Pólitískur drullusokkur

Í sjónvarpsfréttum RÚV  í gærkvöldi var talað við einn af ráðherrum landsins.  Þetta var frábært viðtal, sem er allt of sjaldgæft á RÚV, því ráðherrann fékk allar þær augljósu spurningar sem hann átti að fá.  Sýnd var klippa úr Silfri Egils þar sem ráðherrann lýsti vandlega afstöðu sinni til ESB-málsins, sem var sú að þjóðin fengi að segja sinn hug í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðum skyldi haldið áfram eða ekki.  Framhaldið af því átti, samkvæmt ráðherranum, að vera þetta:

Halda áfram að lesa

Ólafur Ragnar, veiðigjöld, valdaklíkur

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég óttast að Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin um lækkun veiðigjaldsins, sem þýðir margra milljarða gjöf til forríkra útgerðareigenda, á kostnað almennings í landinu.

Halda áfram að lesa

Forsetinn vill þjóðaratkvæði um kvóta?

Nýja ríkisstjórnin vill láta það verða sitt fyrsta verk að lækka stórlega veiðigjaldið sem samþykkt var á síðasta þingi, þrátt fyrir að útgerðin í landinu hafi rakað saman ofsagróða undanfarin ár  og ekkert bendi til að lát verði á því.  Ríkisstjórnin vill þannig minnka tekjur ríkisins fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind landsmanna um marga milljarða á ári, þrátt fyrir að forystumenn stjórnarinnar séu síkvartandi yfir að staða ríkissjóðs sé slæm.

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Páls RÚVstjóra

Kæri Páll
Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/
Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins.  Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum.  Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí …
Bæbæ,
E
PS.  Væri ég í þínum sporum og vildi reyna að ljúga mig út úr þessu (sem ég myndi ekki vilja, en ég er ekki þú), þá myndi ég að minnsta kosti biðjast auðmjúklega afsökunar, í hádegisfréttum á morgun.

Hvað má forsetinn gera?

Því var lengi haldið fram að 26. grein stjórnarskrárinnar (sem fjallar um hvað gerist ef forseti synjar lögum staðfestingar) væri ekki „virk“, þ.e.a.s. að forseti gæti ekki neitað að skrifa undir lög. Annað er komið á daginn, og enginn reynir lengur að halda fram að forseti hafi ekki þennan rétt. Halda áfram að lesa