Hið ómeðvitaða samsæri heimskunnar

Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“.  Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“.  Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“.

Halda áfram að lesa

Gullgerðarmenn Íslands

Í sumar birtist skýrsla þar sem Íslendingum var lofað gulli og grænum skógum, á við olíuauð Norðmanna, ef Landsvirkjun fengi bara að virkja nóg. Í gær og í dag birtust í fleiri fjölmiðlum fréttir um að tilteknir „sérfræðingar“ segi að tillögur um breytingar á Rammaáætlun gætu kostað íslenskt samfélag allt að 270 milljarða króna á næstu fjórum árum (og staðhæfingar „sérfræðinganna“ eru kynntar á Alþingi sem staðreyndir). Halda áfram að lesa

Landsvirkjun aftur í pólitíkina

Forstjóri Landsvirkjunar er aftur farinn að lofa gulli og grænum skógum, ef hann fær bara að virkja nóg. Síðast var það í sumar sem hann fékk Ásgeir Jónsson (þann sem var forstöðumaður „greiningardeildar“ Kaupþings og taldi allt á blússandi uppleið alveg þangað til spilaborgin hrundi yfir hann) til að skrifa skýrslu um hvernig Landsvirkjun gæti gert Íslendinga jafnríka og Norðmenn urðu af olíunni. Núna er lausnarorðið að flytja út orkuna um sæstreng. Halda áfram að lesa

Um Landsvirkjun, hræGamma og Porter

Í gær kynnti Landsvirkjun nýja framtíðarsýn.  Í stuttu máli er hér lofað gulli og grænum skógum, nánar tiltekið að Landsvirkjun muni skapa tólf þúsund ný störf á næstu árum, að fyrirtækið muni skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í framtíðinni og að þetta muni „hafa ámóta áhrif á lífskjör á Íslandi og olíuiðnaðurinn í Noregi.“ Halda áfram að lesa