Hverjir eru svikararnir?

Margt innanbúðarfólk í Samfylkingunni sem reynt hefur að verja fótaskot formannsins síðustu sólarhringa hefur haldið fram að það sé einfaldlega ekki meirihluti fyrir því á þingi að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Karl Th. Birgisson sem gjarnan tjáir sig um slík mál eins og hann viti meira en almennt er þekkt (en tilheyrir þeim málefnalega veikburða hópi á Eyjunni sem ekki leyfir athugasemdir við blogg sín) gengur skrefi lengra, og heldur fram að ekki einu sinni væri meirihluti fyrir því að stöðva það málþóf sem ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokks (og sumir Framsóknarþingmenn) myndu beita ef þeir vissu að það kæmi í veg fyrir framgöngu málsins.

Halda áfram að lesa

Árni Páll, foringjaræði, flokkshollusta

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að ekki væri hægt að koma nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið fyrir kosningar.  Margir hafa orðið æfir yfir þessu, þar á meðal sumt flokksbundið Samfylkingarfólk.  Flestir stuðningsmenn flokksins virðast hins vegar algerlega ráðvilltir, þótt sumir reyni af veikum mætti að bera í bætifláka fyrir formanninn, en nokkrir meðal þeirra sem mest hafa völdin og áhrifin í flokknum taka beinlínis undir þessar yfirlýsingar formannsins, með sömu „rökum“.

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Páls RÚVstjóra

Kæri Páll
Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/
Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins.  Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum.  Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí …
Bæbæ,
E
PS.  Væri ég í þínum sporum og vildi reyna að ljúga mig út úr þessu (sem ég myndi ekki vilja, en ég er ekki þú), þá myndi ég að minnsta kosti biðjast auðmjúklega afsökunar, í hádegisfréttum á morgun.

Capcent, ríkiskirkjan og RÚV

Hér að neðan eru póstskipti mín víð Fréttastofu RÚV um tvennt:  Annars vegar að RÚV hefur ekki kynnt neinar skoðanakannanir vegna atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrármálið.  Svo virðist sem það sé fyrirtæki úti í bæ sem ákveður um hvaða mál slíkar kannanir birtast í RÚV.  Hins vegar furðaði ég mig á að Spegillinn skyldi, í síðustu viku, láta prest úr ríkiskirkjunni reka áróður fyrir hagsmunum hennar, án þess að fá nokkurn á andstæðri skoðun í þáttinn.  Þetta eru allir póstar sem á milli fóru um hvort mál; ég fékk aldrei nein svör við síðari spurningum mínum. Halda áfram að lesa

Íhaldssöm og vond stjórnarskrártillaga

Þeir Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon hafa nýlega lagt fram tillögu að nýrri stjórnarskrá sem óhætt er að segja að sé stefnt gegn tillögum Stjórnlagaráðs, sem þeir virðast telja of „róttækar“, enda felur tillaga þeirra félaga í sér litlar breytingar frá núverandi stjórnarskrá, nema hvað varðar ákvæði um þjóðareign á auðlindum, sem þeir vilja góðu heilli hafa með. Halda áfram að lesa