    “Hvað áttu eiginlega við? Hvernig er upplifunin svona misjöfn? Og hvernig væri þá hægt að gera rannsóknir sem eru marktækar að þínu mati?”

    Upplifunin er misjöfn vegna þess að kynin upplifa brotin misjafnt og setja því mismunandi standarda á hvað telst brot sem varðar við lög

    Það er ekki auðvellt að gera rannsóknir á þessu, það var punkturinn. Ég er ekki að gagnrýna kynjafræðinga og feminista fyrir að vera ekki með skyggnigáfu – ég er að gagnrýna þá fyrir hræsluáróður sinn og “fullvissu” um að á íslandi ríki einhverskonar stríð feðraveldisins gegn konum.

    ————————————

    Guðrún C. Emilsdóttir on May 14, 2012 at 11:33 am said:
    Ég er ósammála þér að tölfræðin bendi ekki til þess, eins og kaflinn úr niðurstöðunni sýnir klárlega, auk þess sem reynslan segir mér það. Einnig er ég ósammála þér með fórnarlambsvæðinguna og forræðishyggjuna. Feminísk umræða er í eðli sýnu gagnrýnin (eins og þú gagnrýnir mannréttindarsýn á Íslandi – sem þú átt hrós skilið fyrir) og það þarf að vera vakandi fyrir því að fólk hafi raunverulegt valfrelsi – mér finnst enn vanta upp á að konur hafi þetta valfrelsi.

    ————————————

    Atli Harðarson on May 14, 2012 at 7:55 pm said:
    Sem skólastjórnandi hef ég stundum þurft að bregðast við vissri gerð af andlegu ofbeldi sem oftast er kölluð einelti. Þetta fer illa með fólk þótt oftast séu ekki sýnilegir áverkar á líkama þess. Mín litla reynsla bendir til að gerendur séu nokkurn veginn jafnoft af báðum kynjum og þolendur líka.

    Ég veit ekki hvort þetta breytir neinu í þeim samanburði sem reynt er að gera hér að ofan enda hef ég ekki hugmynd um hvað þarf að leggja mikið í einelti til að það jafngildi t.d. nauðgun eða hnífstungu í bakið. Held að þeir sem telja að hægt sé mæla slíkt séu e.t.v. svolítið takmarkaðir á svipaðan hátt og hemúlarnir sem fjallað er um í bókum Tove Janson.

    Af sömu ástæðu held ég að það sé óttalegt rugl að ætla sér að mæla ofeldi þannig að hægt sé að bera saman magn þess ofbeldis sem kynin verða fyrr og beita.

    ————————————

    eva on May 14, 2012 at 8:03 pm said:
    Sammála því að það er ekki hægt og þjónar heldur engum tilgangi að gera einhverja pissukeppni úr þessu Atli. Mér finnst þessi umræða um “kynbundið” ofbeldi á villigötum af því að hún færir fókusinn af ofbeldinu yfir á kynferðið og skapar þá tilfinningu að karlar séu gerendur en konur þolendur.

    ————————————

    Bjarni on May 15, 2012 at 3:52 pm said:
    „Það skiptir bara ekki nokkru einasta máli hver þín “skoðun” er. Þú getur skoðað opinberar tölur frá hvaða Evrópulandi sem er og niðurstaðan er alltaf sú sama; karlmenn eru þolendur í stórum meirihluta ofbeldisglæpa“

    Hvenær hélt ég einhverju öðru fram en að karlmenn væru þolendur í meirihluta ofbeldisglæpa? Það var ekki það sem ég sagði og þú veist það. Ég ætla að endurtaka það sem ég skrifaði og nenni ekki að gera það aftur: Ofbeldi er alltaf tvíþætt vegna þess að í öllu ofbeldi eru þolendur og gerendur. Þú getur sjálf skoðað hvaða tölur frá hvaða Evrópulandi sem er og niðurstaðan er alltaf sú sama; karlmenn eru gerendur í stórum meirihluta ofbeldisglæpa. Hvaða femínistar eru það annars sem segja að það megi ekki tala um ofbeldi gegn körlum? Þú varst að tala svo mikið um það hvað karlmenn væru í miklu meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Að þeir séu oftar þolendur. Má þá ekki benda á að karlmenn séu líka lang oftast gerendur?

    ————————————

    Bjarni on May 15, 2012 at 4:12 pm said:
    Nafnlaus

    Hvað færð þú eiginlega útúr því að setja orð í minn munn? Nákvæmlega hvenær sagði ég að ofbeldi gegn körlum væri minna alvarlegt en ofbeldi gegn konum? Og hvernig í ósköpunum sérð þú það útúr mínum orðum að „friðsælir karlmenn “komi sér einhvernvegin í þau vandræði” að verða lamdir “af því að þeir eru karlmenn“??? WTF?

    „Ég sagði ekki að þú hefðir sagt “50%” en lógíkin þín er sú sama og hjá þeim sem segja slíkt“
    – Hver er mín lógík? Endilega haltu áfram að gera mér upp skoðanir.

    Þú skrifaðir þetta: „Á meðan upplifunin varðandi misnotkun er jafn misjöfn á milli kynja og raunin er, þá eru þær rannsóknaraðferði sem kynjafræðingar nota, (spurningalista-kannanir) algjörlega bitlausar (allavega hvað varðar þennan hallærislega Feminíska meting á milli kynjanna) og segja ekkert um tíðni nauðganna“

    Í framhaldinu skrifaði ég að af þeim óteljandi rannsóknum sem hefðu verið gerðar um þetta tiltekna málefni útum allan heim væru mjög fáar þeirra gerðar af kynjafræðingum. Samt bentu þær allar á það sama. Ertu semsagt að segja að allar þessar rannsóknir séu ómarktækar? Og ég spyr aftur, var ég að handvelja hvað ég tel vera alvarlega glæpi eftir pólítískri óskhyggju?

    „Begging the question“ my ass. Það er bara alls ekkert að því að tileinka sér sumt en ekki annað í ákveðinni hugmyndafræði, ég fagna svoleiðis hugsunargangi enda sagði ég aldrei að það væri eithvað að því, gætiru bent mér á hvenær ég gerði það? Eva gagnrýnir femínista mjög oft fyrir að tala útfrá ályktunum en ekki staðreyndum eins og hún gagnrýnir þá fyrir að tala útfrá hugmyndafræðilegum kenningum en ekki sönnunum. Það sem mér fannst kaldhæðnislegt var það að hún gæti vitnað í „ályktanir“ en ekki staðreyndir –vegna þess að það hentaði henni. Mér finnst persónulega ekkert að því, en mér finnst að hún ætti að hætta að gagnrýna femínista svona harkalega fyrir akkúrat það svona í ljósi þess hve oft hún gerir það sjálf.

    Hef ég lagt af stað út í einhvern hræðsluáróður? Hef ég haldið því fram að 1 af hverjum 5 karlmönnum sé líklegur til að nauðga? Hverjir tala um slíkt? Afhverju erum við annars að ræða það? Annars þekki ég ekki til þess persónulega að femínistar séu með einhvern hræðsluáróður um það að konur séu í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi, en ég er allavega ekki sammála því og ég er alveg sammála þér að svoleiðis hjálpi alls ekki neitt.

    ————————————

    eva on May 15, 2012 at 7:39 pm said:
    Það vita allir að karlmenn eru langoftast gerendur. Og hvað með það? Gerir það ofbeldið eitthvað “kynbundnara”? Ef svo er þá ert þú að gerbreyta hugtakinu því hingað til hefur það verið notað um ofbeldi sem bitnar á öðru kyninu (konum) og getur átt rétt á sér í samfélögum þar sem konur njóta ekki sömu mannréttinda og karlar.

    ————————————

    Nafnlaus on May 16, 2012 at 12:36 am said:
    Bjarni

    Þú spyrð “Nákvæmlega hvenær sagði ég að ofbeldi gegn körlum væri minna alvarlegt en ofbeldi gegn konum?”

    Eva sagði : “Ég á við nákvæmlega það sem ég segi og ef konur hafa einhverntíma verið í meiri hættu en karlar á að verða fyrir ofbeldi, þá er mjög langt síðan. Karlar eru í meiri hættu á að verða fyrir líkamsárásum og vopnuðum ránum, þeir eru í meiri hættu á að sæta líkamlegu ofbeldi í fangelsum, þeir eru í mun meiri hættu á að vera sendir nauðugir á átakasvæði á stríðstímum. Þeir eiga síður á hættu kynferðislegt ofbeldi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart körlum er að öllum líkindum betur falið en kynferðisofbeldi gegn konum, við vitum í raun ekkert hversu algengt það er og það sama gildir um heimilsofbeldi.”

    Þá segir þú á móti

    “Rétt hjá þér Eva, ástæðan fyrir þessu er sú að karlmenn eru allment ofbeldisfullari en konur og sýna allar þessar fullyrðingar þínar fram á akkúrat það, eða er það ekki? “Karlar eru í meiri hættu á að verða fyrir líkamsárásum og vopnuðum ránum, þeir eru í meiri hættu á að sæta líkamlegu ofbeldi í fangelsum” Semsagt þeir eru í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi og þá frá öðrum karlmönnum. Ofbeldi gagnvart konum, í hvaða mynd sem það er skoðað, er allment framið af karlmönnum líka -en ekki af öðrum konum.”

    Þegar þú segir “ástæðan fyrir þessu er sú að karlmenn eru almennt ofbeldisfullari en konur” (þá væntanlega sem svar við fullyrðingum Evu (réttilega) um að karlmenn séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi) þá get ég ekki betur séð enn að þú sért að réttlæta afhverju friðsælir karlmenn eru lamdir : þ.e. af því að þeir eru karlmenn “og karlmenn eru svo ofbeldisfullir” og eru alltaf að slást”

    Ef þetta er ekki blammering á karlmenn sem heild, þá er þessi fullyrðing þín allavega ekki vel útskýrð. Ef þú meintir eitthvað annað, þá verður mér að fyrirgefast misskilningurinn

    “…Í framhaldinu skrifaði ég að af þeim óteljandi rannsóknum sem hefðu verið gerðar um þetta tiltekna málefni útum allan heim væru mjög fáar þeirra gerðar af kynjafræðingum. Samt bentu þær allar á það sama. Ertu semsagt að segja að allar þessar rannsóknir séu ómarktækar?”

    Þó tókst reyndar aldrei fram hvað þú varst að tala um að þær bentu á ? En ef þú ert að tala um spurninga kannanir þar sem fólk er spurt hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun , og að þær bendi á ákv hlutfall nauðganna á hvort kyn – og spurningin er hvort þær rannsóknir séu ómarktækar – þá er svarið: það fer eftir hvað er verið að lesa úr niðurstöðunum – en Já; spurningalista kannanir um flókin málefni eru yfirleitt frekar ómarktækar (það vita flestir félagsvísindamenn, nema kynjafræðingar að því er virðist) og ef þú værir að bera t.d. saman nauðganir á konum í vesturlöndum (sem voru spurðar) miðað við nauðganir í mið-austurlöndum – þá má búast við að hlutfallið á milli sé líklega mjög ónákvæmt, útaf mismunandi menningu – sama á við varðandi menningu karla og kvenna (staðalímyndirnar margumtöluðu) þó þýðin (kk og kvk) búi í sama landi

    Hvað varðar það sem þú og Eva hafið verið að skrifast á, þá hef ég ekki lesið það allt, en ég svaraði þér varðandi þetta…: ““Ég var hinsvegar aðalega að gagnrýna Evu fyrir að „skamma“ femínista fyrir að tala í getgátum, -en vitna síðan í femínista svona þegar það hentar henni.
    Og hvað, er ég semsagt þar og með að handvelja hvað ég tel vera alvarlega glæpi eftir pólítískri óskhyggju?” …. Ég svaraði þér varðandi þetta vegna þess að þú ert að blanda þarna saman einhverju sem ég sagði úr samhengi við þínar samræður við Evu – og síðan ertu algjörlega begging the question þarna – fyrri og seinni setningin eru algjörlega úr samhengi við hvor aðra.

    “Hef ég lagt af stað út í einhvern hræðsluáróður?”

    Ég er ekki að saka þig einan um allan málflutning feminista – ég er augljóslega líka að tala um feminsta og málflutning þeirra almennt, þó ég svari þér.

    “ Hef ég haldið því fram að 1 af hverjum 5 karlmönnum sé líklegur til að nauðga?”

    Nei, þarna er ég að vísa í yfirlýsingu sem Stígamót komu með á sínum tíma

    “Annars þekki ég ekki til þess persónulega að femínistar séu með einhvern hræðsluáróður um það að konur séu í sérstakri hættu á að verða fyrir ofbeldi, en ég er allavega ekki sammála því og ég er alveg sammála þér að svoleiðis hjálpi alls ekki neitt.”

    Gott að heyra – en ég vísa aftur til talna frá hagstofu, um að fórnarlömb glæpa á íslandi eru karlmenn í meirhluta, og að barsmíðar eru fimmfalt algengari en nauðganir – hinsvegar ef þú lest netmiðla þá eru margfallt fleiri fréttir, blogg og umfjallanir um nauðganir og hvernig konum sé haldið niðri í samfélaginu – feministar eru fremstir í flokki á að prómótera þennan “sýndarveruleika” (þ.e sýndarveruleiki varðandi hlutföllin, ekki varðandi það að ekki sé af nógu að taka í hinum ýmsustu glæpum) og það fyrir mér ætti hæglega að geta flokkast sem hræðsluáróður, þó ég efist um að nokkur meini slíkt með umfjöllun sinni

Lokað er á athugasemdir.