Ég hef ákveðið að sækja um stöðu rektors við Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að ég þykist vita hvernig hægt væri að bæta skólann til muna, í samræmi við yfirlýsta stefnu hans, og því finnst mér sjálfsagt að bjóðast til að leiða slíkt breytingastarf. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Háskóli Íslands
Vondir háskólar, viljalaus stjórnvöld
[Breytt kl. 21:58, 7. apríl 2015: Mér hefur verið bent á að staðhæfing mín í þessum pistli um samband Háskóla Íslands og forstjóra Hjartaverndar, sé röng. Ég vil ekki breyta pistlinum svo löngu eftir að hann er skrifaður, en set athugasemd við þetta í honum sjálfum líka. Og biðst hér með afsökunar á þessu ranghermi mínu.] Halda áfram að lesa
Epli og gerviepli í Háskóla Íslands
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 7. nóvember 2013.
Hér er grein Eiríks Smára sem þessi er svar við. Og hér er pistillinn sem Eiríkur var að svara.
———————————————————–
Til að bregðast við frétt í Fréttablaðinu um bloggpistil sem ég birti 25. október skrifaði Eiríkur Smári Sigurðarson grein í blaðið 30. október með yfirskriftinni „Epli og könglar“. Það er ánægjuefni, þar sem markmiðið með skrifum mínum um háskólamálin er að hvetja til opinberrar umræðu um það sem gott er og vont í íslenska háskólakerfinu. Halda áfram að lesa
Sláandi tölur um Háskóla Íslands
Ég hef fjallað í nokkrum pistlum um íslenska háskólakerfið, þar sem er víða pottur brotinn. Síðasti pistillinn er hér, en fleiri hér og hér. Ég hef fyrst og fremst fjallað um Háskóla Íslands, af því að hann er um 75% háskólakerfisins að umfangi, og 90% af ríkisháskólakerfinu. Margt af því sem ég hef gagnrýnt á einnig við um Háskólann í Reykjavík (sem er með um 15% háskólanema landsins), svo sem glæsilega orðuð stefna sem er í raun lygi miðað við gerðirnar, og allt of litlar kröfur til akademískra starfsmanna í sumum deildum. En, af því að meðferð rannsóknafjár í HR er með öðrum hætti en í ríkisháskólunum hef ég haldið HR utan við þessa umfjöllun enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Halda áfram að lesa