Af hverju ertu svona hlynnt klámi?

Censor_3

Í gær var ég spurð að því hversvegna ég væri svona „hlynnt klámi“. Kannski þyrfti að leggja meiri áherslu á lesskilning í skólum. Eða ríður hún ekki við einteyming, þráhyggja þeirra sem telja að allir sem sjá fleiri hliðar á klámiðnaðinum en dóp og mansal, hljóti að krefjast þess að rúv útvarpi stólpípuklámi í stað Kastjóssins? Reyndar væri það ekkert ógeðfelldara en sumt af því sem sá uppfokkaði fréttaskýringaþáttur hefur klæmst á síðustu mánuði.

Fólk er ekkert endilega fíbbbl. Fólk er almennt frekar almennilegt og er bara að reyna að lifa lífinu í samræmi við skynsemi sína og siðgæðiskennd. En ég skil alveg þann sem á heiðurinn af þessum sleggjudómi yfir fjöldanum.

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Af hverju ertu svona hlynnt klámi?

 1. __________________________________________________________________________

  Tjásur:

  Hehe… ;o) Fólk sem einstaklingar er allajafna alveg ágætt (með einstaka undantekningum…)
  Fólk sem fjöldi er fíbbl. :o)
  En það er nottla bara mín skoðun… :oD

  Posted by: Gerður | 23.02.2007 | 11:39:16

  ————————————————

  Þetta er góður punktur. Svona eins og þegar ég reifst við frænda minn um ágæti kristni þá virtist ég vera hlyntur íslam fyrst ég hef andúð á kristni. Samt veit hann vel að ég er algerlega laus við hjátrú.

  Þegar ég spurði hann hvort Saddam eða Bush væri góði kallinn sagði hann að það væri útúrsnúningur. Hentugleikar…

  Er þetta ekki annars fullkominn Bushismi? Ef þú ert ekki á sama máli og við ertu á móti okkur. Lesist: óvinur.

  Það eru oft fleiri hliðar, skoðanir og svör en tvö. Ég er meira að segja viss um að fleiri en bara við „klámhundarnir“ viti það 🙂

  Posted by: Kalli | 25.02.2007 | 0:11:49

Lokað er á athugasemdir.