Samsæri til verndar Hönnu Birnu?

Ég er sjaldan hrifinn af samsæriskenningum, og þótt mér leiðist endalausar „tilvitnanir“ sem eru daglegt brauð á samfélagsmiðlunum þá á ég mér þó eina sem ég held upp á.  Á íslensku gæti hún hljóðað svo: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“.  (Á frummálinu(?) ensku: „Never attribute to conspiracy that which can be adequately explained by stupidity“.)

Halda áfram að lesa

Rannsóknarnefnd manndrápa lögreglu

Þegar flugvél ferst á Íslandi fer strax á staðinn rannsóknarnefnd samgönguslysa (áður rannsóknarnefnd flugslysa).  Mikilvægt þykir að sérhvert flugslys sé rannsakað til hlítar, hvort sem manntjón hefur orðið eða ekki. Markmiðið  með starfinu er að fækka slysum og auka öryggi.  Því er reynt að greina eins og frekast verður unnt orsakir slyssins, í þeirri von að hægt sé að nota upplýsingarnar til að koma í veg fyrir fleiri sambærileg slys, hvort sem orsök slyssins er mannleg mistök eða bilun í búnaði.

Halda áfram að lesa

Ríkissaksóknari ver misgjörðir forvera

Jæja, þá er nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, farin að verja misgjörðir forvera sinna í starfi. Það er ekki hlutlaus aðgerð, af hálfu ríkissaksóknara, að tala um „villandi umfjöllun“ og setja dóm Hæstaréttar, einan gagna, á vefsíðu embættisins.

Vonandi voru þetta byrjendamistök, og Sigríður lætur framvegis eiga sig að verja þá svívirðu sem framin var í nafni embættis hennar.

En gott væri að hún fjarlægði ummæli sín strax, og bæðist afsökunar á frumhlaupinu.